Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 16

Franskir dagar - 01.07.2014, Qupperneq 16
mnnMDMit °° lcs jouk rnraicnis Texti: Albert Eirtksson Myndir: Fjölskylda Georgs Georgssonar ogfleiri mnnsKi srímLinn Franska ríkið reisti spítala í Reykjavík 1902 með 20 rúmum fyrir vesturmiðin, annan á Fá- skrúðsfirði 1903-4 með 17 rúmum fyrir austur- miðin og loks þann þriðjal906 í Vestmanna- eyjum með 9 rúmum fyrir suðurmiðin. Eftir aðskilnað ríkis og kirkju um aldamótin 1900 felldi ríkisstjórnin niður alla styrki og launa- greiðslur til hjálparstofnana af kirkjulegum rótum, þar með laun til kaþólsku systranna á Fáskrúðsfirði, og franski flotinn hætti að leggja til lækna á spítalaskipin. Flotamálaráðaherra Frakka gekkst fyrir því að stofnað var velferðarfélagið “Société des Hópitaux franfais d'Islande” árið 1901. Vel metin og stór útgerðarfyrirtæki í Dunkerque sameinuðust um þetta framtak. Spítalinn á Fáskrúðsfirði Franski spítalinn var á steinsteyptum grunni, en húsið kom tilsniðið frá Noregi, teiknað af danska arkitektinum M. Bald. I suðurhluta kjallara voru eldhús, búr, þvottahús, salerni, diesel rafstöð og geymsluherbergi ásamt forstofu. Norðurhluti kjallarans var eitt óskipt geymslurými. Ajarðhæð spítalans voru tvær forstofur og á milli þeirra gangur eftir endilöngu húsinu. Þar voru sex sjúkrastofur (þar af þrjár einbýlisstofur) með rúmum fyrir 17 sjúklinga. Einnig skurðstofa, einangrunarstofa fyrir berkla- og taugaveiki- sjúklinga, lyijaherbergi, biðstofa, borðstofa og tvö vatnssalerni. Á efri hæð voru þrjú svefnherbergi, tvær einbýlis- sjúkrastofur, tvö fataherbergi, baðklefi, vatns- salerni og stórt autt rúm í miðju hússins. Vatnsleiðsla og skólprennur voru um allt húsið. Spítalinn var 20 m langur, 13 m breiður og 7 m hár. I honum var 31 gluggi og 4 reykháfar. Norðan við spítalann stóð 27 fm hús á steyptum grunni, ávallt nefnt Líkhús. Það var á einni hæð, skipt með timburvegg. I öðrum enda hússins var sótthreinsunarofn og í hinum líkgeymsla. Þegar spítalaskipið Heilagur Franz af Assisi kom til Fáskrúðsfjarðar vorið 1906 lýsir skipslæknirinn nýjum spítala og þeirri aðstöðu sem þar er að finna: „Georg Georgsson, íslenski sjúkrahúslæknirinn tók á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og bauð okkur heim. Georg er konsúll Frakka á 16 Fáskrúðsfirði og talar liðlega frönsku, svo að landar okkar eru fegnir að hitta þarna konsúl og lækni, sem getur skihð þá og talað við þá á þeirra eigin máli. Sjúkrahús í París hafði árið áður sent tvær hjúkrunarkonur, aðra til Fáskrúðs- fjarðar og hina á sjúkrahúsið í Reykjavík. Auk þess er í spítalanum íbúð fyrir lækninn og fjöl- skyldu hans. Frá l.júní 1905 til apríl 1906 tók spítalinn á móti 32 sjúklingum. Þar af voru aðeins 14 franskir, hitt Islendingar. Það virð- ist dálítið mótsagnakennt að franskur spítali, reistur og rekinn af Frökkum í þeim tilgangi að sinna frönskum sjómönnum, skuli taka við og hjúkra fleiri íslendingum en Frökkum. Og hvað á maður svo að segja, þegar maður fær að vita að verðið fyrir frönsku sjúklingana er 2,10 frankar á dag, en fyrir þá íslensku ekki nema 1,05 frankar, aðeins hálft verð. Og þar sem ógerlegt er að hjúkra, fæða og hirða um sjúklinga, ekki síst á Islandi, fyrir 1,05 franka á dag, þá er þetta hreint tap fyrir Franska spítalafélagið. Það væri rökréttara að þetta væri öfugt...”. Spítalalæknirinn tekur fram að Georg Georgs- son læknir búi aðeins í sjúkrahúsinu til bráða- birgða. Félagið ætli að byggja fyrir hann sér- stakt íbúðarhús beint á móti spítalanum, sem sé austast í þessu litla þorpi. 1 bældingi Franska spítalafélagsins frá 1909 segir: .Afbtagðs læknir og skurðlæknir Georg Georgs- son stjórnar spítalanum og er um leið franskur konsúll og fulltrúi Spítalafélagsins. Honum til aðstoðar og til umsjónar á sjúkrahúsinu er Made- moiselle Baudet, afbragðs hjúkrunarkona frá París (Lariboiseiere),talarbretónsku ogjafnvel íslensku. Henni til aðstoðar er ein hjúkrunar- kona íslensk, Astríður Torfadóttir var þar 1903-7 og 2 þjónustustúlkur, auk aðstoðarstúlkna í dag- launavinnu. Fram til l.janúar 1907hefursjúkra- húsið á Fáskrúðsfirði tekið á móti 91 sjúklingi, frönskum og „útlendum” og sjúkradagar orðnir 2.953, en sjúkrahúsið er rekið allt árið.” Georg notaði spítalann einnig fyrir sitt læknis- hérað, sem náði í upphafi yfir Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdal, og nýtti aðstöðuna til skurðlækninga þegar með þurfti. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var fram að

x

Franskir dagar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.