Franskir dagar - 01.07.2014, Page 24

Franskir dagar - 01.07.2014, Page 24
FWKiiimGm °° lö jouiö mnncnii Húsfreyjan Bima á Brimnesi. Almennt var það svo að stelpurnar sáu um heim- ilisverkin með Birnu og Jóhönnu dóttur hennar og strákarnir sinntu bústörfum með Þorgeiri og Albert. Birna kenndi stúlkunum öll helstu húsverk m.a. að þrífa hátt og lágt. Margar þeirra fundu fyrir stolti yfir því að vera treyst fyrir þrifunum á þessu stóra heimili því Birna gerði kröfur um að verkin væru vel unnin. Almennt sáu drengirnir um að aðstoða í fjósinu og fjárhúsinu en flest börnin tóku þátt í heyskap og tilfallandi verkum tengdum honum. Metta þurfti marga munna á heimilinu og sá Birna um eldamennskuna, þó með aðstoð Guðmundur, Jóhanna og Bima. stúlknanna sem unnu innandyra. Uppvask eftir hverja máltíð var mikið og undirbúningur fyrir næstu máltíð tók strax við samhliða því. Hún var útsjónarsöm og hagsýn varðandi matartilbúning og eldaði góðan mat. Þrátt fyrir að vera nýtin við matargerð sparaði Birna þó ekki sítrónudropana þegar hún bakaði jólaköku og þá lagði sítrónu- ilminn yfir hlaðið og inn að Brimnesi II. Hún 24 bakaði mikið af gómsætum brauðum og bakkelsi og frystikistan var jafnan full af kræsingum sem hún týndi til með kaffinu. Afar gestkvæmt var á Brimnesi og gestir nutu góðs af myndarskap húsfreyjunnar í bakstri. Birna var að vissum hætti á undan sinni samtíð hvað hreinlætis- og öryggismál varðar. Hún lagði á það mikla áherslu við heimilismenn að sinna hreinlæti og setti skýrar reglur um handþvott. Hún hélt oft uppi varnarorðum varðandi sýkla og bakteríur í umhverfinu og tengdi það störfum þeirra á bænum. Einnig lagði hún mikla áherslu á öryggismál við störfin í sveitinni, bæði við full- orðna og börn. Á þessum tíma var minni áhersla á öryggisþætti við bústörf en þekkist í dag en Birna var vakandi fyrir þeim og fræddi börnin um hinar ýmsu hættur við vinnuna og lagði áherslu við hina fullorðnu að gæta að öryggi við bústörfin. Hún hélt áminningum um þessi atriði til streitu alla sína tíð á Brimnesi þrátt fyrir að það hafi eflaust verið ansi leiði- gjarnt fyrir þá sem á hlýddu. Birna hafði sterkan pers- ónuleika. Hún var í minn- ingu flestra alltaf kát og létt í lund, hló mikið og flissaði. Þó er ekki ólíklegt að hún hafi átt við depurðartímabil að stríða samkvæmt þeim sem best þekktu til hennar, án þess þó að það hafi borið á því út á við. Birna var skapstór og ákveðin og gat gert skoðunum sínum góð skil ef hún taldi á því þörf, en var alls ekki langrækin svo þó að hún brýndi raustina við einhvern þá sat það ekki lengi í henni. Birna var mikil söng- kona og hafði sterka rödd, kunni mikið af textum og söng mjög oft við vinnu sína ásamt því að syngja í kirkjukórnum. Hún hafði gott tóneyra og var fljót að kalla innan úr eldhúsi til að leiðrétta börn sem hjá henni dvöldu ef þau slóu feilnótu á píanóið. Hún spilaði gjarnan plötur í plötuspilaranum og hélt mikið upp á plötu með jóðli, og margir minnast þess þegar hún jóðlaði með miklum tilþrifum! Henni fannst gaman að dansa og steig oft nokkur dansspor á eldhúsgólfinu á Brimnesi við heimilismenn, oft sam- hhða söng eða jóðli. Birna var mjög félagslynd og sótti í að fara og létta sér upp. Hún fór oft á böU bæði á Búðum og í nær- sveitum, sérstaklega á sínum yngri ámm og fannst mjög gaman að skemmta sér og að dansa. Hún var sönn og góð vinkona sem ræktaði vinabönd sín af heilindum. Samhliða margvíslegum hlut- verkum sínum sinnti Birna félagsstörfum af elju, var lengi í sóknarnefnd Kolfreyjustaðarprestakalls ásamt því að vera í kvenfélaginu. Einnig var hún afar trúuð, bað til Guðs daglega og faldi honum örlög sín.Trúin leiddi Birnu í gegnum þá erfið- leika sem hún tókst á við í lífi og starfi og hún lagði mikla áherslu á það við börnin sín og aðra að iðka trúna. Birna átti við mikil veikindi að stríða. Hún var illa haldin af Psoriasis húðsjúkdómi, sem hefur eflaust gert henni ljósmóðurstarfið erfiðara en ella vegna ertingar sem hlýst af stöðugri sótthreinsun. Lyktin af tjömkreminu sem hún bar á blettina á húðinni er mörgum sem dvöldu á Brimnesi ofarlega í minni, en hún fékk stóra Psoriasisbletti sem blæddi oft úr. Einnig var hún með Psoriasis- og/eða liðagigt sem orsakaði mikla verki í líkama hennar. Hún tókst á við verkina af sh'ku æðmleysi að óvíst er hvort samferðafólk hennar hafi gert sér að fidlu ljóst hversu mikið þeir háðu henni, slíkur var einbeittur hugur hennar á að sinna sínum verkum í vinnu og á heimili. Eftir mikið vinnuálag kom fyrir að Birna var rúmliggjandi af verkjum í einhverja daga. Auk þessara veikinda var Birna með hjartasjúkdóm sem hafði háð henni nokkuð og varð hennar banamein. Þær eru ófáar konurnar sem bera nafn Birnu heitinnar á Brimnesi, henni til heiðurs. Ymist em það konur sem hún tók á móti við fæðingu, dætur kvenna sem Birna hafði áhrif á í æsku eða konur sem eru tengdar Birnu ættarböndum. Birna var heiðruð fyrir störf sín af stjórn heilsu- gæslustöðvanna á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði aðeins um sólarhring áður en hún féll frá. Við það tilefni fékk hún afhenta styttuna Móðurást að gjöf sem Jóhanna dóttir hennar hefur geymt hjá sér í minningu hennar. Birna var stolt af ævistarfi sínu og var ljósmóðir umfram önnur hlutverk í h'finu. Því var það mikið lán að störf hennar hafi hlotið viðurkenningu áður en hún kvaddi þennan heim. Það erpyngra en tárum taki fyrir mig, barnabarn Birnu, að hafa misst afþvíað kynnast henni betur. Súfagmennska sem orðstír hennar sem Ijósmóðir ber með sér gerir mig stolta af því að vera sonardóttir hennar. Eflaust hefur lifsbaráttan verið henni erfið á köflum, en Ijóst er að hún hefur þrátt fyrir það náð að nýta styrkleika sína tilþess að miðla og hafa áhrif á lif eins margra og raun ber vitni. B/essuð sé minning hennar. Hjónin á Brimnesi með börnum stnum og fósturbömum. Aftari röð f.v. Guðrún, Sigurlaug, Eltn og Bima. Fremri röðf.v. Eiríkur, Guðmundur, Sólveig og Þorgeir. Ámyndina vantar Albert Stefánsson.

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.