Reykjavík - 27.06.2015, Síða 12
➤ Gluggaþvottur
➤ Gluggaþvottur að innan
➤ Klæðningahreinsun
➤ Ræsting
➤ Húsfélagaþjónusta
➤ Gólfbónun
➤ Teppahreinsun
➤ Steinteppahreinsun
➤ Bílastæðahreinsun
➤ Djúphreinsun gangstétta
Við sérhæfum okkur í gluggaþvotti og leggjum
sérstaka áherslu á að viðhafa vönduð vinnubrögð.
Gerum föst verðtilboð og samninga til lengri tíma,
hvort sem um er að ræða smá eða stór verkefni.
Glersýn er staðsett að Smiðjuveg 4 í Kópavogi
og skrifstofan að Glæsibæ 20 í Reykjavík.
Fáðu tilboð í síma 663 0000 eða glersyn@glersyn.is
www.glersyn.is
Glersýn
Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager
Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is
Útvegum olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit útvegar varahluti í flestar gerðir traktora,
sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco, New
Holland og Case
Vélavit
Hafið samband og látið okkur aðstoða við
að útvega réttu varahlutina
Oftast ódýrastir!
Erum einnig með alla varahluti í JCB vinnuvélar
27. Júní 201512 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190
Breytingar á ferðaþjónustu fatlaðra í vetur:
„Reykjavíkurborg ber að axla
ábyrgð á þessu sorglega máli“
Fulltrúar meirihluta og minni-
hluta í borgarstjórn Reykjavíkur
greinir á um ábyrgð stjórnar Strætó
bs. vegna fjölda mistaka við inn-
leiðingu breytinga á ferðaþjón-
ustu fatlaðra í vetur. Framsókn
og flugvallarvinir krefjast þess
að skipt verði um stjórn og vísa
meðal ananars til þess að stjórnin
hafi í reynd verið sett af í vetur og
neyðarstjórn skipuð til að sjá um
feðraþjónustuna. Sjálfstæðismenn
segja að borgin eigi að axla ábyrgð,
eins og önnur sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu. Stjórnarmenn
í Strætó eigi að horfa í eigin barm.
Fulltrúar meirihluta Bjartrar fram-
tíðar, Pírata, Samfylkingar og
Vinstri grænna segja hins vegar að
ekki megi kenna núverandi stjórn
um allt sem aflaga fór. Ekki sé víst
hver hafi átt að bera heildarábyrgð
á innleiðingu breytinganna.
Meirihluti borgarráðs felldi á
dögunum tillögu Framsóknar og flug-
vallarvina um að skipa nýja fulltrúa í
stjórn Strætó bs. Tilefnið er klúður og
ófarir við innleiðingu á breytingum á
ferðaþjónustu fatlaðra í vetur. Fram
hefur komið að breytingarnar hafi
verið gerðar á röngum tíma árs, ekk-
ert samráð hafi verið haft við þá sem
þjónustuna fá, fólki með þekkingu og
reynslu hafi verið sagt upp störfum,
einnig fötluðum starfsmönnum.
Þjónustan var enn fremur mjög
slæm. Mikið var um seinkanir. Fólk
þurfti að bíða úti um hávetur, eða var
skilið eftir. Dæmi voru um að fólk
týndist eða gleymdist og þótti mildi
að enginn skaðaðist meira en raun
ber vitni. Ákveðið var að setja á stofn
sérstaka neyðarstjórn undir forystu
Stefáns Eiríkssonar, forstöðumanns
Velferðarsviðs borgarinnar, í því skyni
að koma ferðaþjónustunni í lag. Ný-
lega var svo lögð fram svört skýrsla frá
Innri endurskoðun borgarinnar, þar
sem innleiðinginn fær falleinkunn.
Tillagan felld
Framsóknarmenn í borgarráði lögðu
til í febrúar að skipt yrði um stjórn
í Strætó bs. Skipt yrði um fulltrúa
Reykjavíkur og varamann í stjórn-
inni. „Jafnframt skorum við á full-
trúa Reykjavíkurborgar í Sambandi
sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
að leggja fram tillögu á stjórnarfundi
SSH um að öll stjórn Strætó bs. verði
leyst frá störfum og ný stjórn skipuð,
en Reykjavíkurborg er eigandi 60,3%
í Strætó bs. , skv síðasta ársreikningi
og hefur vald samkvæmt því.“
Tillögunni var þá frestað, en hún
var tekin fyrir í síðustu viku og þá felld
með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa
meirihlutans, gegn þremur atkvæðum
framsóknar- og sjálfstæðismanna.
Veik stjórn og
ráðríkur stjórnandi
Í bókun meirihlutans er skuldinni að
mestu leyti skellt á Reyni Jónsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra byggða-
samlagsins, en sagt „hæpið“ að „veik“
stjórn eigi að axla alla ábyrgð.
„Í skýrslu innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar um sameiginlega
ferðaþjónustu fatlaðs fólks er rakið
hvar ábyrgð á mótun og innleiðingu
breytinganna á þjónustunni liggur og
er ljóst af henni að hæpið er að færa
ábyrgð á þeim misbrestum sem urðu
í innleiðingunni á stjórn Strætó bs. í
jafn ríkum mæli og gengið er út frá í
tillögu Framsóknar og flugvallarvina
um að hlutast verði til um að skipta út
stjórnamönnum í fyrirtækinu.“
Vísað er til skýrslu innri endur-
skoðuna að Strætó „hafi verið í þeirri
einkennilegu stöðu að hafa ráðríkan
framkvæmdastjóra sem virðist hafa
farið sínu fram, en að því er virð-
ist frekar veika stjórn þar sem skipt
var reglulega um stjórnarformann.
