Franskir dagar - 01.07.2014, Page 13
ntmntDM ~ LEJOUErmncms
Hoffell SU 80 með um 1300 tonn af kolmunna.
á sínum tíma. A þessum tíma var m.a. starf-
andi Samvinnufélag útgerðarmanna sem gerði
út bátana Öldu, Báru og Hrönn, en þeir voru
byggðir á Oddaverkstæðinu undir stjórn Einars
Sigurðssonar, skipasmiðs. Bátunum tók að fækka
og var þá talið nauðsynlegt fyrir Hraðfrystihús
Fáskrúðsijarðar hf. að hefja útgerð. Arið 1953 var
vélbáturinn Ingólfiir leigður frá Hornafirði um
tíma, en fyrsti báturinn sem að hraðfrystihúsið
keypti var Ingjaldur SU 80. Það var 50 tonna
bátur keyptur frá Danmörku árið 1954. Arið
1955 lætur fyrirtækið svo byggja 67 tonna stálbát
í Hollandi, BúðafeU SU 90. Um þetta leyti eru
shkir bátar að ryðja sér til rúms og er Búðafell
annar í röðinni af minni stálskipum íslendinga
sem kemur til landsins og reyndist mikið happa-
skip. Um miðjan sjöunda áratuginn var Búðafell
selt til Grindavíkur og fékk nafnið Hópsnes.
Árið 1942 kaupir kaupfélagið húseignina Valhöll.
Félagið rak þar í fyrstu saumastofu, en síðar var
húsið gert að gistihúsi með matsölu. Um tíma
rak kaupfélagið bókabúð í Valhöll. Síðustu ára-
tugi hefur húsið verið notað fyrir starfsfólk og
viðskiptavini kaupfélagsins og dótturfélaga þess.
Árið 1949 kaupir kaupfélagið húseignir Hans
Stangelands. Þar var um að ræða íbúðarhúsið
Miðströnd og Hlaðhamar sem var lifrarbræðsla.
Miðströnd var í fyrstu bústaður kaupfélagsstjór-
ans eða til ársins 1965 að kaupfélagsstjórinn
flytur í nýbyggt hús, Tröð. Skrifstofur kaup-
félagsins voru á Miðströnd frá 1972 til 1985 að
þær em fluttar að Skólavegi 59. Miðströnd stóð
skammt fyrir innan nýju fiskimjölsverksmiðjuna.
Vélaverkstæðið var svo byggt á sama stað og
Hlaðhamar stóð.
Árið 1951 er byrjað á byggingu fiskimjölsverk-
smiðju utan við frystihúsið. Bygging þessi þótti
mikið átak á sínum tíma, enda kölluðu gár-
ungarnir hana milljónagryfjuna. Verksmiðjan
skemmdist í bruna árið 1961 og var endurbyggð
og afköstin aukin í um 250 tonn á sólarhring.
Árið 1962 var byggð myndarleg mjölskemma
austan við verksmiðjuna, en áður hafði þurft að
geyma mjölið m.a. í kjöllurum húsa í bænum
þegar mikið var framleitt. Verksmiðjan var í
gangi til ársins 1996 og vom því í skamman tíma
reknar tvær fiskimjölsverksmiðjur á Fáskrúðsfirði.
Um svipað leyti og fyrri verksmiðjan er byggð er
reist við frystihúsið fiskmóttaka og komið á fót
ísfr amleiðslu og frystiklefa á efri hæðum hússins.
Það hús stendur enn í dag og neðsta hæðin oft
nefnd súlnasalur.
Árið 1958 kaupir kaupfélagið Ljósafell eldra, sem
var 100 tonna trébátur og fékk einkennisstafina
SU 70. Árið 1959 kemur HofFell SU 80, 120
tonna stálbátur byggður í Noregi. Hoffell var
tahð eitt fullkomnasta síldveiðiskip Islendinga
við komu þess til landsins. Hoffell var síðar
lengt á Seyðisfirði og varð þá 180 tonn og þótti
afburða skip.
Á sjöunda áratug síðustu aldar hófust síldveiðar
í stómm stíl úti fyrir Austfjörðum, sem sköp-
uðu mikil umsvif í austfirskum sjávarbyggðum.
Kaupfélagið hóf þá síldarsöltun í samstarfi við
Egil Guðlaugsson, en hann átti 1/3 í söltunar-
stöðinni, sem í daglegu tali var kölluð SHF, en
hét Söltunarstöð Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar.
Á þessum tíma byggðist rekstur kaupfélagsins að
miklu leyti á síldarsöltun og framleiðslu á mjöli og
lýsi. Fiskimjölsverksmiðjan malaði gull á þessum
árum og var oft á tíðum þungamiðjan í rekstri
kaupfélagsins og dótturfélaga þess.
