Selfoss - 12.02.2015, Blaðsíða 12
Skólastjóri Hvolsskóla
Hvolsvelli
Staða skólastjóra við Hvolsskóla á Hvolsvelli er laus til umsókn-
ar. Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er tilbúinn
til að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasam-
félagsins í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið nær frá Eystri Rangá
að Jökulsá á Sólheimasandi.
Starfssvið
• Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi
• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
• Ábyrgð á samstarfi við heimili og samfélag
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi
• Reynsla af stjórnunar- og þróunarstörfum
• Framhaldsmenntun á sviðið stjórnunar og reksturs æskileg
• Forystuhæfni og færni í mannlegum samskiptum
• Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum, er
metnaðarfullur, skapandi og áhugasamur um nærsamfélagið.
Æskilegt er að skólastjóri hafi búsetu í Rangárþingi eystra.
Staðan er laus frá 1. ágúst nk. Launakjör eru samkvæmt kjara-
samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2015
Hvolsskóli er á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Í skólanum eru 240
nemendur á aldrinum 6 -16 ára í 12 umsjónarhópum. Við skólann
starfa 29 kennarar og 24 aðrir starfsmenn en ekki eru allir í fullu
starfi. Stjórnunarteymi Hvolsskóla er auk skólastjóra, tveir
deildarstjórar og vinnur stjórnunarteymið mjög náið saman.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans
www.hvolsskoli.is.
Hvolsskóli starfar í anda Uppeldis til ábyrgðar, er Grænfánaskóli
og vinnur að því að verða ART skóli. Í skólanum er lögð áhersla
á einstaklingsmiðað nám. Hvolsskóli er eini grunnskóli sveitar-
félagsins og þess vegna kemur fjöldi nemenda í skólann með
skólabifreiðum úr dreifbýlinu. Í skólanum er skólaskjól og einnig
er lögð áhersla á að allir nemendur fái tekið þátt í íþrótta- og
félagsstarfi sem boðið er uppá í lok hefðbundins skólastarfs.
Umsóknum má skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi
16, 860 Hvolsvöllur. Einnig má senda inn umsóknir rafrænt á
netfangið isolfur@hvolsvollur.is.
Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup
– Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is
12. Febrúar 2015
Nú styttist í bolludag og sprengidag. Um næstu helgi og í byrjun næstu
viku verður mikið borðað áður en
langafasta hefst. Það er því ágætt
að hafa einfaldan kjúklingapottrétt
áður en lætin hefjast. Þetta er fínn
réttur á föstudegi fyrir bolluhelgi.
Þessi réttur er ættaður frá Suður
Afríku. Þar nærist matarmenning frá
mörgum stöðum úr austri og vestri.
Þangað komu sæfarar sem sigldu
suður með Afríku og báru með sér
allskonar menningu og krydd.
Á vef Wikipetíu http://
is.wikipedia.org/wiki/Su%C3%B-
0ur-Afr%C3%ADka segir þetta frá
Suður Afríku:
Suður-Afríka er land í suðurhluta
Afríku og nær yfir suðurodda álf-
unnar. Það á landamæri að Namibíu,
Botsvana, Simbabve, Mósambík og
Svasílandi. Lesótó er sjálfstætt ríki
innan landamæra Suður-Afríku.
Suður-Afríka er fjölþjóðlegt sam-
félag þar sem íbúar tilheyra mörgum
ólíkum þjóðarbrotum sem tala ólík
tungumál. Í stjórnarskrá Suður-Afr-
íku eru ellefu tungumál skilgreind
sem opinber tungumál landsins. Tvö
þessara tungumála eru af evrópsk-
um uppruna: enska og afrikaans sem
þróaðist út frá hollensku. Enska er
almennt notuð á opinberum vett-
vangi en hún er þó aðeins fjórða
algengasta móðurmálið.
Um 80% íbúa Suður-Afríku
teljast til afrískra þjóðarbrota sem
tala nokkur ólík bantúmál. Um
20% íbúa eiga evrópskan, asískan
eða blandaðan uppruna. Öllum
þjóðarbrotum og málahópum eru
tryggð sæti á suðurafríska þinginu.
Stjórn landsins var í höndum hvíts
minnihluta til ársins 1994. Stjórnin
rak aðskilnaðarstefnu frá 1948 þar
sem fólk af ólíkum kynþáttum var
aðskilið. Þeldökkir íbúar landsins
misstu síðan borgararéttindi sín, og
þar með kjörgengi og kosningarétt,
árið 1970. Vegna aðskilnaðarstefn-
unnar var landið beitt viðskipta-
þvingunum.
