Selfoss - 28.05.2015, Qupperneq 2

Selfoss - 28.05.2015, Qupperneq 2
2 28. Maí 2015 Tvíeykið, Bjarni og Sigmundur Davíð róa lífróður. Reynslunni ríkari segir kannski einhver en reynslulítlir sagði Matthías Jóhannessen, fyrrverandi ritstjóri málgagnsins í spjallþætti í næstliðinni viku. Matthías var ritstjóri Morgunblaðsins um árabil, áratugum saman. Forsætisráðherra kennir þjóðinni um, hún skilji ekki og viti ekki – hvað stjórnin sé góð við fólk. Hvað við Bjarni erum mikið happ fyrir þjóðina að eiga. Þjóðin á að vera glöð. Reynsluleysi segir Matthías. Haldið er upp á tveggja ára afmæli ríkistjórnarinnar með mótmælum á Austurvelli. Það hefur tekið forsætisráðherra tvö ár að skilja að verka- lýðshreyfingin sé pólitísk. Enginn efaðist um að Hannibal Valdimarsson væri pólitískur sem forseti Alþýðusambands Íslands. Nú tekur það tvö ár fyrir þá sem „skortir reynslu“ að skilja það sama. Samt er það það þannig að ASÍ hefur líklega aldrei verið eins ráfandi pólitískt og nú. Hvar hefði það til dæmis gerst að oddviti stærstu launþegasamtaka landsins hefði sagt sig úr sósíaldemókratískum flokki? En þannig var það. Gylfi Arm- björnsson lagðist í fýlu og sagði sig úr Samfylkingunni, bara af því bara. Þegar þetta er ritað standa piltarnir reynslulitlu frammi fyrir mestu verkföllum um langa hríð. Og þá er svar þeirra pirringur út í þjóðina. Þjóðina sem kaus þá. Fjölmiðlar reyna þó að hysja upp um þá. Eyjan/ Pressan og DV eru orðin svæsnustu málgögn Framsóknarflokksins. Alþýðublaðið, eitt af stórblöðum fyrri tíma má sín lítils í samanbuirði við umfjöllun þessara miðla. Jóhanni Haukssyni, blaðamanni ársins, var sagt upp. „Í hagræðingarskyni.“ Hreinsun, ekkert minna! „Aftaní fundurinn verður dansur,“ las ég einhverju sinni í Dimmalættingi í Færeyjum. Í dag býður engin(n) tvíeykinu upp í dans. Brotthvarf ... Brottfall ... Brottkast ... Skólakerfið stundar brottkast á ungu fólki, segir Sigrún Harðardótt-ir sem hefur rannsakað stöðu þeirra sem standa höllustum fæti í skólakerfinu. Innt eftir því hvað hún eigi við segir Sigrún í netbréfi til blaðsins: „Hópurinn sem ég er að vísa til varðandi brottkastið eru þeir nemendur sem koma úr grunnskóla með tvær eða fleiri greinar undir viðmiðunarmörkum og eru flestir á eða við tornæmismörk. Aðeins 3,5% þeirra nemenda hafði lokið framhaldsskóla að fjórum og hálfu ári frá upphafi þess í minni rannsókn.“ Breytingarnar sem eru framundan í framhaldsskólanum – með styttingu framhaldsskólans frá og með haustönn 2015 – eiga kannski eftir að leiða í ljós að „brotthvarfið“ minnki og „brottkastinu“ ljúki. Það mun tíminn leiða í ljós. Það er vandi að „koma til móts við alla“ eins og það heitir. Það er kominn tími til að líta heildstætt á stöðu þeirra nemenda sem eiga erfiðast með „kröfur“ skólakerfisins. Hér duga ekki verkfæri viðgerðar innan skólans eins. Mikilvægt er að úrræði skólans byggi á heildarsýn á þarfir nemenda. Þorlákur Helgi Helgason Tvíeykið reynslulitla LEIÐARI ÞAÐ VAR OG... Lipur og nett stúlka fær í reikningi, óskast nú þegar til að ganga um beina á kaffihúsi. Ludvig Bruun. (augl. Í Morgunbl. 