Franskir dagar - 01.07.2014, Side 17

Franskir dagar - 01.07.2014, Side 17
nwiMDJM ~ LDJOiBranncJ® Georg Georgsson rœðismaður, læknir ogyfirmaður Franska spttalans. fyrri heimsstyrjöldinni opinn, jafnt fyrir inn- lenda sem erlenda sjúklinga, allt árið, en til 1928 aðeins yfir vertíðina. I minnum er haft er Georg tók, með aðstoð fransks læknis af spítalaskipi, stóran sull úr höfði sjómannsins Jóns Magnússonar í Hvammi, sem var orðinn svo vankaður af meini þessu, að hann var sagður ganga í hringi á leiðinni neðan úr fjöru. Aðgerðin tókst vel, Jón lá nokkurn tíma á spítalanum og fékk að gjöf róðukross, svartan og gylltan, sem hann bar upp frá því um hálsinn. Eftir að gamli barnaskólinn á Fáskrúðsfirði brann, og á meðan nýr var í byggingu, var kennt í spítal- anum. Um tíma stóð hann lokaður. Allt sem þar var, var viðrað einu sinni á ári. Sáu hjónin Halldór Runólfsson og Sæbjörg kona hans um það. Var þá merkisdagur fyrir krakkana á staðnum, sem fengu þessa ævintýrahöU með löngum göngum til að hlaupa um. Þá bjó Hans B. Stangeland lifrarbræðslumaður nokkur ár í húsinu. Til gamans má geta þess að í eina tíð var Hjóna- ballið á Fáskrúðsfirði haldið í spítalanum, enda var þar stórt eldhús, þar sem hægt var að matbúa veislumat fyrir svo ijölmenna samkomu og nægt svigrúm til að dansa. Georg læknir Georg Georgsson fæddist 1872, varð stúdent 1894 og lauk prófi við Fæknaskólann í Reykjavík 1898. Hann stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og Berlín og var settur læknir á Mýmm 1899, en í apríl 1900 fékk hann veitingu fyrir nýstofnuðu Fáskrúðsfjarðarhéraði. Georg var fulltrúi „Société des hópitaux francais d'Islande“ og umsjónarmaður spítalans. Hann var póstafgreiðslumaður frá 1917-25 og for- maður Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar frá stofnun hans 1921. Arið 1906 var hann sæmdur franska heiðursmerkinu officier d'acadétnie og 1925 var hann sæmdur riddaranafnbót í frönsku heiðurs- fylkingunni. Georg kvæntist Karen Wathne (1885-1912), þau eignuðust þijú börn. Seinni kona hans var Anna Hansdóttir (1873-1938). Þegar Georg lét af embætti var honum sýndur margskonar vináttu- og virðingarvottur, og var honum þá afhent gullúr og skrautritað ávarp undirritað af flestum fulltíða mönnum og konum í héraðinu, þar sem honum vom þökkuð störf hans, og má þar af marka hinar almennu vinsældir hans. Georg læknir hafði sig lítt í frammi í opinberum málum. Honum var þó mjög umhugað um allar nytsamar framkvæmdir í Búðakauptúni, og vildi hann veg þess sem mestan. Átti hann t.d. ríkan þátt í því að rafveitu var komið upp í þorpinu, hvatti til byggingar vita og studdi með ráðum og dáð ýmsar aðrar umbætur. Georg læknir var prúðmenni í allri framgöngu og snyrtimenni hið mesta, og bar með sér virðu- leik svo af þótti bera. Georg starfaði sem læknir í Keflavík frá 1935 til æviloka, en hann lést 1940. Þannig kemur Georg skipslækninum af Heil- ögum Franz af Assisi fyrir sjónir, vorið 1906: „Georg Georgsson var héraðslæknir á Fáskrúðs- firði, var læknir sjúkraskýlis St. Jósepssystra og síðar yfirlæknir og ráðsmaður Franska spítalans frá upphafi til 1928. Georg var fyrirmaður mikill á staðnum, konsúll og talinn með bestu læknum landsins, var mér sagt á Fáskrúðsfirði. Og mikil reisn og höfðingsskapur yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu frá Frakklandi með vorskipunum, og slíkt var ekki á hvers manns borði. Kom jafnan bátur beint í land og lagðist fyrir neðan húsið. Konsúllinn fór ávallt fyrstur um borð í spítalaskipin, og varningur var fluttur í land til spítalans.” Franski spítalinn fyrir berklasjúklinga I ársbyrjun 1925 em Frakkar farnir að hugsa sinn gang og vilja selja spítalana þrjá enda er þá farið að draga verulega úr veiðunum. I bréfi kemur fram að það hafi veitt spítalafélaginu ánægju að hafa hingað til getað