Franskir dagar - 01.07.2014, Síða 40
rwucKiRDnom ~ usjouBrnnncnis
Texti: Berglind ósk Agnarsdóttir
Myndir: Ymsir
<^x >ocx
SLMVMnfiDEILDm
»Þœr skemmtu sér við samtöl og kaffidrykkju" (úrfundargerð 1944)
Þessi mynder tekin á nýársdag 1976. Neðri röðfrá vinstri: OddnýJónsdóttir ritari, Sigrún Sigurðardóttir
formaður og Lára Hjartardóttir gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Alberta Sigurjónsdóttir meðstjómandi,
Sóley Sigursveinsdóttir varaformaður og Sigrtður Jónsdóttir meðstjómandi.
Slysavarnadeildin Hafdís var stofnuð á Fá-
skrúðsfirði 25. apríl 1935 og mun því fagna 80
ára afinæli á næsta ári. Hefur lífsganga þessa
félagsskapar einkennst af dugnaði, samhug og
ósérhlífiii allar götur síðan. Enn þann dag í dag
vinna ötular félagskonur í Hafdísi að bættum
slysavörnum og bættu samfélagi.
Slysavarnadeildin Hafdís var stofnuð með það
að leiðarljósi að vinna að forvörnum gegn slysum
til sjós því að í upphafsgöngu Slysavarnarfélags
íslands (stofnað 1928) laut aðal markmiðið að
sjómönnum og þeirra aðbúnaði. Þá voru slys til
sjós algeng og oftar en ekki mannskæð. Fljótlega
kom þó fram vilji og áhugi fyrir því að nota krafta
og fjármuni deildarinnar til að bæta samfélagið
í heild sinni, styrkja það og efla með margvís-
legum hætti.
Stofnfundur Slysavarnadeildarinnar Hafdísar var
haldinn í Alfheimum, sem er núna íbúðarhúsið
að Skólavegi 71, en var árið 1935 félagsheimili
stúkunnar Eldingar, 25. apríl 1935 og mættu 42
konur á fundinn. Fyrsti formaður deildarinnar
var kjörin Rósa Þorsteinsdóttir. Á næsta fimdi
var deildinni gefið nafnið Hafdís. Strax var farið
að velta vöngum yfir fjáröflunarleiðum, því að
víða var peninga þörf. Vangaveltur sem þessar eru
enn í fúllu gildi. I gegnum áratugina hafa fjár-
öflunarleiðir félagskvenna Slysavarnadeildarinnar
Hafdísar einkennst afmiklu hugmyndaauðgi og
á stundum frumleika.
Allar fimdargerðabækur deildarinnar eru til og í
þeim felst mikill auður. Þar er að sjálfsögðu hægt
að lesa um allt starf deildarinnar en þar er líka að
finna svo mikla samtímasögu. Hægt er að lesa
um ástandið í atvinnumálum, félagsmálum og
almennt um tíðaranda hvers tíma. Þá má líka
sjá á þessum bókum hvernig tungumálið hefur
þróast og breyst t.a.m. nota þær orðið „fjelagið”
óspart þegar vísað er til Slysavarnadeildarinnar
Hafdísar. Þá nota þær orðið „árstillag” þegar
þær vísa í það sem við í dag myndum kafla ár-
40
gjald eða félagsgjald.
Og svona mætti lengi
telja. Þá má gjarnan
minnast á flámælsk-
una sem kemur
glögglega fram, sér í
lagi hjá einum ritara
deildarinnar sem
ritaði fimdargerðir í
u.þ.b. 16 ár frá árinu
1946. Hún skrifar
„Slesavarnardeild”
„belaður” og kon-
urnar tóku í „spel”.
Þessi ritari dró fall -
ega til stafs, ritaði
greinagóðar og skýrar
fundargerðir en var
flámælskan svo töm
að hún kom fram í
riti.
Þá má hrósa öllum
þeim ritumm sem hafa án undantekninga skrifað
góðar fundargerðir, því eins og svo margt annað,
verða þær dýrmætari eftir því sem tíminn líður
og þá eru smáatriðin og nákvæmnin mikilvæg.
Til dæmis höfðu ritarar deildarinnar lengi vel
þann háttinn á að þær skrifuðu upp í fundar-
gerðabók öll bréf sem deildinni bámst. Þannig
er hægt að lesa bréf frá Slysavarnafélagi íslands
til deildarinnar 79 ár aftur í tímann.
Félagskonur Hafdísar hafa verið duglegar að
halda fundi. I byrjun vom fundir haldnir ýmist
í Alfheimum, eða í heimahúsum og er gaman
að mörg þeirra húsa sem nefnd em í gömlum
fimdargerðabókum standa enn þó að önnur séu
horfin. Má nefna hús sem enn standa sem hýstu
fundi Hafdísar eins og Ásgarður, Ásbrú, Valhöll,
Templarinn og Kaupvangur. Húsfreyjur þessa
húsa vom félagskonur og buðu heimili sín undir
fundi þar til að þeim bauðst að halda fundi í
Barnaskólanum. Um margra ára skeið vom fundir
svo haldnir í Skrúði og nú hin síðari ár í húsnæði
sem félagið á ásamt Björgunarsveitinni Geisla
og Rauða kross deild Fáskrúðsfjarðar að Óseyri.
Hefðbundin fundarsköp hafa ávallt verið viðhöfð
á fundum Hafdísar, þ.e. fundarstjóri stjórnar
fundinum, konur óska eftir því að taka til máls
og bera fram tillögur að starfi o.s. frv. en í þessu
má líka sjá þróun. I árdaga deildarinnar sungu
félagskonur gjarnan sálm í upphafi eða enda
funda, og í fundargerðum er tekið fram hvaða
sálmar urðu fyrir valinu. Þá sungu þær gjarnan
sálm ef dauðaslys hafði orðið eða félagskona látist.
Enn þann dag í dag sýna félagskonur Hafdísar
látnum virðingu sína með því að rísa á fætur á
fundum og lúta höfði.
Þá vildu félagskonur gjarnan hafa eitthvað í lok
fúnda til þess að skemmta sér yfir. Leiða má
h'kum að því að á fyrri hluta síðustu aldar hafi
húsfreyjur á Fáskrúðsfirði ekki tekið mikinn tíma
í mas og skemmtun þannig að þegar þær fóm að
heiman var upplagt að sitja fyrst fúnd og síðan að
skemmta sér. Skemmtunin sem í boði var segir