13. maí 1915) Þá voru líka verkföll Það var fyrir 30 árum. Útskrift í Fjölbrautaskóla Suðurlands í júní vegna verkfalla um veturinn. Um 70 nemendur hrökkluðust frá. Starfs- fólk hætti – allt af því að verkföll settu strik í reikninginn. Nú er öldin önnur en ástandið ískyggilegt á fleiri sviðum. Sambandsmálið (gagnvart dönskum) „Við Ölfusárbrú stóð slagurinn síð- ast. Sá fundur var á fimtudaginn. Þá átti að láta skríða til skarar, með þvi að óhöndulega þótti hafa til tekist á hinum fyrri fundum. Reið ráðgjafinn þangað sjálfur og hugði að „kristna" landslýðinn. En eftir sex stunda fundarþóf, sem mörgum mun hafa verið farið að leiðast og því gengnir af fundi, — var samþykt tillaga með 26 atkv. gegn 13 um að ganga ékki að frumv. obreyttu. (Á fundi á Stokkseyri tóku fundar- menn ... „þessum aðskotasendlum sem verðugt var og samþyktu með 42 atkvæðum gegn 13 svohljóðandi tillögu: „Fundurinn tjáir sig mótfall- inn sambandslaga-uppkastinu, eins og það er orðað, og telur breytingar á því sjálfsagðar.“ Fundur á Húsa- tóftum fór á sama veg.) (Heimild: Ingólfur, 5.7. 1908. http://timarit.is/view ) Bannið símana? Enskir hafa rannsakað áhrif farsíma (og slíkra apparata) á nám. Bornir voru saman skólar sem annars vegar bönnuðu notkun tækjanna og hinna sem leyfðu. Kom í ljós að árangur „slakari“ nemenda var 14,2% lægri í skólum þar sem nemendur fengu að hafa síma. Áhrif á nemendur sem höfðu góðar einkunnir fyrir voru ekki marktæk. Stunda skólarnir brottkast? Miklar breytingar eru framundan á framhalds-skólakerfinu. Hátt ber umræðuna um styttingu námstíma í 3 ár. Olga Lísa Garðarsdóttir skóla- meistari í FSu segir skólann laða sig að breytingunum eftir bestu geti. Það er auðvitað ekki vitað hvernig útkoman verður samanborið við núverandi kerfi. Hún telur þó að sveigjanleiki sé aukinn, t.d. sé val nemenda á margan hátt meira í nýja kerfinu. Við brautskráningu í FSu sl. sagði Olga Lísa að á „þjóðfundi“ í FSu í október hefði „Rauður þráður í ábendingum varðandi námsfram- boðið var meira valfrelsi . . .“ Nú geti nemandi valið yfir mörk gömlu brautanna. Ferlið í gegnum námið að lokaáfanga sé markvissara. Sigrún Harðardóttir lektor við HÍ segir „að skólarnir stundi ákveðið brottkast á ákveðnum hópi nemenda sem slakast standa við lok grunn- skóla.“ Djúpt tekið í árinni. Innt eft- ir því hvað hún eigi við segir Sigrún í netbréfi til blaðsins: „Hópurinn sem ég er að vísa til varðandi brott- kastið eru þeir nemendur sem koma úr grunnskóla með tvær eða fleiri greinar undir viðmiðunarmörkum og eru flestir á eða við tornæmis- mörk. Aðeins 3,5% þeirra nemenda hafði lokið framhaldsskóla að fjórum og hálfu ári frá upphafi þess í minni rannsókn.“ Sjá fréttaskýringu á síðu 8 í blaðinu. ÞHH Ölfusárbrú í allt öðrum búningi en 1908. Myndin er tekin 2015. Ágúst Sigurðsson Ferðamenn í Rangárþingi margir: Kemur á óvart Við birtum niðurstöður könnunar á ferðalöngum í Rangárþingi. Kom á óvart hversu mjög þeim fjölgar. „Það kom okkur nú dálítið á óvart hve ferða- menn með viðkomu í Rangárþingi eru gríðarmargir. Fjöldinn er því til staðar og mikil tækifæri liggja í því að þeir stoppi meira hjá okkur. Það þarf að vera gott framboð á gistingu og veitingaþjónustu og möguleik- um til fjölbreyttrar afþreyingar og það þarf að huga betur að mark- aðsmálum og kynningu á svæðinu,“ segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Samtímalist og samfélagið Áhugaverð sýning stendur yfir í Listasafni Árnesinga. Sirra Sig- rún Sigurðardóttir, myndlistarmaður frá Selfossi sýnir samtímaverk. Sýn- ingin sem ber yfirskriftina GEYMAR var til umræðu á sérstakri samkomu sl. laugardag. Lagt var út af sýningunni: samtímalistin og samfélagið sem hún sprettur úr. Hér er Sirra við eitt verka sinna á sýningunni í Hveragerði. Ljósmynd: ÞHH

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.