Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 12

Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 12
Leikskólastjóri Sveitarfélagið Árborg auglýsir eftir leikskólastjóra vegna leyfis frá og með 1. ágúst 2015 við: • Leikskólann Brimver/Æskukot Leikskólinn er með tvær starfseiningar, Brimver á Eyrar- bakka og Æskukot á Stokkseyri. Leikskólinn er heilsuleikskóli sem leggur mikla áherslu á hreyfingu og tónlist. Leikskólinn er í góðu samstarfi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og eru leikskóla- börnin þátttakendur í verkefninu Barnabæ sem hlotið hefur mikla athygli og viðurkenningu Heimilis og skóla. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum stjórnanda með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu. Í sveitarfélaginu búa rúmlega 8 þúsund manns, lögð er áhersla á eflingu skólastarfs, snemmtæka íhlutun og gott samstarf foreldra og helstu fagaðila sem koma að málefnum barnanna. Meginverkefni: - Veita faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi. - Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans. - Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans sem tekur meðal annars mið af skólastefnu sveitarfélagsins og aðalnám skrá leikskóla. Menntun og færnikröfur: - Leikskólakennararéttindi áskilin. - Menntun og reynsla í stjórnun æskileg. - Færni í mannlegum samskiptum. - Áhugi og hæfni í starfi með börnum. - Leiðtoga- og skipulagshæfileikar. - Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Hjartarson, fræðs- lustjóri, sími 480-1900, 852-3918. Áhugasamir geta sent umsóknir á skolathjonusta@arborg.is eða í pósti merktum fræðslusviði Árborgar v/leikskólastjóra, Austurvegi 2, 800 Selfoss. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015 . Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Laun fara eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Deildarstjóri Leikskólinn Brimver/Æskukot óskar eftir að ráða í tvær stöður deildarstjóra frá og með 10. ágúst 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Meginverkefni: Vinnur samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra að uppeldi og menntun leikskólabarna. Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasam- starfs undir stjórn leikskólastjóra. Menntun og færnikröfur: - Leikskólakennararéttindi áskilin - Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji. - Færni í mannlegum samskiptum. - Áhugi og hæfni í starfi með börnum. - Góðir skipulagshæfileikar. - Færni til að tjá sig í ræðu og riti. Frekari upplýsingar veitir M. Sigríður Jakobsdóttir, sími 4803272/4806352 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið brimver@arborg.is Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015. Starfið hentar jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 28. Maí 2015 „Grettisgata“ Fjögurra daga gönguleið frá Geysi í Haukadal, í Botnsdal í Hvalfirði. Valkostur við Laugaveginn. - „Nútíminn býður manni upp á þann munað að ferðast án tilgangs. Að fara á milli staða án þess að eiga sérstakt erindi. Þegar brunað er á bíl eftir þjóðvegum skimar maður til fjalla og veltir fyrir sér: „Hvernig skyldi vera þarna? Þarna hinum megin við fjöll- in? Einhvern tímann ætti maður að rannsaka það.“ Svo gerir maður það kannski aldrei. En stundum fylgir maður hvötinni og drífur sig af stað.“ Þannig hefst hún rafbókin sem Örn Arason skrifar og gefur út. Örn vekur athygli á og lýsir fjögurra daga gönguleið frá Geysi í Haukadal í Botnsdal í Hvalfirði sem höfundur nefnir Grettisgötu. Gönguleið þessi er aðgengileg og fremur auðveld gönguleið um frekar fáfarið svæði í óbyggðum sem er engu að síður stutt frá byggð. Leiðarlýsingin mið- ast við bakpokaferðalanga en hún hentar líka dagferðalöngum og fyrir trússferðir. Hér er verið að benda göngugörp- um á valkost við aðrar þekktari leiðir svo sem Laugaveg og Fimmvörðu- háls þar sem álagið og mannfjöldinn er jafnvel farinn að spilla fyrir upp- lifuninni. Í rafbókinni lýsir höf- undur leiðinni og upplifun sinni af henni. Þar má finna GPS punkta, yfirlitskort og ljósmyndir frá svæð- inu sem gengið er um. Bókin er einungis fáanleg sem raf- bók á vefnum www. landnama.is sem höfundur opnaði af þessu tilefni. Rafbókina er hægt að prenta út eða lesa af tölvuskjám og spjaldtölvum. Örn starfar sem tölvunarfræðingur en hefur verið áhugasamur útivista- maður í áratugi. ÞHH 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Skorað á síðustu mínútu Það var atgangur í fótboltan-um í liðinni viku. Áttust við tvö lið af Suðurlandi. Selfoss hafði betur og skoraði í blálokin. Það mark gerði útslagið. ÍBV skoraði marki minna eða tvö. Vonandi fer verkföllunum að ljúka - og með farsælli lausn. Ég hef minnst á það áður að hægeldaður matur er bæði góður og safaríkur. Hægeldaður kjúklingur með sítrónum er frábær laugardagsmatur sem getur verið í ofninum meðan farið er í sund eða út að viðra hundinn. Nú er blóðbergið farið að spretta og sítrónur minna á sólina og sumarið. Hægeldaður kjúklingur 1 kjúklingur eða bitar 2-3 sítrónur 1 heill hvítlaukur Blóðberg ½ dl olía Skvetta af hvítvíni (má sleppa) Sætar kartöflur Salt og pipar Stillið ofninn á 150°C. Hlutið kjúklingin í nokkra bita, skerið sítrónur í fjóra hluta og hvítl- aukinn í geira. Sætar kartöflur í bita. Raðið þeim neðst í eldfast form og raðið svo saman kjúklingi, sítrónum og hvít- lauk. Stráið blóðbergi yfir, salti og pipar. Skvettið olíu og hvítvíni yfir. Setjið álpappír yfir og setjið í ofn í 1 ½ - 2 tíma. Takið svo álpappírinn af og hækkið hitann í 200°C og eldið áfram þar til kominn er litur á kjúll- ann og hann gegnsteiktur eftir ca. 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Tilvalið að nota fíflablöð og hundasúrur með vorbragði. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS SAFARÍKUR KJÚKLINGUR Grettisgata Gönguleið frá Geysi að Glym Örn Arason

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.