Reykjavík - 18.04.2015, Qupperneq 11

Reykjavík - 18.04.2015, Qupperneq 11
1118. Apríl 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð og grúði af kakkalökkum og vorum við á sífelldum veiðum okkur til dægra- styttingar,“ segir í bókinni. „Stofnuðum við til veðhlaupa milli kakkalakka oft á dag og höfðum hina beztu skemmtun af því. En við vorum í rauninni alltof ákafir við veiðarnar því að eftir svo sem þrjár vikur vorum við búnir að gereyða kakkalakkastofninum sem hafðist við hjá okkur. Almennt er það ekki talinn neinn kostur að hafa slík dýr í híbýlum sínum, en við söknuðum kakkalakk- anna vissulega því að veiðarnar voru hin mesta tilbreyting. Mýs voru einnig í klefunum, en þær fóru sömu leiðina og kakkalakkarnir, við útrýmdum þeim líka.“ Í forsal helvítis „...ef eitthvert helvíti er til á þessari jörð, þá er það í gereyðingarfangabúðum nazistanna.“ Átakanlegast er að lesa lýsingar Leifs á aðstæðum sín og samfanga. Hann lýsir um leið þeirri stéttaskiptingu sem var að finna innan fangabúðanna. Stétt- arskipting sem var viðhaldið af nas- istum og bágri stöðu fanganna. Nas- istar eins og aðrar alræðishreyfingar kunnu þá list að deila og drottna. Hatur nasista á frjálsri hugsun birtist vel í bókinni. „Fangabúðir þessar, eins og svo margar aðrar, höfðu fangarnir orðið að byggja að mestu sjálfir eftir að venjulegum vinnutíma var lokið. Skálarnir og veggirnir í kring, sem voru hlaðnir úr höggnum steini, og steinlagðar göturnar höfðu oft kostað síðustu blóðdropa ýmissa lærðustu og beztu manna Þýzkalands.“ Sachsenhausen-búðirnar Fangabúðirnar sem Leifur var mestan tíman eru einar elstu fangabúðir nasista. Byggðar til að hýsa pólitíska fanga og þá sem mögulega gátu veitt hugmyndum nasista viðspyrnu. Við lok stríðsins var þeim ekki lokað heldur nýttu sovésk hernaðaryfirvöld þau sem fangabúðir til ársins 1950. Það er erfitt til þess að hugsa að eftir að sovéskir hermenn frelsuðu Leif og samfanga hans nýttu þeir búðirnar í samskonar tilgangi. Á hliði búðanna má sjá Arbeit Macht Frei, vinnan gerir ykkur frjáls. Frelsið var fólgið í dauðanum og þótt setningin sé í dag vel þekkt vekur hún enn óhug. Steypt í járn sem sýnishorn yfir sjúka vonsku þýskalands nasismans. Ég er við störf í Berlín þessar vikurnar og heimsótti búðirnar á dögunum í tilefni af endurútgáfu bókarinnar. Á bókasafni Sachenhausen er að finna litla möppu um Leif. Gögn nasista um hann er þó ekki að finna þar sökum þess að herlið Sovétríkjanna flutti mikið magn af gögnum búðanna til Moskvu. Þar á meðal eru skrár fanga númer 68138, Leifs Muller. Í möppu Mullers er að finna eintak af bókinni Býr Ís- lendingur hér og handrit af samnefndu leikriti, sem sýnt var árið 1993. Þá er að finna blaðaklippur úr Morgunblaðinu af sýningu leikritsins og útgáfu bókar- innar. Mappa Leifs er því fyllt áratugum eftir vist hans í búðunum. Unnið er að því að safna frekari gögnum um hann og aðra fanga. Alla úr landi Endurútgáfa bókarinnar getur orðið upphafið að heiðarlegu uppgjöri. Þess er sannarlega þörf í landi þar sem varla líður vika án þess að fólk í mikilvægum trúnaðarstöðum fyrir annan stjórnar- flokkanna, hamri á ótta við útlendinga. Útgáfa bókarinnar verður vonandi ekki bara uppgjör við stríðið heldur kveikjan að umræðu um hvert við stefnum. Þess er sannarlega þörf í landi þar sem um- ræða um öklaband á hælisleitendur ratar í þingsal. Þar sem fyrrverandi fulltrúi Framsóknarflokks í hverfis- ráði vill sjá alla múslima úr landi. Þar sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill rannsaka múslima fyrir það eitt að vera múslimar. Í landi þar sem þrjú höfuð valdsins; forsætisráðherra, biskup og forseti, sameinast um áhyggjur sínar af umræðuhefð almúgans. Þar sem lög- regla skráir stjórnamálaskoðanir fólks í heimildaleysi og stjórnmálamenn biðja listafólk um að skilja skoðanir sínar eftir heima en ræða þær ekki á ríkis- miðlinum. Í landi þar sem lögreglan drepur mann og fær fyrir vikið leiðara í útbreiddasta blaði landsins, dagin eftir, þar sem aðgerðirnar fá gæðavottun. Í landi þar sem spunameistarar samein- ast um að kaupa og gelda fjölmiðil sem hélt uppi hugmyndafræðilegri gagnrýni og veitti aðhald. Í slíku landi er kannski ekki svo galið að endurútgefa slíka bók. „Þeir sem halda að eitthvað í íslensku samfélagi eða stjórnmálum sé fasískt vita ekki hvað það orð þýðir,“ skrifaði Jóhannes Þór Skúlason, sagnfræðingur og aðstoðarmaður forsætisráðherra, nýlega á Facebook. Fasískar hneigðir Framsóknarflokksins voru til umræðu, eins og svo oft áður. Þeir sem halda að fasískar hneigðir séu bara eitthvað útlenskt sem aldrei verður lagað að hinum frægu ‘sér- íslensku aðstæðum’ þekkja ekki eigin sögu. UMFJÖLLUN Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com í möppu Mullers er því að finna ein- tak af bókinni Býr íslendingur hér og handrit af samnefndu leikriti, sem sýnt var árið 1993. Þá er að finna blaðaklippur úr Morgunblaðinu af sýningu leikritsins og útgáfu bókar- innar. Gögn um fangavist leifs eru í Moskvu. ryðbrunnin gaddavírsgirðing Sachsenhausen-búðana stendur enn ásamt þessu skylti sem tilkynnir föngum að þeir sem hætti sér of nálægt múrunum verði tafarlaust skotnir. leifur sneiðir frá því að fjalla um tímann sem hann starfaði í líkbrennslu búð- anna í þessari bók. líklega var of stutt liðið frá atvikum þegar bókin kom út.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.