Franskir dagar - 01.07.2014, Side 4
ntmiRDMR °° LciouRsrRnncnis
Texti: Albert Eiríksson
Myndir: Albert og úr einkasafni
nnrm n nnrnnncsi
Dásamlegurpönnukökuilmur tók á móti
mér er ég heimsótti Onnu Björk Stef-
ánsdóttur sem á Fáskrúðsfirði er ýmist
kennd við Hafranes eða sjoppuna sem
hún, eiginmaður hennar og mágur ráku
til földa ára. Eins og við var að búast
tókAnna afar Ijúflega íað segja lesendum
fráfjölbreyttu lífshlaupi sínu. Hún hefur
vakið athygli síðustu ár á Fasbókinni
fyrir jákvæðar og uppbyggilegarflerslur
sínar, Ijóð og fyrir fjölmargar myndir
sem hún tók á árunum á Fáskrúðsfirði.
Anna er fædd í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði
í mars 1939, hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa,
Jóni Kristvinssyni og Onnu Guðnýju Jónsdóttur.
Foreldrar hennar bjuggu aldrei saman. Móðir
Önnu, sem giftist þegar Anna var tveggja ára,
bjó í Fljótunum og seinna á Nautabúi í Hjaltadal,
amma hennar og afi fluttu þangað þegar hún var
níu ára. Þá höfðu móðir hennar og stjúpi eign-
ast tvær dætur. Faðir Önnu flutti til Selfoss og
giftist þar og eignaðist þrjú börn. Hann gerðist
mjólkurbílstjóri í sveitunum þar í kring.
Aðspurð um skólagönguna segir hún að kennt
hafi verið á tveimur stöðum í sveitinni. Anna
var á Hólum veturinn fyrir fullnaðarprófið, þá
nýorðin þrettán ára. Af mikilli hógværð segist
hún hafa verið góður námsmaður.
„Eg átti að fermast ein frá Hólakirkju en vildi
frekar fermast í Viðvíkurkirkju enda gekk ég með
börnunum til spurninga þar. Undirbúningurinn
fór þannig fram að við gengum einn sunnu-
dag í mánuði til prestsins aflan veturinn. Ég fór
snemma morguns af stað og var komin vel fýrir
messu sem hófst klukkan tvö. Fermingardaginn
bar upp á hvítasunnudag, við fórum ríðandi til
kirkjunnar. Þegar heim var komið síðdegis skipti
ég um fot og fór í hversdagsfötin til að taka
saman taðið því von var á rigningu. Daginn eftir
var fermingarkaffi og einhverjir gestir komu. I
fermingargjöf fékk ég 350 krónur í peningum
i
I
og eitthvað af bókum,
efni í sparikjól, undirkjól
og nælonsokka sem þótti
mjög fínt þá.”
Anna var farin að ganga
að allri vinnu eins og full-
orðin áður en hún fermd-
ist.
Helsta breytingin við
ferminguna var að þá
mátti hún fara á böll.
Þau voru ýmist á Sleitu-
stöðum, í Óslands-
hlíð eða á Hólum en á
Bændaskólanum þar var
mesta fjölmennið. Svo var
hestamannamót aðalhátíð
sumarsins.
Fimmtán ára réð Anna sig
sem ráðskona til kennslu-
konu í sveitinni, þar voru
10-12 krakkar. Sú kona
kenndi einnig á Hólum
og á meðan hún var þar
við kennslu passaði Anna
krakkana og sá um heim-
ilið. I kjölfarið var hún í
kaupavinnu á nokkrum
stöðum í Skagafirði.
Sextán ára vann Anna
eitt ár sem gangastúlka á
Sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki og hafði herbergi
á spítalanum. Hugurinn
stóð til frekara náms og
hún lagði allt kaupið fyrir
og fór í Héraðsskólann í Reykholti og námið
borgaði hún allt sjálf. „Anna mín! Þér hefði verið
nær að sækja um f Kvennaskólanum á Blönduósi”
voru viðbrögðin sem hún fékk þegar hún sagði
frá að hún hefði fengið inni í Reykholti. Anna
sagði engum frá umsókninni, ekki fýrr en hún
fékk jákvætt svar frá skólanum.
„Mér líkaði vel í Reykholti, við vorum um eitt-
hundrað nemendur og enn þann dag í dag hitt-
umst við skólasystkinin reglulega.”Um vorið vann
hún í eldhúsinu í Reykholti, hjá prestinum og
víðar og með því las hún annan bekk utan skóla og
tók próf upp í þriðja bekk um haustið. Vorið þar
Anna Björk Stefánsdóttir
á eftir tók Anna bæði lands- og gagnfræðapróf.
Eftir að skóla lauk í Reykholti stóð hugur Önnu
til enn frekara náms. Til að fjármagna nám í
Kennaraskólanum í Reykjavík réð hún sig sum-
arið 1958 á síld á Siglufjörð og um haustið á vertíð
til Vestmannaeyja. Þar var hún í vist á daginn,
vann í frystihúsinu frá kl. 3 og langt fram á kvöld
eða fram yfir miðnætti og aflar helgar. Anna var
í Eyjum fram á vor. Þar lágu leiðir Önnu og
Sigga saman.
Sigurður Kristinsson fæddist árið 1916 í Holtum
á Mýrum í Hornafirði og var tíu ára þegar fjöl-
4