Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 25

Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 25
Sendiráð Frakklands óskar öllum ánægjulegra hátíðarhalda á frönskum dögum 2014! I/Ambassade de France vous souhaite d’excellentes Journées Frangaises 2014, á l’occasion de l’ouverture officielle de l’Höpital frangais! Sendiráðið mælir með nokkrum einstökum viðburðum laugardaginn 26. júlí sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara! Cette année, l’Ambassade de France en Islande vous invite á des événements exceptionnels samedi 26 juillet! Franski spítalinn opnaður fyrir gestum Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði verður opnaður formlega klukkan 14:00 ásamt safnahúsi Fransmanna á Islandi, á sameiginlegri opnunarhátíð Fjarðabyggðar og Minjaverndar. í glæsilegri endurgerð Minjaverndar á frönsku byggðinni, gegna Franski spítalinn, Læknishúsið og Litla kapellan á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlífið á Fáskrúðsfirði, nú sem hótel, veitingastaður og safnahús. Sýningin Kerguelen á íslandi Franska sendiráðinu á íslandi er það mikil ánægja að bjóða gestum hátíðarinnar á sýninguna Kerguelen á Islandi. Sýningin verður opnuð í Wathneshúsinu á Fáskrúðs- firði klukkan 16:00 og stendur hún til 18. ágúst. A sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Yves-Joseph de Kerguelen til íslands 1767 og 1768 og leiðir vel í Ijós hvaða mikilvæga hlutverki hann gegndi í Evrópu er varðar þekkingaröflun og rannsóknir um Island á seinni hluta átjándu aldar. Einnig er nafn hans ritað á spjöld sögunnar fyrir uppgötvun á nýjum landsvæðum á suðurheimskautssvæðinu (Kerguelen eyjar). Ljóst er að margar frásagnir og minjar fylgja viðburðaríkri ævi þessa franska liðsforingja! Högni Egilsson flytur franskar perlur! Hljómlistamaðurinn Högni Egilsson hefur komið víða við og er meðal annars einn af forsprökkum Hjaltalín og GusGus. Mun hann koma fram á einstökum tónleikum á Frönskum dögum, í boði sendiráðsins, þar sem hann flytur í fyrsta sinn sérvalin frönsk dægurlög í eigin túlkun. Um er að ræða óvenjulegan og sjaldséðan einleik þar sem Högni flytur lög sem hafa markað djúp spor í franska tónlistarsögu. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 í skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði. Verið velkomin ! Soyez les bienvenus ! AMBASSADE DE FRANCE EN ISLANDE Liberlé • Égaliié • Fraternité RÉPUBLIQUE FRANCAISE 25

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.