Franskir dagar - 01.07.2014, Side 32
rmntDMit ~ mjouitsritnncras
Davíðsson og Páll Þorsteinsson fyrir hönd Þjóð-
kirkjusafnaðar samkomulag við fríkirkjusöfnuð
þar sem í forsvari voru þeir Gísli Högnason,
Georg Georgsson og Sveinn Benediktsson. Sam-
komulagið er tíundað í mörgum liðum og undir-
ritað af þessum ábyrgðarmönnum. Það virðist
síðan sem öll umræða og áform um fríkirkju-
söfnuðinn hafi lognast út af og ekki er frekar
minnst á hann í Gjörðarbókinni. Má þó ætla að
verr hefði gengið að klára kirkjubygginguna ef
ekki hefði náðst samkomulag milli þessará tveggja
aðila á umrótartíma í söfnuðinum.
Hundrað ár ffá byggingu Búðakirkju
A hundrað árum hefirr kirkja og söfnuður átt
samleið og misjöfn tímabil í blíðu og stríðu dag-
anna. Margt má nefna bæði skemmtilegt og
miður, þannig er því einfaldlega farið í tilverunni.
Eitt af umræðuefnum nýrrar sóknar var messu-
tíminn, sem hefur verið nokkuð fastur í hugum
okkar, hinn hefðbundni kl.14 tími sunnudagsins.
En viti menn, hinn nýi söfnuður fól sóknarnefnd
að rita kirkjustjórninni bréf og „óska eftirpvíað
guðspjónustur mættu fara fram kl. 1 e.h. istaðpess
að hefjast kl.12 íhádegi“. Allt er breytingum háð,
líka messutími!
Steinsteypta kirkjuhúsið átti samkvæmt mati
manna að vera viðhaldsléttara en timburhús en
reyndist engu að síður þungt í viðhaldi. Fram
kemur í skoðunarferð prófasts strax árið 1926
að kirkjan var farin að láta á sjá og skemmast af
vatnsleka, þó hún væri enn vanbúin af munum.
Orgel, það sem Kvenfélagið gaf, var orðið skemmt
og þurfti að flytja það suður til viðgerðar, fui
var verulegur í gólfi og súlur og turn í slæmu
ástandi. Tíu árum síðar höfðu loks verið gerðar
miklar úrbætur, kirkjan raflýst og altaristaflan
eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal komin í
kirkjuna sennilega rétt fyrir 1930. Tekið var lán
til að gera við rakaskemmdir, kirkjan öll máluð að
innan, en það var ekki fyrr en 1941 sem hún var
loksins máluð öll að utan og innan. Samt vantaði
enn upp á og árið 1956 varð talsvert tjón á henni
í ofviðri og árið eftir var hún lagfærð, auk þess
sem byggður var kyndiklefi við austurstafn, raf-
magnslofthitun komið fyrir og þau hjónin Gréta
ogjón Björnsson skrautmáluðu hana að innan.
Þegar hér er komið sögu hafði nýr prestur tekið
við söfnuðinum, en eftir kjörfund þann 17. apríl
1955 var ljóst að góða kosningu hlaut cand.theol
Þorleifur Kjartan Kristmundsson, aðrir umsækj-
endur voru þeir Róbert Jack og Sverrir Haralds-
son. Sr. Þorleifur átti líkt og sr. Haraldur farsæla
áramga langa þjónustu við kirkjuna, en áfram
komu samt misjöfn tímabil og árferði eins og
lesa má í biskupsvísitasíum 1977 og 1988. í fyrri
vísitasíu er loks getið um rafmagnshitun í stað
olíukyndingar og þá var kyndiklefanum breytt
í líkhús í eigu kirkjugarðsins. Tíu árum síðar
er það helst tilgreint að kirkjan hafi verið þétt,
íspóefni sett á útveggina og nýjar tröppur steyptar
framan við húsið. Kvenfélagið Keðjan hafði
ekki látið sitt eftir liggja og á jólafundi sínum
1955 samþykktu þær að gefa til kirkjunnar 3000
krónur til að girða og rækta lóð umhverfis hana
og var gjöfin færð með eftirfarandi sálmaversi
eftir Helga Hálfdánarson:
Myndefnifallegu altaristöflunnar er sktmarguðsfjallið: »Leyfið bömunum að koma til mtn og vamið peirn eigi, pvt slikra er Guðs
nki. (Mark.lO. 13-16). Þetta olíumálverk vargefið kirkjunni um 1930 og er önnur tveggja altaristaflna eftir GuðmundEinarsson frá
Miðdal. Erþess getið t vísitasiu prófasts fráþessum ttma að hún se' vönduð og haf i verið dýr, kostað 1300 krónur.
32
A kirkjuloftinu má sjá orgelið sem Björgvin Tómasson smiðaði og var vígt á aðventu 1989. Við h/ið pess er rýmifýrir kórfólkið og aftan
viðþað er rafmagnstýringfyrir rafdrifhu kirkjuklukkurnarþrjár sem Kaupfélagið gaf á sjómannadaginn 1980. Fjórða kirkjuklukkan er
skipsklukka með áletruninni: STERLING1890, en Elísabet Wathnefrá Seyðisfirðigaf kirkjunni klukkuna íkringum 1924.
Kirkjan vígð
Uppstigningardag, þann 13. maí 1915, var
kirkjan vígð, en ekki er greint frá því hvernig
vígsluathöfnin sjálf fór fram. I vísitasíu prófasts,
séra Jóns Guðmundssonar, síðsumars, kemur
fram að kirkjan sé ekki fullgerð, aðeins grunn-
máluð og flest af munum vanti í hana utan orgels
og messuskrúða. Fjárhagur var áfram mjög
naumur þó kirkjugjöld væru hækkuð og sam-
komulag gert við fríkirkjusöfnuð eins og fram
kemur í heilmikilli fundargerð frá 23. október
1915. Þar ábyrgjast þeir Björn Daníelsson, Jón
í