Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 18

Franskir dagar - 01.07.2014, Blaðsíða 18
fmiMiD/m °o m jours rnnngnis Ráðuneytið dregur þó lappirnar, vill fresta undir- skrift þar til landlæknir sé búinn að fara austur, skoða húsið og „íhuga málið vandlega", sem hann og gerir. Og skrifar heimkominn: „Nú er það eindregið álit mitt, að þetta tiltæki horfi til mjög mikilla heilla fyrir Austurland, en muni alls ekki baka ríkissjóði neinn aukakostnað enda máske þvert í móti horfa til verulegs sparnaðar frá því sem nú er, þegar á það er litið hver kostn- aður hlýst af hverjum berklasjúklingi yfirleitt, þeirra sem á sjúkrahús fara." Hann lýsir húsinu, sem sé óskemmt af fua. Þurfi bara smáviðgerðir innanhúss. Landlæknir er spurður í skeyti hvort Fáskrúðs- ijarðarspítali verði leigður, tilboðstíminn sé tak- markaður. Síðar kveðst Courmont konsúll, vegna dráttar á málinu, ekki geta skrifað undir nema hann fái nýtt umboð sem hann hefiir skrifað eftir til Frakklands. Nú biður landlæknir Georg í símskeyti um að síma til franska spítalafélags- ins og beita þar áhrifum sínum og í annan stað að fá bestu menn í Austfirðingafjórðungi til að síma stjórnarráðinu og greiða fyrir málinu. Sím- skeytin ganga á milli. Georg er orðinn óþolin- móður og segir: „Það er illt hvað þeir háu herrar í stjórnarráðinu eru lengi að ákveða sig, þeir áh'ta máske að hægt sé að opna spítalann um leið og þeim þóknast að skrifa undir.” Það var auðvitað ekki hlaupið að því. Svo telur hann upp það sem þurfi að gera. Vonar hann að stjórnarráðið segi nú bráðlega af eða á, líka vegna fólksins sem lifir í voninni um að fá þarna berklaheimili. Héraðslæknirinn Georg virðist sleginn þegar fréttist að ríkið sé hætt við. Og ekki síður þegar hann er beðinn um að útvega líka tilboð í læknis- húsið, sem hann segir enn viðkvæmara, enda hefúr ræðismaður Frakka ekkert skrifað honum um að það ætti líka að selja læknisbústaðinn. Frakkar hafa byggt hann og lagt honum til. Segir nú að fari svo að húsið verði selt sé hann tilneyddur að reyna að kaupa það. Hann kveðst gera sér þá hugmynd að Frakkar muni vilja láta hann sitja fyrir öðrum og mundu verða ódýrari til hans. Georg reynir því enn að bjarga málum og kaupir bæði spítalann og læknishúsið til bráðabirgða. Húsakaupin urðu Georg þung í skauti. Gjöld og viðhald bættust við og svo fór að Georg missti allar eigur sínar til Landsbankans. Franski spítalinn í Hafnarnes Við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð var ört stækk- aði útræðisþorp, Hafnarnes, en þaðan er stutt á miðin. A ijórða áratugnum var farið að bera á húsnæðiseklu þar og því þótti góð lausn að nýta spítalann fyrir íbúðir enda hafði hann staðið auður og að mestu ónotaður í nokkur ár. Árið 1939 var spítalinn tekinn niður, spýtu fyrir spýtu, merktur og fluttur á bátum yfir fjörðinn í Hafnarnes. Þar var hann endurbyggður sem fyölbýlishús. Munu fimm ijölskyldur hafa búið í húsinu en sjötti parturinn var skólahúsnæði fyrir Suður- byggð á vegum hreppsins. Kennarinn flutti reyndar aldrei inn því breski herinn tók þann hluta hússins til sinna nota við hernámið. Þegar fjölmennast var, bjuggu í húsinu 50-60 manns. I viðtali í Morgunblaðinu segir Bergur Hall- grímsson, sem var fæddur og uppalinn í Hafnar- nesi, að spítalinn hafi verið fluttur út í Hafnarnes á trillum nema hvað mótorbátar hafi verið fengnir til að fara með stærstu stykkin. Allt var síðan borið á bakinu upp á bakkann. Hann segir að allt hafi verið nýtt úr spítalanum og flutningurinn verið mikið verk og erfitt. Þá segir Bergur að Franski spítalinn hafi verið mjög gott hús og skemmtilegt að alast upp í Hafnarnesi. I Hafnarnesþorpinu voru á annað hundrað manns skráðir til heimilis þegar mest var. Heimildir: Fransí Biskví eftirElínu Pálmadóttur útg. 1989 Viðtal Helga Bjamasonar við Berg Hallgrímsson i Mbl. Samtal við Þorgerði Guðjónsdóttur 2004 Minningargrein um Georg Georgsson í Vísi 1941 Arsrit samtakanna Des oeuvres de Merfrá 1907 Skýrsla Brunbótafélags íslands. 14. desember 1916 Saga sýslunefndar Suður-Múlasýslu 1875-1988, bls. 174 Hinn frönskumœlandi Georg Georgsson í apóteki spítalans sem hann notaði einnigfyrir skrifstofu. www.123.is/blakdeildleiknisfaskrudsfirdi.is BLA KDEILDIN FÁSKRÚÐSFIRÐI 18

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.