Franskir dagar - 01.07.2014, Side 22

Franskir dagar - 01.07.2014, Side 22
nUUlMtDAGAR ~ LC JOUKrmnCAS Texti: Bergdís Ýr Guðmundsdóttir Myndir: Ur einkasafni Diwrn n DwnnEM Agrip af œvi Birnu Kristborgar Björnsdóttur; Ijósmóður og húsfreyju á Brimnesi Amma Birna er af þeirri kynslóð sem erfitt er að leita að á internetinu. Upp koma fjórar síður sem geta hennar ef leitað er að nafni hennar. Ein þeirra gerir grein fyrir legstað hennar í Kolfreyju- staðarkirkjugarði í Fáskrúðsfirði, tvær þeirra vitna í niðjatal og sú fjórða leiðir lesandann í minn- ingargrein sem rituð er um „afa bónda” eins og við systkinin kölluðum hann eða Þorgeir, upp- eldisbróður ömmu og bónda á Brimnesi I. Upp- lýsingar um ævistarf ömmu Birnu, afrek, búsetu og fleira í þeim dúr er því dulið þeim sem vilja nýta sér nýjustu tækni til þess að fá upplýsingar um kjarnakonuna Birnu á Brimnesi. Við upp- lýsingaöflun fyrir þessi skrif þurfti ég því að leita á önnur mið en á internetið til að fá frekari heim- ildir. Frændgarður og samferðafólk ömmu Birnu var meira en fúst til að leggja sitt af mörkum við að leyfa mér að „kynnast”henni betur svo ég gæti skrifað um hana þetta litla ágrip. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir! Birna Kristborg Björnsdóttir, fæddist 11. sept- ember árið 1924 að Felli í Breiðdal þar sem fjöl- skyldan bjó í torfbæ við mikla fátækt. Foreldrar Birna við Ijósmóðurstörf í Hafhamesi. 22 Birnu voru Árni Björn Guðmundsson bóndi og Guðlaug Þorgrímsdóttir ljósmóðir en Arni var látinn þegar Birna fæddist. Amma var skírð Birna í höfuðið á foður sínum og nafnið Krist- borg er talið vera í höfuðið á fyrri heitkonu hans. Fjögurra vikna gömul var hún tekin í fóstur af móðurbróður sínum og konu hans, Guðmundi Þorgrímssyni og Sólveigu Eiríksdóttur á Brim- nesi í Fáskrúðsfirði, sem enn voru barnlaus þá 32 ára gömul. Á þeim tíma sem um ræðir var algengt að börn væru tekin í fóstur, m.a. vegna fátæktar. Að þessari fyrstu ferð Birnu var þannig staðið að um hana var búið í þar til gerðum kassa sem síðan var vandlega bundinn um herðar Stefáns föðurbróður hennar. Þannig var hún reidd yfir Reyndalsheiði frá Felli að Brimnesi. Sólveig og Guðmundur eignuðust sjálf fimm börn og tóku að sér eitt fósturbarn, auk Birnu. Systkinahópur fósturbarnanna Birnu og Alberts Stefánssonar frá Skálavík varð því stór og samanstóð af eftir- töldum í aldursröð: Guðrúnu, Þorgeiri, Ehnu, Sigurlaugu og Eiríki Guðmundsbörnum. Birna lést þann 27. janúar árið 1992, þá 68 ára gömul. Hún lét eftir sig tvö uppkomin börn, þau Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðmund Þor- grímsson. Jóhanna bjó með Birnu á Brimnesi I er hún lést en Guðmundur hafði flutt að Búðum og bjó þar með þáverandi konu sinni og börnum. Þegar Birna lést átti hún þrjú barnabörn en enn áttu eftir að koma í heiminn fjögur til viðbótar. Einstæð móðir tveggja barna Birna ólst sem áður segir upp hjá fósturforeldrum sínum á Brimnesi I. Hún flutti að heiman sem ung stúlka því hún bjó með Guðrúnu systur sinni í Reykjavík innan við tvítugt og vann þá á Hótel Borg við þjónustustörf. Síðar vann hún á Höfn í Hornafirði í mötuneyti fyrir áhafnir báta. A Höfn kynntist hún Magnúsi Marteinssyni sjómanni og felldu þau hugi saman. Saman eignuðust Birna og Magnús stúlkuna Jóhönnu árið 1944, sama ár og Birna varð tvítug. Birna og Magnús voru par fram yfir fæðingu Jóhönnu, hún fæddist á Norðfirði og dvaldi Birna með nýfæddu stúlkuna í einhvern tíma hjá foreldrum Magnúsar sem vom búsettir þar. Birna veiktist af rauðum hundum á meðgöngunni sem varð til þess að stúlkan fædd- ist með þroskaskerðingu. Bima og Magnús hófu að byggja hús á Norðfirði fyrir litlu fjölskylduna, en Bima nýútskrifuð Ijósmóðir, 29 áragömul. íhaust eru liðin 90 ár fráfeðingu hennar. þau fluttu aldrei inn þar sem Bima og Magnús slitu fljótlega samvistum eftir fæðingu stúlkunnar og Birna varð einstæð móðir. Hún flutti með dóttur sína að Búðum og bjó þar í skamman tíma áður en hún flutti á ný að Brimnesi I. Birna eignaðist sitt annað barn árið 1956,32 ára gömul. Þá vann hún í mötuneyti kennara við Grunnskólann á Búðum samhliða ljósmóð- urstörfum. Þar kynntist hún seinni barnsföður sínum, Pétri Sumarliðasyni, sem var skólastjóri við skólann á árunum 1955-1957. Pétur uppfyllti að sögn Birnu „draum hennar um að eignast heilbrigt barn“. Segja má að kynni þeirra hafi verið forboðin, vegna þess að Pétur var giftur maður sem átti fjölskyldu í höfuðborginni. Birna eignaðist dreng og var þar með orðin tveggja barna einstæð móðir. Drenginn ætlaði hún að skíra Guðmund Inga en af heiðri við uppeldis- föður sinn skírði hún drenginn Guðmund Þor- grímsson, en hann bar upp þá bón við Birnu

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.