Reykjavík - 18.04.2015, Síða 10
10 18. Apríl 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Í helvíti nasismans
Haustið 1942 handtók Gestapó 22 ára íslenskan námsmann í Ósló, Leif
H. Muller að nafni. Glæpurinn Leifs var að ætla sér að yfirgefa landið
með ólöglegum hætti. Við tók hryllileg vist í fangabúðum nasista. Fyrst
í Grini-fangelsinu í Noregi og síðar í Sachsenhausen-fangabúðunum í
Oranienburg, rúmlega þrjátíu kílómetra frá Berlín.
Í fangabúðum nasista, endurminn-
ingar Leifs, kom fyrst út aðeins þremur
mánuðum eftir heimkomu Leifs, árið
1945. Bókin ber þess merki að vera
skrifuð þegar örskammt er liðið frá
frelsun Leifs. Áratugum seinna kom
bókin Býr Íslendingur hér? Minningar
Leifs Muller, sú bók er að vissu leyti ólík
bókinni sem nú er endurútgefin sökum
þess að lengra er liðið frá fangavistinni
þegar hún er skrifuð. Í fangabúðum
nasista er lýsing á hremmingum vist-
arinnar og þeim hrottaskap sem Leifur
og samfangar hans máttu þola. Hún
er nákvæm og eins og margar álíka
bækur fjallar mikið um mat; matinn
sem fangarnir fengu, matinn sem þá
dreymdi um og matinn sem þeir ‘skipu-
lögðu’, það er stálu. Hungrið var dagleg
birtingarmynd baráttunar við dauðann
og frásögn Leifs gefur góða mynd af
hvað þurfti til.
Stríðið sem aldrei
átti að verða
Leifur skýrir ítarlega frá aðstæðum
og eigin líðan en eins og kom í ljós
seinna þá sleppti hann að ræða erf-
iðustu upplifanir sínar í þessari bók.
Líklega er það vegna þess hve stutt er
liðið frá atvikunum sem Leifur fjallar
um eigin þjáningar með því að lýsa
því sem aðrir fangar gengu í gegnum.
Í bókinni býr Íslendingur hér, sem kom
út áratugum seinna kemur margt fram
sem ekki kemur fram í bókinni sem nú
er endurútgefin. Fyrst og fremst nýtur
sú bók ágóða tímans sem er liðin frá
atvikunum sem er lýst. Báðar eru mikil-
vægar heimildir um vist Leifs og afdrif.
Í fangabúðum nasista er væntanlega
tilraun Leifs til að koma á blað hryll-
ingi sem margir drógu í efa að hefði
orðið eða áttu erfitt með að kyngja að
hefði raunverulega átt sér stað. Nú kyn-
slóðum seinna erum við enn að leita
skýringa á því hvernig slík voðaverk
gátu gerst. Heimstyrjöldin fyrri átti að
binda endi öll stríð en skömmu seinna
tók við styrjöld sem átti sér engan líka.
Hin frjálsa Evrópa
Seinna stríðið átti líka að binda enda á
öll stríð en við tóku hugmyndafræðileg
átök sem skiptu heiminum í tvennt. Hin
nýfrjálsa Evrópa var ekki frjáls lengi.
Doðinn og afneitunin tók við og ekki
bundu grimmdarverk átaka kalda-
stríðsins enda á önnur stríð.
Íslendingar voru ekki reiðubúnir
að heyra allt það sem hann mátti þola
þegar bókin var upphaflega gefin út.
Satt best að segja efast ég oft um að við
séum enn tilbúin. Íslendingum hefur
ekki tekist að gera upp ‘blessaða stríðið’
og satt best að segja virðist okkur ekkert
sérstaklega umhugað um slíkt uppgjör.
Kíkinn fyrir blinda augað
Seinni heimstyrjöldin hafði afdrifarík
áhrif á Íslendinga. Því fylgdu efna-
hagsleg umsvif ólík því sem áður
höfðu sést og nánari tengsl við um-
heiminn en áður. Styrjöldin markar
upphaf svo margs í sögu okkar. Þrátt
fyrir það er íslenska söguminnið svo
brenglað. Við þekkjum „ástandið“
og höfum í flimtingum en þekkjum
ekki persónunjósnirnar og ofsókninar
sem ástandinu fylgdi. Rannsóknir á
þessu eiga sér stað á okkar dögum.
Við ræðum ekki stríðsgróðamennina
og fjölskyldur þeirra. Hóp fólks sem
græddi óhóflega á stríðinu í krafti
stjórnmála- og viðskiptatengsla. Við
höfum, ólíkt Dönum, ekki gert tilraun
til að gera upp þátt okkar í að senda
gyðinga og flóttamenn sem flúðu til
Íslands aftur til Þýskalands, þar sem
fólkið var oft tekið af lífi. Hávær krafa
um uppgjör stjórnarflokkanna tveggja
Framsóknarflokks og Sjálfstæðsflokks
vegna tengsla sinna við þýska nasista, er
ekki fyrir að fara. Þá er engin krafan um
að þáttur Hermanns Jónassonar, for-
sætisráðherra og leiðtoga Framsóknar-
flokksins, á árunum 1934 til 1942 fái
heiðarlega umfjöllun. „Tíðarandinn“
virðist ávallt vera svarið, þegar einhver
vogar sér að spyrja.
