Selfoss - 12.02.2015, Side 2
2 12. Febrúar 2015
Það ríkir ekki lognmolla í þjóðfélaginu. Umræðan fer stundum fyrir ofan garð og neðan. Sumt fellur í grýttan jarðveg. Annað flyst inn í þögnina af því að það má ekki færast inn á svið almennings. Frænd-
hygli og flokksræði. Stjórnsýslan ræður oft illa við að höndla mál. Einfara
ráðherrar og embættismenn fara sínu fram. Dæmin eru hér og nú og má
víða finna fyrir þeim. Eitt dæmalaust mál er t.d. aðför stjórnar Lánasjóðs
íslenskra námsmanna að eftirkomendum ábyrgðarmanna að námslánum.
Svo vildi til að fyrrum forsætisráðherra (sem látinn er) er í aðalhlutverkinu
sem ábyrgðarmaður skuldara. Þetta er nýjasta dæmið og rataði inn í fjöl-
miðla. Í stað þess að opna á umræðuna sendir framkvæmdastjóri sjóðsins
nokkur skeyti sem útskýrðu á engan hátt hvers vegna farið var í málið á
umræddan hátt. Annað dæmi er ofarlega á baugi. Nefnilega aflátskrónur á
leið til Íslands úr skattaskjólum. Meira en 4 þúsund erindi sem kosta 150
millj. króna að koma í hús. Og þar á ofan veit enginn hversu margir hafa
komist úr skjóli áður en til þessarar nauðungar er gripið eins og nú mun
standa til. Þeir sem ekki hafa komið peningum sínum í annað skjól skulu
nú fá sakaruppgjöf hlýði þeir og komi heim með þá. Fjármálaráðherra
skammaði skattrannsóknarstjóra og sakaði hana um seinagang. Hún gat
ekki annað en þagað þunnu hljóði. Hennar bíður væntanlega útganga
úr sínu embætti eftir þessa aðför ráðherra að embættinu. Samráðstækni
ráðherrans brást. Eitt dæmið enn um bágborna stjórnsýslu.
Fleiri eru dæmin frá liðnum árum. Stjórnarskrármálið er slíkt eintak. Þrátt
fyrir að þjóðin hefði með skýrum hætti sagt frá og málið virtist á leið í höfn
tókst stjórnkerfinu að koma í veg fyrir eðlilegan gang málsins. Mannfæð
og of mikil nálægð koma í veg fyrir að mál þróist á lýðræðislegan hátt.
Vonandi sjáum við þó til lands. Miklar sviptingar eru meðal almennings.
Ungt fólk tekur ekki þátt í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu. Vinnubrögðin
geðjast þeim ekki. Það eru tákn um breytta tíma. Sjái „kerfið“ ekki að
aðstæður kalla á breytt vinnubrögð mun tíminn leiða annað í ljós. Hann
vinnur með þeim sem nú eru að alast upp við allt aðra heimsýn. Heimurinn
er orðinn eitt í þeirra huga. Ísland er ekki endilega „óskalandið“ í hugum
þeirra sem höndla daginn og framtíðina með opnari huga en fyrri kynslóðir.
Þorlákur Helgi Helgason
Annað flyst
inn í þögnina
LEIÐARI
ÞAÐ VAR OG...
Stærðir 38-52
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my style
Kíktu við í netverslun tiskuhus.is
Svona geta
frásagnir af íþrótt
verið lýsandi:
„Og sjá: alla boltana hans Nökkva
sem hvað eftir annað féllu til jarðar
og gufuðu upp eins og regndropar
sem vökva jörðina og uppskera að
lokum þessa einstöku tilfinningu
þegar marglit fræin hafna í körfunni
á síðustu stundu eða dragast með
hægð yfir marklínuna og frjógva
þennan garð með gleðitárum : - )“
Skáldlegra verður það ekki.
(Höfundur: Jón Özur Snorrason á
Fésbókinni)
Löggjafarnir tali sitt
móðurmál hreint og
óblandað
Úr Mýrdalnum 4. marz 1898:
„Þingtíðindin eru talsvert lesin hjer
en ill þykja þau viðfangs, einkum
skjalaparturinn, og svo eru sumir
að segja, að óþarfloga mikið sje af
útlendum orðum í ræðum þing-
manna, en það kemur af því að
hjer kunna menn fátt í útlendum
málum og vilja þessvegna heldur
að löggjafarnir tali sitt móðurmál
hreint og óblandað — og satt að
segja held jeg að það færi öllu betur
eða — ætti öllu betur við.“ (Ísland,
2.árgangur,12. tbl.)
