Vestfirðir - 12.02.2015, Síða 12
12. Febrúar 2015
Nýr virkjunarkostur:
Austurgilsá í Skjaldfannardal
Nýr virkjunarkostur á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun, er óvænt á lista
Orkustofnunar yfir virkjunarkosti sem stofnunin sendi verkefnisstjórn
um rammaáætlun til umfjöllunar nú í janúar síðastliðnum. Hugmynd
að þessum virkjunarkosti kom ekki fram fyrr en í mars á síðasta ári og
í desember 2014 var leitað til Orkustofnunar þar sem þá hafði komið í
ljós að möguleg stærð virkjunarinnar kallaði á umfjöllun . í verndar- og
orkunýtingaráætlun. Þar sem orkuöryggi á Vestfjörðum er ábótavant
ákvað stofnunin að taka þessa hugmynd upp á sína arma sem sína
eigin og í samvinnu við Austurgilsvirkjun ehf hafa verið unnin gögn um
tilhögun þessa virkjunarkosts.
Það er fyrirtækið Austurgilsvirkjun
ehf sem stendur að málinu, en það
eignaðist nýlega jörðina Laugaland
í Skjaldfannardal. Eigendur þess
eru bræðurnir Bjartmar og Kristinn
Pétursson. Kristinn var um langt árabil
búsetturá Bakkafirði og rak þar fisk-
verkun og átti um tíma sæti á Alþingi
sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn. Hann er verkefnistjóri og
sagði í samtali við blaðið Vestfirðir að
sér litist ágætlega á virkjunaráformin
og staðfesti að fyrirtækið hafi sótt til
Orkustofnunar um rannsóknarleyfi.
Kristinn sagði að líklega tækju rann-
sóknir tvö ár og stefnt væri að frekari
rennslismælingum á komandi sumri.
Stærð virkjunarinnar gæti verið 25 - 35
megawött.
Skúli Thoroddsen, lögfræðingar
Orkustofnunar sagði Austur-
gilsvikrjun væri mjög fýsilegur kostur
með tilliti til raforkuöryggis á Vest-
fjörðum. Raforkulína yrði lögð frá
virkjuninn út Djúpið til Ísafjarðar ef
af framkvæmdum yrði og hún myndi
styrkja raforkukerfið á Vestfjörðum.
Orkustofnun hefði í þessu ljósi ákveðið
um áramótin að taka málið upp á
sína arma og sent það til skoðunar
í 3. áfanga rammaáætlunar sem sína
tillögu til þess að flýta fyrir alvarlegri
skoðun á virkjunarkostinum.
Skúli sagði að þar sem Austurgils-
verikjun væri ekki í verndarflokki gæti
stofnunin gefið úr rannsóknarleyfi og
því hægt að hefja rannsóknir strax og
stofnunin hefði afgreitt umsókn þar
um.
Aðspurður svaraði Skúli Thorodd-
sen því til að Austurgilsvirkjun hefði
engin áhrif á Hvalárvirkjun austan
megin við Skjaldfannardal , enda
væri um ólík vatnasvæði að ræða.
Einn af kostum þessarar nýju
virkjunarhugmyndar er að tiltölu-
lega greiðfært er að leggja nýjan og
fullkominn veg veg að framkvæmda-
svæðinu frá þjóðveginum um Ísa-
fjarðardjúp.
Austurgilsá rennur í Selá framar-
lega í Skjaldfannardal og gefur um
40% af vatnsmagni hennar mælt við
ármótin. Í skýrslu Orkustofnunar er
staðháttum lýst svo:
„Virkjað yrði úr Vondadalsvatni
sem er í 414 m y. s. , þar yrði myndað
inntakslón og virkjað niður í hæð
60 m y. s. niðri við Selá í Skjald-
fannardal þar sem stöðvarhúsinu
yrði komið fyrir. Þrýstipípan yrði
að mestu niðurgrafin og úr trefjapl-
asti, um 3,3 km löng. Í stöðvarhúsi
við Selá yrði að öllum líkindum ein
Peltonvél. Gert er ráð fyrir að hægt
sé að veita öllu jökulrennsli Selár til
inntakslónsins. Nyrðri endin stífl-
unnar við inntakslónið teygir sig til
vesturs og lónið er nægilega stórt til
að ná yfir vatn sem er í um 1,0 km
fjarlægð norðan inntaksins. Lónhæð
inntaks er 437 m y. s. og með því móti
er hægt að veita Selá í 440 m y. s. yfir
í inntakslónið.
Gert er ráð fyrir að með skurðum
og á stuttum kafla pípu megi veita
nær öllu jökulrennsli Selár yfir í inn-
takslónið og jafnvel einnig rennsli af
jökulvatna á svæðum vestan Skjald-
fannardals með frekari framlengingu
skurðanna.“
Uppsett afl virkjunarinnar yrði að
gefnum ákveðnum forsendum 35
MW og framleiðslan 170 Gwh/ári.
Rétt er að rifja upp að ráðgjaf-
arhópur um orkuöryggi á Vest-
fjörðum, sem þáverandi iðnaðarráð-
herra Össur Skarphéðinsson skipaði,
skilaði af sér áliti fyrir réttum þremur
árum. Benti hópurinn á að brýnasta
verkefnið væri að sjá til þess að af-
hendingaröryggi raforku á Vest-
fjörðum yrði sambærilegt við aðra
landshluta. Til þess að ná því fram
þyrfti hringtengingu raforkuflutn-
ingslínanna og meiri framleiðslu
innan svæðis. Í álitinu var einkum
horft til Hvalárvirkjunar ( 40MW)
og Glámuvirkjunar (67 MW). Báðir
þessir kostir eru metnir af faghópi 4 í
rammaáætlun í næst hæsta kostnaðar-
flokk. Sérstaklega er hár kostnaður við
vegagerð að Hvalárvirkjun og lagn-
ingu raforkulína frá virkjuninni. Þá er
virkjun á Glámuhálendinu viðkvæm
þar sem þau áform snerta svatnasvið
fossanna í ánni Dynjandi.
Austurgilsvirkjun er því nýr kostur
til skoðunar sem gæti reynst álitlegri
en hinir tveir og það eykur vonir
um að fagleg lausn og pólitískur vilji
finnist á þessu erfiða vandamáli Vest-
firðinga.
12
Mynd: Jón Halldórsson.