Reykjanes - 22.04.2015, Síða 15
54 | SÓKNARFÆRI
Bygging hótel og gistiheimila um
land allt hefur undanfarin misseri
verið í fullum gangi enda fjölgar
erlendum ferðamönnum ár frá ári.
Að sögn Birnu Ragnarsdóttur hjá
RB rúmum í Hafnarfirði hafa
starfsmenn fyrirtækisins staðið í
ströngu við að smíða rúm fyrir
gesti okkar Íslendinga og er ekkert
lát á.
„Hér hafa starfsmenn á stund-
um lagt nótt við dag en við höfum
eftir megni reynt að anna eftir-
spurninni. Hótelin rísa eitt af öðru
og við getum boðið sérsniðnar
lausnir og gríðarlega mikið úrval af
rúmum, dýnum og öllu því sem
þarf að vera í góðu svefnherbergi.
Auðvitað spyrjum við ekki við-
skiptavini okkar um þjóðerni; við
seljum rúm fyrir bæði Íslendinga
og útlendinga.“
Íslensk rúm
Æ fleiri eru þess meðvitaðir að
nauðsynlegt er að velja rúmin af
kostgæfni og þá sérstaklega dýn-
urnar. Úrvalið á markaðnum er
mikið og nær eingöngu um inn-
fluttar vörur að ræða nema hjá RB
rúmum þar sem íslensk framleiðsla
hefur verið í fyrirrúmi frá því
Ragnar Björnsson stofnaði fyrir-
tækið árið 1943.
„Við smíði bæði rúma og dýna
gerum við strangar kröfur til okkar
um gæði og endingu enda vitum
við að þá verða viðskiptavinirnir
ánægðir. Einnig sérhæfir fyrirtækið
sig í hönnun og bólstrun á rúm-
göflum, viðhaldi og viðgerðum á
springdýnum og eldri húsgögn-
um,“ segir Birna.
Fjórar tegundir dýna
Hjá RB rúmum er hægt að velja
um fjórar tegundir af springdýn-
um: RB venjulegar, Ull-deluxe,
Super-deluxe og Grand-deluxe.
Fjórir stífleikar eru í boði á allar
þessar tegundir; mjúk, medíum,
stíf og extrastíf – allt eftir óskum
hvers og eins. Fyrirtækið er eina
þjónustufyrirtækið á sínu sviði sem
býður endurhönnun á springdýn-
um eftir áralanga notkun.
rbrum.is
Framleiðsla og sala RB rúma fer fram að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði.
RB rúm fyrir
vel sofandi
ferðamenn!
Nýtt hjá ÍSRÖR
Pressuverkfæri og tengi fyrir hitaveitustálrör frá 1/2" til 2"
Allar upplýsingar fást hjá ÍSRÖR
Sími 565 1489 - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður - isror@isror.is - www.isror.is
Við Sundhöllina í Reykjavík eru
hafnar framkvæmdir við nýja úti-
sundlaug á grundvelli hönnunar-
samkeppni sem VA arkitektar
unnu á sínum tíma. Áætlað er að
framkvæmdum verði lokið vorið
2017. Þar verða meðal annars nýir
pottar, vaðlaug fyrir börn og nýtt
eimbað. Áætlað er að nýja mann-
virkið kosti um 1,2 milljarða króna
en að auki verður 250 milljónum
varið til endurbóta á eldri bygg-
ingu sem komin er til ára sinna,
hönnuð af Guðjóni Samúelssyni
arkitekt en hún var byggð á árun-
um 1929-1937.
Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir
25 metra langri útisundlaug, nýj-
um pottum, vaðlaug fyrir börn,
nýju eimbaði og annarri aðstöðu
sem þarf til að gera Sundhöllina að
alhliða heilsurækt fyrir almenning.
Miðað er við að byggja nýja bún-
ingsklefa kvenna og stækka bún-
ingsklefa karla, en gert er ráð fyrir
að gömlu búningsklefarnir verði
notaðir áfram, enda eru þeir frið-
aðir. Einnig er gert ráð fyrir að
gera þurfi lágmarksbreytingar á
hinu friðaða innra byrði hússins til
að tenging og samnýting eldri og
fyrirhugaðrar viðbyggingar verði
með sem bestu móti. Við Sundhöll Reykjavíkur verður byggð 25 metra útisundlaug ásamt nýjum
pottum, vaðlaug fyrir börn, nýju eimbaði og annarri aðstöðu. Mannvirkin
verða tekin í notkun vorið 2017.
Einn og hálfur milljarður í Sundhöllina
Húsið opnar
Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist
Verkalýðs- og
sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
1. maí Samfélag fyrir alla
alþjóðlegur
dagur
verkafólkS
kl. 13:45
kl. 14:00
kl. 13:00
Setning
Kristján Gunnarsson formaður VSFK
Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur syngja nokkur lög
Ræða dagsins
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Sveitapiltins draumur – Atriði frá minningartónleikum til heiðurs
Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári.
Kvennakór Suðurnesja flytja nokkur lög
Kynnir Guðbrandur Einarsson formaður VS og LÍV
Börnum boðið á sýningu í Sambíói Keflavík
merkjasala 1. maí merki verða afhent
sölubörnum fimmtudaginn 30. apríl á
skrifstofu stéttarfélaganna, Krossmóa 4, 4.
hæð kl. 12:00 – 15:00. Andvirði merkjasölu
rennur til sölubarna.
Fer fram í Stapa