Sveitaþyngsli lítil
Mýrdalurinn er að margra dómi
með betri sveitum sunnan lands og
framfarir eru hjer talsverðar, bæði í
jarðabótum og húsabyggingum og
má sem dæmi nefna, að heyhlöður
eru því nær á hverjum bæ og víða
fyrir allan heyskap. Híbýli manna
eru og i góðu lagi, velmegun fremur
góð og sveitaþyngsli lítil. (Ísland,
2.árgangur,12. tbl.)
Á fund systur sinnar
Íslensk stúlka kom í gær frá Kaup-
mannahöfn, Sigríður Andrjesdóttir
að nafni og náskyld Mr. Kn frá
Geitareyjum. Hún fór 7. p.m. frá
Höfn og ætlar hið fyrsta vestur til
Calcary á fund systur sinnar sem
þar er. (Heimskringla 26.8. 1891)
Náttúran laus
við hagfræðilega
íhlutun
Þeim fjölgar í samfélaginu sem full-
yrða að kominn sé tími til að hefja
náttúru landins til skýjanna. Hún
geti talað sínu máli án þess að lúta
stöðugt einhverjum samanburði við
hagfræðilegar „staðreyndir.“ Í þess-
um hópi er Andri Snær rithöfundur,
en hann var í viðtali sl. sunnudags-
morgun í Ríkisútvarpinu.
„Vandamál og erfiðleikar
gerð að áskorunum til sigra”
„Við erum mjög stolt af þessum árangri okkar ekki síst eftir að hafa lent í helmings samdrætti
eftir efnahagsmistökin 2002-2008,
” segir Bergsteinn Einarsson fram-
kvæmdastjóri Set á Selfossi. „Það
eru fimmtíu ár síðan atvinnu-
rekstur fjölskyldunnar hófst í bíl-
skúrnum að Engjavegi 24. Vinnan
í Set og stjórnun fyrirtækisins er
allt í senn menntun mín, áhugamál
og afkoma og ég nýt þess að takast
á við krefjandi verkefni með okk-
ar góða fólki. Fyrirtækið breyttist
töluvert eftir að við fórum að vinna
undir hugmyndafræði gæðastjórn-
unar fyrir aldarfjórðungi en þar eru
vandamál og erfiðleikar gerð að
áskorunum til sigra, og neikvæðni
skoruð á hólm. Við Örn bróðir
minn höfum leitt félagið um árabil
og undanfarinn áratug hefur okkur
tekist að mynda einstaklega sterk-
an og góðan kjarna millistjórnenda
og lykilstarfsfólks sem náð hefur
miklum árangri með okkur. Um-
fram allt er þetta mjög gaman og
þess vegna er svona viðurkenning
ánægjuleg fyrir mig persónulega,
starfsfólk okkar og fjölskylduna. ”
Þetta eru“framúrskarandi”
fyrirtæki á Selfossi: Set, Foss-
vélar, Jötunn vélar, Guðmund-
ur Tyrfingsson, Stóra-Ármót,
Auðhumla„Fossvélar, JÁVERK
ogTRS.
Orðsporið í Ölfus
Orðsporið í ár er veitt sveitarfélögum sem þótt hafa skarað fram úr við
að hækka menntunarstig leikskóla
og/eða fjölga leikskólakennurum
í sínum leikskóla eða leikskólum.
Sveitarfélögin Ölfus og Kópavogs-
bær fengu afhentar viðurkenningar
af þessu tilefni í dag við hátíðlega
athöfn í Björnslundi í leikskólanum
Rauðhól í Norðlingaholti. Síðast-
liðin þrjú ár hefur viðurkenningin
Orðsporið verið veitt á Degi leik-
skólans og það var 6. febrúar sl.
Innkaupastjóri
hvers heimilis
stýri samsetn
ingu heimilis
sorps!
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að ganga til samstarfs
við kvenfélögin þrjú í Flóahreppi um
gerð margnota innkaupapoka, einn
fyrir hvert heimili í sveitarfélaginu.
„Innkaupapokinn verði hvatning til
íbúa til þess að minnka plastpoka-
notkun og táknrænt verkefni sem
minni á það hvernig innkaupastjóri
hvers heimilis fyrir sig getur stýrt
samsetningu heimilissorpsins með
vali á neysluvörum í umhvefisvæn-
um umbúðum.“
Vöktu verðskuldaða athygli
Þeir léku í bleiku og uppáklæddir í sömu litum gustaði af þeim.
Guðjónsmótið í knattspyrnu fór vel
fram í liðinni viku. Framkoma er
ekki síst virði en það er líka gaman
sé að leika með félögunum.
Mynd: Sævar Þór Gíslason (af Fésbók)
bergsteinn einarsson.