Reykjanes - 22.04.2015, Side 2

Reykjanes - 22.04.2015, Side 2
2 22. Apríl 2015 REYKJANES 8. TBL.  5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta.ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is REYKJANES ER DREIFT Í 8.000 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Á REYKJANESI. Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk­ ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Margir hafa örugglega staðið í þeirri trú að topparnir í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefðu ágætis laun og mun betri en margar aðrar stéttir. Hinn venjulegi Íslendingur stendur í þeirri trú að fók fái greidd laun fyrir að mæta í vinnuna og sinna sínu starfi af samviskusemi. Auðvitað er það eðliegt að borguð sé góð laun fyrir ábyrgðarmiklar stöður. En hvers vegna er það ekki nóg? Hvers vegna þurfa bankatoppar og toppar í fjármálageiranum að fá sérstakar bónusgreiðslur ef þeir sinna sínu starfi. Við munum að á hinum svokölluðu góðærisárum voru menn á svimandi háuum launum í þessum geira og fengu svo himinháar bónusgreiðslu til viðbótar. Starfslokasamningar voru gerðir uppá tugi milljóna. Frægt er dæmið um bankatoppmanninn sem fékk 300 milljónuir króna í greiðslu fyrir að þiggja starfið. Öll vitum við hvernig fór. Allt hrundi þrátt fyrir allar bónusgreiðslurnar. Nú virðist það vera aðalatriðið hjá sumum að hefja leikinn á ný. Menn tala um að nausðynlegt sé að taka upp bónusgreiðslur sem nemi allt að 200% á árslaunin. Rökin eru þau að íslenskir toppar í fjármálakerfinu séu svo eftirsóttir erlendis að til þess að þeir haldist á Íslandi verði þeir að fá launin sín tvö eða þrefölduð. Þeir sem halda þessu fram hljóta að hafa alveg einstakan húmor eða vera í allt öðrum heimi heldur en stærsti hluti þjóðarinnar. Fjármálaráðherra segist sýna mikla hógværð og það sé þrengstu reglur sem hægt sé að hugsa sér að heimila 25% bónusgreiðslur til bankatoppa. Hvers vegna? Leiðarahöfundur er sammála Karli Garðarssyni þingmanni og Flokks- þingi Framsóknarflokksins að það eigi að banna með öllu svona bónusgreislur. Látum það eiga sig að hefja ballið á nýjan leik. Þurfum við átta háskóla? Allir eru sammála að menntun sé af hinu góða. En það hlýtur að mega setja stórt spurningamerki við það hvort 320 þúsund manna þjóð geti staðið undir því að reka átta háskóla í landinu. Hvað kostar öll sú yfirbygging? Það eru til peningar til að hækka lægstu launin. Forystumenn atvinnulífsins og sumir stjórnmálamenn taka undir að það gangi ekki að hækka lægstu launin uppí 300 þúsund á mánuði. Þá muni allt fara á hliðina í þjóðfélaginu. Verðbógudraugurinn vakni og óðaverðbólga verði í landinu. Laun geti ekki hækkað um meira en 3,5%. Hvernig geta svo sömu aðilar setið og ákveðið að hækka stjórnarlaun í fyrirtækinu sínu um 33,3% á einu bretti úr 150 þúsund krónum á mánuði í 200 þúsund krónur. Laun stjórnarformanns hækka úr 300 þús króna á mánuði í 400 þús krónur. Laun formannsins hækka um 100 þús. meira heldur en krafan er að lægstu launin hækki og þar er talað um á þremur árum. Heita má samt öruggt að formaðurinn sé í fullu starfi annars staðar á þokkalegum launum. Fyrirtækið HB Grandi sem hér er um að ræða hefur grætt vel á síðustu árum. Auðvitað er það af hinu góðu að hagnaður sé til staðar, en er það ekki starfs- fólkið sem skapar þennan gróða með sínu vinnuframlagi. Nýlega bárust þær fréttir að HB Grandi greiddi hluthöfum 2,7 milljarða í arð. Auðvitað er það siðlaust með öllu að hækka stjórnarlaun um 33,3% og greiða hluthöfum 2,7 milljón krónur í arð á sama tíma og þeim lægst launuðu eru boðin 3,5% í kauphækkun. Það sýnir sig vel að þetta umrædda fyrirtæki færi létt með það að hækka lægstu launin í 300 þúsund á mánuði. Sömu sögu er örugglega hægt að segja um mörg önnur fyrirtæki. Sigurður Jónsson, ritstjóri Leiðari Er ballið að byrja á nýjan leik ? Reykjanes kemur næst út fimmtudaginn 7. maí 2015.NÆSTA BLAÐ Grindavík: Gerð verði sérstök aðgerðaráætlun Á fundi bæjarráðs Grindavíkur 7. apríl s. l var ræðð um hlut-fall ófaglærðra á Leikskól- anum Laut Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri fé- lagsþjónustu-og fræðslusviðs kynnti málið. Fræðslunefnd hefur fjallað um hlut- fall leikskólakennara af þeim stöðu- gildum sem sinna kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólanum Laut og leggur til við bæjarráð að gerð verði sérstök aðgerðaráætlun til að bregð- ast við aðstæðunum. Jafnframt leggur nefndin til að skólastjóra verði heimilt að auka stjórnunarhlutfall aðstoðar- leikskólastjóra í 100% tímabundið til loka skólaársins. Óskað er eftir viðauka við fjárhags- áætlun Leikskólans Lautar sem nemur kr. 1.400.000 á launalið og kr. 350.000 vegna launatengdra gjalda. Bæjarráð samþykkir að heim- ilt verði að auka stjórnunarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra til áramóta og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjár- hagsáætlun ársins 2015 að fjárhæð 1.750.