Í því ljósi segir innri endurskoðun
nauðsynlegt að skýra til fulls hlut-
verk og umboð stjórnar Strætó bs. og
skilgreina hlutverk fulltrúaráðs SSH í
eigendastefnu. Sú stjórn sem nú situr
í Strætó var skipuð þegar innleiðing
breytinganna var að hefjast en ekki var
ljóst hverjum var falið að bera heildar-
ábyrgð á því verkefni.“
Eigendur hafi haldið að Strætó bæri
alla ábyrgð, en Strætó hafi bara talið
sig bera hluta af ábyrgðinni.
„Eðlilegra“ að
styðja stjórnina
„Í því samhengi telur innri endur-
skoðun að eftirlit hjá sveitarfélögum
og velferðaráðum þeirra hafi brugð-
ist. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar,
Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og
Pírata geta í þessu ljósi ekki tekið undir
tillögu þar sem skuld er skellt á stjórn
Strætó bs. og fullyrt er að verkefni
tengd Strætó bs. séu stjórninni almennt
ofviða. Eðlilegra er að eigendur styðji
við núverandi stjórn í sínum verkum
eins og þarf og axli þannig sinn hluta
ábyrgðarinnar á þeim mistökum sem
gerð voru við innleiðingu á sameig-
inlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bókun
meirihlutans.
„Ber að axla ábyrgð“
Sjálfstæðismenn segja í sinni bókun að
stjórnarmenn í Strætó hljóti að hugleiða
stöðu sína, enda hafi eftirlit hennar með
innleiðingunni brugðist. Þar er tekið
undir með því sem segir í skýrslu innri
endurskoðunar um að stjórnin hafi verið
veik og hún hafi öðru fremur stimplað
tillögur framkvæmdastjórnar Strætó bs.
„Enn fremur segir að ekki verði annað
séð en að eftirlit stjórnar með rekstri
hafi brugðist varðandi verkefni er lutu
að ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Reykja-
víkurborg ber að axla ábyrgð á þessu
sorglega máli. Það eiga önnur sveitarfé-
lög á höfuðborgarsvæðinu að gera líka.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks
hafa áður bent á að stjórnarmenn hljóti
að hugleiða stöðu sína.“
Undrast tregðu
„Framsókn og flugvallarvinir furða sig
á tregðu meirihlutans til að axla stjórn-
unarlega, faglega og pólitíska ábyrgð
á þeirri handvömm sem kjörin stjórn
Strætó bs. hefur orðið uppvís að,“ segir
í þeirra bókun. Þar segir að í byrjun
febrúar hafi ákveðin mál verið færð frá
stjórn Strætó og sérstök neyðarstjórn
hafi verið skipuð um ferðaþjónustuna
„þar sem ljóst var að skipaðri stjórn var
ofviða að standa að og klára innleiðingu
ferðaþjónustu fatlaðra. Þá liggur fyrir
skýrsla innri endurskoðanda þar sem
kveðinn er upp áfellisdómur yfir stjórn
Strætó bs. í þeim verkefnum sem snúa
að ferðaþjónustu fatlaðra.“ Þá ítrekar
borgarráðsfulltrui Framsóknar og
flugvallarvina að stjórn Strætó bs. hafi
„misst traust íbúa höfuðborgarsvæð-
isins og borgarbúa til áframhaldandi
verka.“
Vald stjórnarmanna
Reykjavíkurborg á um tvo þriðju
í Strætó, en samkvæmt stofnskrá
byggðasamlagsins þarf ¾ atkvæða-
magns til að taka stærri ákvarðanir.
Þá þurfa þrjú sveitarfélög að sam-
þykkja, auk þess sem hvert og eitt
sveitarfélag hefur neitunarvald.
Ábyrgð stjórnar
„Það er auðvitað á ábyrgð stjórnar
og framkvæmdastjóra Strætó bs.
hvernig að þessari framkvæmd
var staðið,“ sagði Ásgeir Eiríksson,
fv. framkvæmdastjóri Strætó, við
Reykjavík vikublað í febrúar. Hann
talaði raunar einnig sérstaklega
um framgöngu þáverandi fram-
kvæmdastjóra Strætó, Reynis Jóns-
sonar, í aðdraganda innleiðingar-
innar, og taldi vera sjálfstætt
rannsóknarefni.
Bryndís Haraldsdóttir,
stjórarformaður, Sjálf-
stæðisflokki, Mosfellsbæ.
Gunnar Valur Gísla-
son, Sjálfstæðisflokki,
Garðabæ.
Sigrún Edda Jónsdóttir,
Sjálfstæðisflokki, Sel-
tjarnarnesi
Einar Birkir Einarsson,
Bjartri framtíð, Hafnar-
firði
Theódóra Þorsteins-
dóttir, Bjartri framtíð,
Kópavogi
Kristín Soffía Jónsdóttir,
Samfylkingu, Reykjavík