veitt landsmönnum þjónustu á spítölum sínum, en rekstrarkostnaðurinn muni vafalaust neyða þá til að loka spítölunum fljódega stóran hluta ársins. Á þessum árum voru berklar algengir á Islandi. Segja má að þeir hafi verið drepsótt á landinu og færðust í aukana. Austfirskir berklasjúklingar voru fluttir fárveikir með strandferðaskipum áleiðis til yfirfullra berklahælanna á V ífilsstöðum eða í Kristnesi. Afbréfaskriftum Georgs og Guðmundar Björns- sonar landlæknis frá 1923 má sjá að það var þeim hjartans mál að fá spítalann á Fáskrúðsfirði fyrir berklasjúklinga, Georg þekkir manna best þörfina. Enda var um að ræða fullbúið sjúkrahús, vel byggt, með skurðstofum, apóteki og besta búnaði sem völ var á þá. Hann hefur allan sinn áratuga læknisferil á Franska spítalanum fengið að að taka inn að vild íslenska sjúklinga í nauð og skorið upp þar meðan aðrir læknar á landsbyggðinni urðu að skera upp við erfiðar aðstæður. Guðmundur sendi bæði Georg og sýslumanninum á Eskifirði skeyti um að Frakkar vilji selja spítalana þrjá og óski eftir tilboði. Hann hafi von um mjög hagkvæma borgunarskilmála. Georg finnst hann vera skuldbund- inn báðum; að Frakkar fái sem mest fyrir húsið, einnig að Islendingar fái það sem ódýrast. Segir að lægsta verð sem hann geti hugsað sér að nefna séu 40-50 þúsund krónur, enda hafi það kostað yfir 35 þúsund, verið vel við haldið, og innbúið megi reikna á 5 þúsund krónur, en brunabótamat frá árinu 1916 sé 48 þúsund krónur. Þetta sé ágætt verð enda mundi tæplega hægt að byggja svona hús fyrir minna en 100.000 krónur. Málið er rætt á sýslu- firndi sem kýs þriggja manna nefnd til að undirbúa málið, hugmyndir vakna að bjóða Austur-Skaftafellssýslu að gerast meðkaupendur. I bréfi Guðmundar landlæknis koma áhyggjur hans berlega í ljós, hann minnir dómsmálaráðuneytið á að Aust- firðingafjórðungur hafi þolað þyngri búsifjar af völdum berklaveikinnar en nokkur annar fjórðungur landsins. Hann hefur líka oft verið hafður út undan. Biður hann um að ráðuneytið láti þetta ganga til fjárveitinganefndar og áætlar að ekki þurfi nema 6.000 kr. af fjár- lögum til að hrinda þessu nytsemdar fyrirtæki af stað. Og fimm mánuðum síðar getur hann tilkynnt ráðuneytinu að Alþingi hafi veitt um- beðnar 6.000 kr. til að leigja franska spítalann á Fáskrúðsfirði og að hann hafi lagt fram og hafi í höndunum leigutilboð frá eigendum spítalans. Sé leigan 400 kr. á mánuði eða 4.800 kr. á ári, sem sé mjög lágt að hans dómi. Þeir Guðmundur koma sér saman um að lækn- isþjónusta falli undir héraðslækninn og muni Georg þurfa að dvelja um skeið á Vífilsstöðum til að kynna sér lækningar berklaveikra. Reikn- ingshald og rekstur treystir Georg sér til að hafa á hendi, enda hafi hann rekið spítalann, en þó þurfi héraðslæknirinn að fá styrk til að hafa að- stoðarmann.Til að þetta gæti komið að notum þurfi að fá góða hjúkrunarkonu og hagsýna for- stöðukonu. Enda koma þá ekki lengur franskar hjúkrunarkonur. En Georg telur rétt að land- læknir snúi sér beint til franska ræðismannsins í Reykjavík, enda verði þetta þá af eigendunum borið undir hann og hann mæli með því að leigt verði. „Skyldi það gleðja mig innilega ef þetta kæmist í framkvæmd. Mér sárnar að sjá þennan ágæta spítala standa ónotaðan ár eftir ár, þar sem þörfin er eins mikil og hörgull á góðum sjúkra- húsum eins og á þessu landi,“ skrifar Georg. Courmont konsúll skrifar snarlega til Frakklands og er ekki að sjá annað en að málið sé í höfn þegar landlæknir skrifar dómsmálaráðuneytinu bréf, enda hafði málið ekki mætt neinni mót- spyrnu í þinginu og í neðri deild skýrt tekið fram að deildin vilji að stjórnin taki sjúkrahúsið til reksturs þegar á því ári.Taldi þó að fjárveitingin 6.000 kr. myndi að líkindum reynast of lítil, en setti það ekki fyrir sig. 17

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.