Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 10

Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 10
rmmiDAGM oo Lcjoijnuincnis Texti: Kjartan Reynisson með aðstoðfrá Susan Chisholm Myndir: Ýmsir Á5TRÖL5KU STELrUHnnil <t>°°<I> Það er janúar 1981. Hópur lcvenna af erlendum uppruna er kominn til Reykjavíkur og gistir hjá Hjálpræðishernum. Þar hafa þær verið fastar í tvær nætur vegna þess að ekki hefur verið flug- veður til Egilsstaða. Húsnæðið er ekki ríkulegt, og fæstar hafa hugmynd um það nákvæmlega hvert þær eru að fara. Þær hafa ráðið sig til fiskvinnu á Islandi í gegnum Iceland Seafood Limited í Bretlandi. A endanum er þeim smalað í flugvél og flogið til Egilsstaða, þar sem veðrið er slæmt, norðanvindur og snjóbylur. Þær fara með lítilli rúm eitthvað út í sortann og eftir tals- verðan þæfing er þeim smalað út í lidu sjávar- þorpi fyrir framan gamalt og þreymlegt gistihús. Þetta er gistihús KHB á Reyðarfirði, en ófært er til Fáskrúðsfjarðar sökum snjóa. Daginn eftir er þeim ennþá smalað upp í rútu og keyrt út í sortann. Eftir nokkurn tíma er stöðvað, afrnr fýrir framan gistihús í öðru sjávarþorpi. „How long are we supposed to stay here?" (Hversu lengi eigum við nú að vera hérna?) spyrja nokkrar þeirra. Hávaxinn ljóshærður maður með gleraugu tekur á móti þeim og segir glaðlega „ For the next six tnonths“{ I næsm sex mánuði). Þarna eru þær lokáins komnar í Valhöll á Fáskrúðsfirði og Gísli Jónatansson er að taka á móti þeim. Bílstjórinn sem sótti þær í Egilsstaði var Guðmundur Guð- jónsson frá Kolmúla. Þær koma sér fyrir í her- bergjunum og em síðan kallaðar saman í borðsal þar sem þær eru kynntar fyrir verkstjórunum og ungum strák sem þeim er sagt að eigi að passa þær á kvöldin og um helgar. „Do we really need a bodyguard?" (Þurfum við virkilega að hafa lífvörð?) spyrja þær sem eru að koma í fyrsta skipti. Chris Churcher og þær sem hafa verið áður kinka kolli. „ It helps“{Það getur hjálpað). Fáskrúðsfirðingar eiga það víst til að ganga of hratt um gleðinnar dyr á þessum tíma og kunna sér vart hóf þegar hópur erlendra yngismeyja fyllir heilt hús í þorpinu. „Lífvörðurinn" er greinarhöfundurinn, Kjartan Reynisson og er þarna að taka að sér skemmtilegt starf sem margir öfunda hann af. Það mætti að vísu einn ölvaður gestur strax á fyrsta kvöldi og braut rúðu við hlið útihurðar og skarst nokkuð. Hann hlaut að launum nokkur spor í hönd frá lækni og ókeypis gistingu í fangageymslu hjá lög- reglu. Það var jú ekki alveg að ástæðulausu að það þurfti næturvörð. Gísli vildi að stelpurnar fengju svefnfrið á nóttunni fyrir gleðipinnum 10 bæjarins svo þær hefðu kraft í frystihúsvinnuna. Lítið vissi ég þá en raunin varð sú að þetta varð ævistarf, því ég er ennþá að passa eina af þessum stelpum því að í þessum hópi kvenna var að finna eiginkonu mína og lífsförunaut, Esther Brune. Einnig lýsa þær sterkri upplifun sinni af því að sjá norðurljósin í fyrsta skipti í björtu tunglsljósi með fjöllin í baksýn. Snjórinn og hálkan kom þeim líka tals- vert á óvart. Þannig var ekki Hófur stelpna sem kom árið 1981. Aftari röð frá vinstri: Cbris, Helen, Sally, Marion, Merle, Esther, Mary. Fremri röð frá vinstri: Jillian, Meg, Janet, Gwen, Karen, Annie, Marie, Glenda. Myndfrá Chris Churcher. Á þessu árabili frá 1977 til 1986 komu jafnan hópar kvenna af þessu tagi til starfa á Fáskrúðsfirði. Þær voru frá ýmsum þjóðlöndum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Englandi, Irlandi, Israel o.fl. Margar þeirra, sérstaklega þær frá Suðurhvelinu komu til að ferðast um Evrópu og hentaði þeim vel að vinna á veturna og ferðast síðan um sumarið. Margar þeirra voru vel menntaðar og voru að leita á vit ævintýra áður en þær festu ráð sitt aftur í heimahögum. Nokkrar þeirra fúndu þó íslenska maka og bjuggu um langt árabil á Fáskrúðsfirði. Það var ansi margt sem kom þessum konum á óvart við komuna til íslands. Veðráttan, fólkið, vinnan o.fl. Denise Nolan skrifaði t.d. í dagbók sína þegar hún kom með fyrsta hópnum til Fáskrúðsfjarðar. „Þegar við gengum umporpið á fyrsta degi góndifólk á eftir okkur og aðrir störðu á okkur út um hús- g/ugga, sumt hálffalið á bakvið gardínur. A hverju kvöldi komu strákar til að kasta snjóboltum í gluggana hjá okkur - venjulega eftir 10 á kvöldin, en einnig var nokkuð um að bílum veeri ekið meðfram Valhöll ogflautað eða blikkað Ijósum. “ Allar stelpumar Jimmtán úr hópnum sem kom árið 1978. Aftari röð frá vinstri: Kay, Christine, Susan, Therese, Lesta, Robyn, Lynette, Maggie, Anne, Liz, Ronni, Sandie. Fremri röðJrá vinstri: Roslyn, Glenda, Galv. Myndfrá Christine Selby. óalgengt að sjá þær fikra sig eftir klakanum á Hafnargötunni í átt að Frystihúsinu, haldandi hver í aðra og dettandi á rassinn í hópum. Sumir brostu að þessu, sérstaklega þegar Valborg í Kaup- vangi og fleira af eldra fólki gekk framúr þessum hópum eins og ekkert væri að færðinni. Matráðskonur störfuðu í Valhöll fyrstu árin og elduðu fyrir stelpurnar. Tungumálaerfiðleikar

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.