Það er inn í þetta umhverfi sem
bókin birtist okkur nú, endurútgefin
árið 2015. Í samfélag sem sér ekki
ástæðu til að gera upp heimstyrjöldina,
og helst ekkert annað heldur.
Afsökunarbeiðni
Við tölum ekki um íslensku nasistana,
krefjumst ekki yfirbóta eða jafnvel
heiðarlegri umræðu fyrir mína kynslóð
og þá næstu sem á eftir fylgir. Árið 2005
spurði þýski fjölmiðillinn Deutsche
Welle hvort Íslendingar ætluðu að
biðjast afsökunar á að hafa sent hóp
fólks út í rauðan dauðann í Þýskalandi
nasismans. „Hvern ættum við að biðja
afsökunar,“ svaraði Halldór Ásgríms-
son, þáverandi forsætisráðherra. Hvað
er þetta annað en hroki?
Já hvern ættum við nú að biðja
afsökunar? Mögulega væri hægt að
byrja á afkomendum þeirra gyðinga
sem vitað er að íslensk yfirvöld sendu
til Þriðja ríkis nasista. Þar beið þeirra
ekkert nema frelsisvipting, þjáningar
og dauði. Ástæðan sem gefin var ungu
gyðingapari, sem flúðu ofsóknir nasista,
og komu hingað til lands ásamt börnum
sínum, en voru send aftur til baka, var
að yfirvöld séu „principielt“ mótfallin
því að veita gyðingum dvalarleyfi. Á
Íslandi þurfti að verja kynstofninn
hreina. Ísland var (og skal vera) fyrir
íslendinga.
Að deila frelsi með
kvalara sínum
Við lestur bókarinnar er gott að hafa
í huga að hún er skrifuð áður en ljóst
varð að Ólafur Pétursson, liðsmaður
þýsku leyniþjónustunar, yrði fyrir tilst-
uli íslenskrar utanríkisþjónustu og rík-
isstjórnar leystur frá ábyrgð. Ólafur ber
ábyrgð á vist Leifs í fangabúðum og var
þekktur sem „íslenski böðullinn“ í Nor-
egi. Eftir stríð var áhrifum nýsamsettrar
utanríkisþjónustu beitt til að koma
honum frá réttvísinni. Svipaða sögu
má segja af syni Sveins Björnssonar,
fyrsta forseta Íslands, Björn Sveinsson
Björnsson. Nasista sem spilaði rullu
í því að leysa upp dönsku lögregluna
vegna gruns um að hún ætlaði að gera
uppreisn gegn þýska herliðinu. Tæplega
2000 danskir lögreglumenn voru hand-
teknir í aðgerðunum og sendir í Neu-
engamme-búðirnar. Þar sem Leifur var
seinna vistaður í skamman tíma áður
en hann fór ásamt öðrum norðurlanda-
búum til Svíþjóðar. Í bók Leifs kemur
ekki fram að hann mátti búa við að
mæta kvölurum sínum á Íslandi og án
þess að krafa yrði gerð um uppgjör eða
réttlæti. Það kemur heldur ekki fram að
íslenskir fjölmiðlar gerðu samkomulag
við Svein Björnsson um að fjalla ekki
um þátt sonar hans í glæpum nasista.
Um það varð ekki uppvíst fyrr en síðar.
Gleðin í einföldum gæðum
Í bókinni verður maður þess áskynja
að við hörmulegustu aðstæður er
gleðina að finna í fábrotnum gæðum.
Hungrið sýkir allt en í upphafi vistar-
innar, þegar hungrið var enn ekki jafn
mikið, var aðgerðarleysið föngunum
erfitt. Lýsing Leifs á sköpunargáfu
fanganna við að finna sér eitthvað til
dægrastyttingar er, eins ótrúlegt og það
kann að hljóma, uppörvandi. Í Grini-
-fangelsinu bjuggu Leifur og samfangar
hans sér til skákborð úr klósettpappír
og tannkremi. „Í klefa okkar, eins og
öllum öðrum klefum fangelsisins, úði Allar tæknilegar upplýsingar, snið og teikningar, eru fyrirliggjandi hjá okkur.
Yfir 80 litir í boði. Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Viðhaldsfríir
gluggar, hurðir, rennihurðir, sólskálar og svalalokanir
UMFJÖLLUN
Vinnan gerir ykkur frjáls, alræmdustu orð útrýmingabúða nasista. Myndin er
tekin við inngang Sachsenhausen.
Fangi 68138, mynd af leif úr spjald-
skrá Sachsenhausen-fangabúðana.