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. Jafnframt felur bæj- arráð stjórnendum leikskólans Lautar að vinna tillögu að aðgerðaáætlun sem hafi það að markmiði að auka hlutfall leikskólakennara við Leik- skólann Laut. Tillagan verði lögð fyrir fræðslunefnd fyrir júnífund nefndarinnar. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hafa gert með sér samning um Sóknaráætlun Suðurnesja sem gildir frá árinu 2015 til 2019. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppn- ishæfni landshlutans. Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Með samningi þessum verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi styrkveitinga. Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum hefur veitt styrki til menningarmála í gegnum Menningarsamning Suðurnesja og til þróunar- og nýsköpunarverkefna í gegnum Vaxtarsamning Suðurnesja. Báðir þessir sjóðir eru nú sam- einaðir í einn styrktarsjóð sem nú heitir Uppbyggingarsjóður Suðurnesja. Uppbyggingarsjóður er samkeppn- issjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköp- unarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun lands- hlutans. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja mun auglýsa eftir styrkhæfum verk- efnum þann 16. apríl nk. og verður umsóknarfrestur til 30. apríl 2015. Umsóknareyðublöð ásamt öðrum gögnum sem umsækjendur þurfa á að halda við ritum umsóknar verða aðgengileg á vef sambandsins www. sss.is næstu daga. Hugmyndir um fegrun Hafnargötu Á fundi Umhverfis-og skipulags-ráðs Reykjanesbæjar 8. apríl s.l. kynnti framkvæmdarstjóri k stöðu mála í framtíðarsýn þ. á. m stöðu mála á Hafnargötu Framkvæmdastjóra falið að koma með kostnaðargreiningu á framkomnum hugmyndum um fegrun Hafnargötunnar á næsta fund ráðsins. Molafréttir úr Garðinum Gaman að lesa Molafréttir Magnúsar Stefánssonar bæjarstjór í Garði á heimasíðu sveitarfélagsins, en þær birtast alla föstudaga. Við litum á nokkra molapunkta síðasta föstudag. Það er ljóst af samskiptum við skólabörn í Garði, hvort sem er í Gerðaskóla eða Gefnarborg, að framtíðin er björt. Börnin taka virkan þátt og stunda nám og starf af miklum áhuga. Ein af forsendum þess er að sjálfsögðu gott framlag starfsfólks skólanna, sem bera uppi skólastarfið af áhuga og alúð. Fyrir þetta allt ber að þakka. Sveitarfélagið og Ægir hafa átt gott sam- starf í langan tíma, enda er öflug og vel búin björgunarsveit mikilvæg í okkar samfélagi. Fjölmörg dæmi sanna það. Það er í raun ótrúlegt hvað við eigum öflugar björgunar-og hjálparsveitir í landinu, sem byggjast nánast alfarið á sjálfboða- liðastarfi fjölmargra einstaklinga sem þær skipa. Í samstarfssamningnum við Ægir felast m.a. ýmis verkefni sem Ægir tekur að sér að sinna fyrir sveitarfélagið og í sveitarfélaginu, en sveitarfélagið leggur Ægi til fjármagn til starfseminnar. Sem gamall björgunarsveitarmaður er bæjarstjórinn ánægður með gott samstarf við Björgunarsveitina Ægir í Garði. Í liði Víðis í dag eru leikmenn sem eru afkomendur gamalla kempa úr Víði, víst er að þeir vilja ekki vera eftirbátar þeirra sem gerðu garðinn frægan með Víði hér áður fyrr. Það er mikill metnaður í fé- laginu, meðal leikmanna og ekki síður hjá þeim sem bera félagsstarfið uppi með miklum myndarbrag. Garðbúar hvetja leikmenn Víðis til glæsilegra dáða á kom- andi leiktíð ! Markmiðið er að auðvelda íbúum sveitar- félaganna vorverkin og koma frá sér alls kyns úrgangi. Með samstilltu átaki allra munum við bæta ásýnd sveitarfélaganna og gera umhverfið snyrtilegra. Sveitar- félögin og Sorpeyðingarstöðin munu kynna verkefnið fyrir íbúunum með góðum fyrirvara.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.