Samið var um smíði á nýju sfldveiðiskipi í Noregi
árið 1966 eða 1967. Þetta skip var svipað og
Heimir SU sem keypt var til Stöðvarfjarðar og
var í eigu Varðarútgerðarinnar, en vegna versnandi
rekstrarskilyrða við hvarf sfldarinnar endaði þetta
skip í Færeyjum. í staðinn var keyptur 250 tonna
stálbátur frá Reykjavík árið 1969, Sigurvon RE
133, sem fékk nafnið Búðafell SU 90 á Fáskrúðs-
firði. Saltað var örlítið af síld á haustdögum
1967 og 1968. Það vom síðustu síldarárin í bili.
Síldin var horfin.
Þegar sfldin hvarf af Islandsmiðum sköpuðust
miklir erfiðleikar hjá þeim fyrirtækjum sem
byggt höfðu afkomu sína að stórum hluta á
henni. Starfsemi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga
lá við gjaldþroti. Það var jafnvel talað um hvort
mögulegt væri að fara í sameiningu við Kaup-
félag Héraðsbúa til að bjarga starfseminni. En
oft kemur skin eftir skúr.
Það var einkum tvennt sem varð til þess að rekstr-
inum var snúið til betri vegar fljótlega eftir að
sfldin hvarf. Árið 1970 fara íslendingar að veiða
loðnuna að einhverju marki og þá fer fiskimjöls-
verksmiðjan að mala gull að nýju. I öðm lagi tók
freðfiskurinn að hækka í verði á Bandaríkjamark-
aði svo um munaði og fór framleiðslan á nýju
og hærra verði með hverri sendingunni á fætur
annarri vestur um haf.
Árið 1972 var hafist handa við byggingu nýs
frystihúss á Fiskeyri, sem tók til starfa í septem-
ber árið 1976. Húsið er tæplega 2000 fermetra
stálgrindarhús reist á uppfyllingu neðan við gamla
frystihúsið. Nýr viðlegukantur var síðar byggður
með allri suðurhhð hússins, svo að staðsetningin
var mjög hagkvæm. Þar sem húsið var á uppfyll-
ingu var nauðsynlegt að reka um 180 strengja-
steypustaura niður í gmnninn, sem voru 12 til
18 metralangir. Hamarinn sem notaður var við
verkið kom af Skeiðarársandi, en hann hafði áður
verið notaður við að reka niður staura undir brúar-
stólpaþar. Ríkisstjórn Olafsjóhannessonarhafði
sett á fót sérstakan Byggðasjóð og búið var að setja
í gang svokallaða hraðfrystihúsaáætlun. Byggða-
sjóður lánaði 25% af heildarbyggingarkostnaði og
var þetta viðbótarframlag á móti lánveitingum
Fiskveiðasjóðs íslands. Án tilkomu Byggðasjóðs
hefðu þessar framkvæmdir varla verið mögulegar.
Samhliða byggingu frystihússins vom menn farnir
að huga að því hvernig best mætti tryggja hráefni
til frystihússins allt árið um kring. Ákveðið var
að láta byggja skuttogara í Japan. Ævintýrið var
að hefjast og skuttogarinn Ljósafell SU 70 kom
til Fáskrúðsfjarðar 31. maí 1973. Njitt tímabil var
hafið í sögu félagsins og samfélagsins á Fáskrúðs-
firði. Með tilkomu Ljósafells og síðar systurskips
þess Hoffells SU 80 þremur ámm síðar varð algjör
bylting í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga. Nú
voru komin til Fáskrúðsfjarðar atvinnutæki sem
gám aflað hráefnis fyrir fiskvinnsluna allt árið
um kring og ekki var lengur nauðsynlegt fyrir
fólk að sækja atvinnu suður á land. Búðafell
SU 90 (Sigurvon) var selt til Súgandafjarðar og
þó að gengi á ýmsu með rekstur bátsins hafði
hann hækkað það mikið í verði að við sölu hans
fengust fjármunir sem dugðu til fyrstu greiðslu
í Ljósafelli, sem var 10% af kaupverði togarans.
Stöðugleikann í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga
má tvímælalaust rekja til upphafs skuttogaranna.
Á sjómannadaginn árið 2013 var þess minnst
að 40 ár voru liðin frá komu Ljósafells. Skipið
er í mjög góðu ástandi, en tvisvar sinnum hefur
verið farið með það til Póllands og gerðar á því
nauðsynlegar endurbætur, fyrst 1988-1989 og
síðar 2007-2008. Þegar haldið var upp á 40 ára
afmæh skipsins hafði það aflað 144.000 tonna og
reynst einstakt happaskip. Á fjórum ámm höfðu
því verið keyptir tveir nýir skuttogarar og byggt
eitt stykki nýtísku frystihús. Samspil þessara
þátta, togaranna og fiskvinnslunnar í landi, hefur
frá þessum tíma verið hinn samfelldi drifkraftur
starfseminnar, sem félagið býr að enn í dag.
Skipstjórar á Ljósafelli hafa verið þrír: Guð-
mundur ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert
Stefánsson 1981-1994 og Ólafur Helgi Gunn-
13