Reykjanes - 22.04.2015, Page 9

Reykjanes - 22.04.2015, Page 9
22. Apríl 2015 9 Kemur vínið í versl- anir 1. september ? Enn og aftur virðist það ætla að ganga illa að Alþingi afgreiði frá sér tillögu um að heim- ila sölu áfengis í matvörubúðum. Reykjanes heyrði hljóðið í Vilhjálmi Árnasyni þingmanni. Hvenær kemur vínið í matvörubúðirnar eða sofnar tillagan áfengisdauða á þinginu? Nái frumvarpið fram að ganga þá er gert ráð fyrir því að þeir sem vilji selja áfengi, með takmörkunum, geti hafið sölu á áfengi 1. september hafið þeir fengið öll tilskilin leyfi. Frumvarpið bíður nú 2. umræðu af þrem. Við erum þó enn að afla frekari gagna sem við teljum að styrki þann málflutning sem við höfum haft um jákvæð áhrif málsins. Má þar nefna úttekt á fjár- hagslegum áhrifum á ríkissjóð. Við flutningsmenn frumvarpsins teljum að það séu umtalsverðir fjármunir sem ríkissjóður muni geta ráðstafað á annan hátt, til dæmis í heilbrigðis- þjónustu ef frumvarpið nái fram að ganga. Þar sem þetta er þingmanna- mál getur tekið lengri tíma að bíða eftir því að það komist á dagskrá en frumvörp ríkisstjórnarinnar eru í flestum tilfellum fyrr í röðinni. Þar sem þetta mál fjallar um vissa grund- vallarbreytingu og hefur fengið tölu- verða umfjöllun Alþingis finnst mér að það eigi að klára umræðuna og greiða atkvæði um frumvarpið, það er lýðræðislegt. Ég hef fulla trú á því að frumvarpið verði samþykkt í þeirri atkvæðagreiðslu. Ályktun um kjaramál á stjórn- arfundi LEB 14. apríl 2015 Landssamband eldri borgara tekur heilshugar undir kröfur verkalýðssamtaka um hækkun lágmarkslauna. Landssambandið krefst þess að lífeyrir almannatrygginga taki sömu hækkunum og lágmarkslaun sem samið verður um í næstu kjarasamn- ingum á almennum markaði og/eða hjá opinberum starfsmönnum. Við teljum að 300.000 kr lágmarkslaun á þremur árum sé ekki ofviða íslensku atvinnulífi og ekki til þess fallið að ógna þeim stöðugleika sem við viljum varð- veita. Það er ekki sanngjarnt að hinir lægst launuðu taki á sig ábyrgð á stöð- ugleika í verðlagi, en hærra launaðir aðilar ekki. Landssambandið hvetur aðila vinnumarkaðarins og stjórnvöld til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir verkföll, og semja sem fyrst í þeim viðræðum sem fram undan eru í kjaramálum Áskorun um byggingu nýs landsspítala Stjórnarfundur Landssambands eldri borgara haldinn 14. apríl skorar á stjórnvöld að standa við fyrri ákvörðun um byggingu landsspítala við Hringbraut. Allur sá undirbúningur sem hefur mið- ast við þá staðsetningu má ekki fara forgörðum. Þær byggingar sem fyrir eru á Hringbraut eru sumar það nýjar að eðlilegt er að þær séu í tengslum og nýtist við nýjan landsspítala. Má þar meðal annars nefna Barnaspítala Hringsins. Þó skiptar skoðanir hafi verið um staðsetningu hefur sú til- laga að byggja við Hringbraut notið meirihluta fylgis. Ljóst er að allar breytingar mundu seinka byggingu um all mörg ár. Það er óásættanlegt að svo fari. Með nýrri byggingu landsspít- ala við Hringbraut skapast möguleikar á að nýta núverandi Landsspítala í Fossvogi sem sérstaka miðstöð öldr- unarlækninga. Það væri verðugt hlut- verk fyrir þá byggingu þar sem ljóst er að með fyrirsjáanlegri fjölgun aldraðra er mjög æskilegt að hafa betri aðstöðu til öldrunarlækninga