Franskir dagar - 01.07.2014, Side 7

Franskir dagar - 01.07.2014, Side 7
nmnMDM -Lömmnncnc utan heimilis. Eftir miklar vangaveltur varð úr að þau brugðu búi og fluttu að Búðum. Bræð- urnir Jónas og Benedikt Jónassynir á Kolmúla keyptu af þeim Hafranesjörðina, húsin og féð. Þeir bjuggu áfram á Kolmúla uns þeir fluttu til Akureyrar árið 1978. Eftir að Friðrik Steinsson og Aðalheiður Jakobs- dóttir keyptu Hafranes og byggðu sér íbúðarhús fannst Jóni þau ekki búa á Hafranesi, enda bæjar- stæðið annað en hann var vanur og kallaði það ekki annað en Valþýfið og í gríni kallaði hann Friðrik alltaf Frissa í Valþýfinu. Arið sem brann á Hafranesi var opnaður akvegur „útfýrir”, vegur í gegnum Vattarness-, Kyrru- víkur- og Staðarskriður. „Ég fór fyrst veginn um Skriðurnar um páskana 1968 þegar Sigga var skírð við messu á páskadag - hann var samt ekki opinn formlega þá.” Nýr kafli - nýtt upphaf Sigurður tók við póstferðum árið 1963 og flutti póstlíka að Búðum.Til ársins 1969 notaði hann Rússajeppa í póstinn en eftir það rúmr. Þau sóttu um sérleyfi á ferðum milli Stöðv- aríjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Egilsstaða. „Við vorum að leita okkur að góðum stað til að búa á. Okkur bauðst hús á Reyðarfirði og annað á Stöðvarfirði en við vorum best staðsett á Fá- Rútumar við Grenihlíð. Anna og Siggi áferðalagi í Skagafirði árið 1980. „ Við héldum upp á brúðkaupsafmalið okkar á milli. Stundumferði Siggi mérblóm, stundum bakaði égpönnukökur eða hajðigóðan mat, “ segirAnna glaðlega. skrúðsfirði og keyptum Dunhaga. I júní 1968 fengum við einkaleyfið og byrjuðum strax að keyra, fýrst voru ferðir þrisvar í viku yfir sumarið en tvisvar yfir veturinn. Þetta var spenn- andi og gaman að takast á við nýtt verkefni. Einnig var verið að leita að umboðsmanni fýrir Flug- félagið og við slógum til. Við afgreiddum frakt og flugmiða heima í Dun- haga. Já, og svo seldi ég egg! Þannig var að við seldum einum bónda í Reyðarfirði gamlan bíl, hann borgaði fýrstu af- borgunina en vildi svo borga afganginn með eggjum. Við samþykktum það og seldum eggin til bæjarbúa. Kristinn Sörensen hóf sjoppurekstur þar sem seinna var Siggasjoppa, henni var lokað haustið 1970. Við tókum yfir og opnuðum sjoppuna 16. júní árið 1971. Þegar við byrj- uðum með sjoppuna voru þijár sjoppur á Búðum. Tveimur árum seinna var hinum sjopp- unum lokað, þeim fannst við taka viðskiptin frá þeim. Eftir það voru oh'ufélögin þrjú hjá okkur,“ segir Anna og bætir við að fýrst hafi þau verið með sjoppuleyfi og aðallega verslað með sælgæti og olíur. Eftir fýrsta árið keyptu Sig- urður, Anna og Jón verslunar- leyfi og stofnuðu hlutafélagið Fjarðarnesti hf. með Má Hall- grímssyni. „Við byggðum bílskúr fýrir innan sjoppuna vetur- inn 1972-3, þá fengum við meira lagerpláss en það var ekki nóg. Við létum teikna upp stóran söluskála og ætl- uðum að stækka verulega. Því miður fékkst ekki leyfi fýrir því, sumum fannst við vera ofstórtæk. Viðbyggingin var tekin í notkun 1975. Fyrstu árin var opið til 10 á kvöldin og lúgan til 11. Oftast opnuðum við uppúr kl. 8 á morgnana. Víðir var duglegur að hjálpa til og svo kom Elsa Guðjónsdóttir austur til að passa Siggu mína, hana langaði óskaplega mikið til að vinna í sjoppu svo við Þrír af nemendum Önnu komu henni á óvart á kaffihúúfyrr í sumar, allar báru pxr henni afar vel söguna og dáðust að hversu langt á undan sinni samtíð hún hafi verið í kennslunni. Anna var baði með einstaklingsmiðað nám og útikennslu. Aðeins mundu þœr eitt atvik sem kennarinn var ekki allskostar ánagður með,þegar nemendurnirfóru jakahlaup (og skyldi engan undra). Frá vinstri Guðný S. Þorleifsdóttir, Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir, Anna og Guðný Ragnarsdóttir. leyfðum henni það, þetta var fermingarárið hennar. Hún vann milli 5 og 7 og var alsæl með það. Einnig vann Jóna Kristín Þorvaldsdóttir hjá okkur mörg sumur. Anna Þóra Pétursdóttir vann einnig hjá okkur og fleiri og fleiri. Það var mjög líflegt í Siggasjoppu og fólk gat verið í alls konar ástandi. Við vomm með spilakassa, svokallaða tíkallakassa fýrir Rauða krossinn. Ein kona í bænum var afar áhugasöm um kassana og kom á hverjum degi. Ef krakkarnir vom í kassanum þegar hún kom hnýtti hún í krakkana svo hún kæmist að og svo spilaði hún lon og don. -Ætlarðu að vera þarna í allan dag- sagði hún við börnin til að komast sjálf að,” segir Anna og kímir. Jón Kristinsson, bróðir Sigga og mágur Önnu. 7

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.