Fyrstu lýðræðislegar kosningar í
Suður-Afríku voru 1994 þegar hinn
75 ára gamli Nelson Mandela var
kosinn forseti.
Þessi kjúklingaréttur er blanda af
mörgu eins og títt er í Suður Afríku.
1 kjúklingur eða blandaðir bitar (
það má einnig nota lambakjöt)
2 gulir laukar
2 hvítlauksrif
Olía til að steikja úr
6-8 meðalstórara kartöflur
1 dós tómatar
Ca. 5 dl. vatn
Ca. 1 tsk. salt
Kryddið:
4-5 negulnaglar
1-2 kanelstengur
1-2 lárviðarlauf
1 msk. karrý
1 tsk. kardimommur
1 tsk. broddkúmen (cummin)
Smá chilipipar
Pipar úr kvörn
Hitið olíuna í potti og látið
laukinn og hvítlaukinn mýkjast
í nokkrara mínútur, bætið síðan
kryddinu við og látið það steikjast
með í nokkrar mínútur – passið að
hafa ekki of mikinn hita. Látið síðan
kjúklingabitana steikjast í krydd-
blöndunni í nokkrar mínútur. Hellið
síðan tómötunum og vatninu saman
við með salti. Látið sjóða við hægan
hita í ca. 20 mínútur – bætið þá kar-
töflunum við og sjóðið í 20 mínútur
í viðbót eða þangað til kjúklingurinn
og kartöflurnar eru soðin.
Gott er að setja skeið af grískri
jógúrt á diskinn.
Gangi ykkur vel og verði ykkur
að góðu.
Kv, Kristjana
12
Að hætti hússins
Kristjana Sigmundsdóttir
kristjanasig@simnet.is
KJÚKLINGAPOTTUR
Kjör öryrkja eru „galin“!
- Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks brátt í höfn(?)
Örykjabandalag Íslands hefur verið virkt í þjóðfé-lagsumræðunni að undan-
förnu. Meðal þess sem félagið hefur
lagt áherslu á að bæta þurfi er:
- 60% fjölskyldna með börn eiga
erfitt með að ná endum saman á
Íslandi.
- Staða fatlaðra kvenna sem verða
fyrir ofbeldi kallar á sérstakt átak.
Þeim er ekki trúað. Sérstakar kröf-
ur eru til framburðar þeirra, að
tjáning þeirra sé öðruvísi en hún
er.
- Fötluð börn í skólunum njóta ekki
jafnræðis á við ófötluð börn. Það
er sérstakt að það skuli þurfa að
bjóða upp á sérstök tómstunda-
úrræði fyrir fötluð börn.
- Fatlað fólk er fjölbreyttari hópur
en hinna ófötluðu. Samt þarf sér-
lausnir fyrir fatlað fólk!
- Kjör aldraðra eru „galin.“
Og ekki síst: Skorað er á íslensk
stjórnvöld að staðfesta samning
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks. Ísland skrifaði und-
ir samninginn árið 2007 en hefur
ásamt þremur öðrum Evrópuríkj-
um ekki staðfest samninginn. Ellen
Calmon, formaður ÖBÍ, segir að
fyrrverandi ráðherra innanríkismála,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi
síðastliðið haust sagt að hún ætlaði
að leggja fram frumvarp á vorþingi
2015 um lögfestingu samningsins.
„Lögfesting felur í sér frekari rétt-
arvernd einstaklinga en innleiðing
getur falið í sér lögfestingu. Það að
samningurinn hafi hvorki verið lög-
festur né innleiddur þýðir að erfiðara
verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til
dómstóla á grundvelli samningsins.“
Ellen segir innleiðingarferli, sem
innanríkisráðuneytið hefur umsjón
með, hafið. Nú vonist hún til að
samningurinn verði lögfestur sem
fyrst. Á vef ráðuneytis má þó lesa
texta sem bendir til þess að eitt-
hvað sé í endanlega innleiðingu:
„Alþingi samþykkti hinn 11. júní
2012 samþykkti framkvæmdaá-
ætlun um málefni fatlaðs fólks til
ársins 2014. Á grundvelli hennar
hefur innanríkisráðuneytið leitt
vinnu samstarfsnefndar ráðuneyta
við að undirbúa fullgildingu samn-
ingsins. Ráðuneytin hafa farið yfir
löggjöf hvert á sínu sviði og lagt til
breytingar á lögum til samræmis
við ákvæði samnings Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Á grundvelli þessarar vinnu liggur
nú fyrir greining á efnisákvæðum
samningsins og samanburður á þeim
við núgildandi lög.“
ÞHH
ellen Calmon, formaður Örykjabanda-
lags Íslands, á blaðamannafundi í sl.
viku. Mynd: ÞHH