og rannsókna en nú er. Landssamband eldri borgara hvetur til þess að framkvæmdir verði hafnar sem allra fyrst. F.h. Landssambands eldri borgara Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður LEB Kolbrún Vídalín með sýningu Kolbrún Vídalín er listakona úr Sandgerði. Eiginmaður hennar er Jón Bjarni Pálsson sjómaður og saman eiga þau þrjú uppkomin börn og níu barnabörn. Kolbrún er Sand- gerðingum að góðu kunn því hún var forstöðukona í Miðhúsum í Sandgerði í 15 ár og hafði umsjón með félagsstarfi eldri borgara á staðnum. Undirrituð ber henni góða sögu. Hún bar mikla umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum og var óþreytandi að finna upp nýj- ungar og sem flest fyrir alla hópa. Það hafði verið draumur hennar lengi að fara í myndlistarnám og hafði hún alla tíð haft mikinn áhuga á öllu því sem tengist list og listsköpun. Þegar öll börnin þeirra Jóns höfðu lokið há- skólanámi fannst henna tímabært þó á sextugs aldri væri að láta draum sinn rætast og fara í myndlistarskóla. Árið 2010 ákvað hún að leigja sér íbúð á Akureyri og hefja eins árs for- nám í Myndlistarskóla Akureyrar. Eftir þetta eina ár fann hún að hana langaði til að halda áfram og hóf þriggja ára nám í Fagurlistum. Hún útskrifaðist vorið 2014. Maðurinn hennar hélt áfram á sjó en heimsótti skólastelpuna sína í fríum Þau héldu heimili sitt áfram í Sandgerði og voru þau því í einskonar fjarbúð sem gerði hjónabandið bara enn betra. Námið á Akureyri var öflugt og lærði hún margt þar bæði í listasögu og listsköpun. Hún kynntist mörgu frábæru fólki, kennurum skólans og nemendum og eignaðist góða vini meðal skólasystkina sinna. Þetta sagði Kolbrún hafa verið mikið ævintýri og henni lærðist að maður verður aldrei of seinn að láta drauma sína rætast. Síðasta veturinn lét hún sig hafa það að búa ein í 20 m2 bústað sem var hinu megin í Eyjafirðinum. Á morgnana gékk Kolbrún í svarta myrkri í gegnum skóg með vasaljós ca. 600 metra upp brekku í bílinn oft í miklum snjó og byl. Það var því mikið lagt á sig fyrir skólann. Námið gaf henna einnig það sjálftraust að halda áfram að þróa list sína og veitti það henni mikinn inn- blástur. Markmið hennar í gegnum lífið hefur ávallt verið að efla listsköpun í umhverfi sínu og hef hún verið dug- leg að sækja ýmisskonar námskeið og miðlað þekkingu sinni til annarra og með því vakið áhuga margra á listsköpun. Það þekki ég sem þetta rita. Hún veitti móður minni sem nú er látin mikla gleði síðustu ævi- árin hennar. Hún var óþreytandi við að segja eldra fólkinu til, hvort sem það var við málun, glerlist eða annað föndur. Hún hafði einstaka þolinmæði og mér fannst mikill missir af henni í starfinu í Miðhúsum. Þessa stundina er hún með vinnuað- stöðu í húsnæði gamla Kaupfélagsins í Sandgerði þar sem Listasmiðjan Ný Vídd er starfrækt og er starfssemin opin öllum sem vilja þangað sækja. Listastarfssemin þar er að eflast dag frá degi og eru ýmisskonar námskeið í gangi. Á Sumardaginn fyrsta mun Kolbrún halda einkasýningu á nýjustu verkum sínum sem eru innblásin af lokaverki hennar úr Myndlistarskóla Akureyrar. Sýningin verður í Norðurbryggju í Hörpu frá 23. -26. apríl n.k. Ég hvet ykkur til að skoða sýningu Kolbrúnar Vídalín. Silla E.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.