Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.01.2008, Síða 19

Víkurfréttir - 31.01.2008, Síða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 31. JANÚAR 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Suðurgata 18, Keflavík Góð 3ja herbergja 75m2 íbúð á n.h. í tvíbýli með sérinngangi. Hurð úr stofu út á baklóðina. Buíð að endurnýja þakjárn og miðstöðvarlögn. Laus strax. 13.200.000,- Steinás 1, Reykjanesbæ 139m2 parhús með bílskúr. Parket og flísar á gólfum, hitalögn með hitastillum í gólfum. Stór og mikil afgirt verönd með heitum potti. 33.000.000,- Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Langholt 16, Keflavík Gott 151m2 einbýli með 4 svefnher- bergjum ásamt 44m2 bílskúrs. Mikið búið að endurnýja þ.á.m. skolp, neyslu- vatnsl. miðstöðvarl. og þak ásamt fleiru. 39.000.000,- Baugholt 19, Keflavík Rúmgott 138m2 einbýli með 46m2 bílskúr. Húsið er með 4 svefnherbergum. Sólpallur vel afgirtur. Stutt í alla þjónustu skóla, verzlun og íþróttamiðstöðvar. 34.800.000,- Heiðarbraut 19, Keflavík Gott 188m2 einbýli ásamt bílskúr. Í húsinu eru 4 svefnherbergi, nýjar eikar innihurðir og eikar parket. Steypt bílaplan með bomanik. Stutt í skóla. 37.000.000,- Norðurtún 8, Sandgerði Vel staðsett 138 fm einbýli með 4 til 5 svefnh. ásamt 42 fm bílskúr. Húsið getur verið laust fljótlega. Búið að endurnýja neysluvatn, þakjárn og þakkant. 25.500.000,- Fagrigarður 6, Keflavík Gott 138m2 einbýli með 3 til 4 svefnh. ásamt 35m2 bílskúr. Flísar og eikar parket á gólfum. Búið að endurnýja þakkant, þakjárn og allt gler í húsinu. 34.100.000,- Lyngmói 4, Reykjanesbær 153m2 einbýli ásamt 53m2 bílskúr. 4 svefnherb. stór og opin stofa, nýjar úti- hurðar og gluggar. Stór afgirtur sólpallur með heitum potti og stutt er í skóla. Tilboð asberg.is Heiðarhorn 12, Keflavík Mjög glæsilegt og vel staðsett 215m2 einbýlishús með 4 svefnherbergjum ásamt bílskúr. Gott og mikið útsýni, stutt í alla þjónustu þ.e. skóla og verslanir. Uppl. á skrifst. Faxabraut 59, Keflavík 179m2 einbýli á tveimur hæðum með 38 fm bílskúr. Það eru 5 svefnherbergi í húsinu, húsið er á pöllum, búið að en- durnýja skolplögn. Stutt í alla þjónustu. 39.000.000,- Lyngholt 9, Keflavík Falleg 141m2 e.h. ásamt bílskúr og aukaíbúð í kjallara, samtals 184m2 Parket og flísar á gólfum, ný eldhúsinnrétting, nýlegt baðherbergi. 24.000.000.- Baugholt 29, Keflavík Gott 199m2 einbýli í rólegu hverfi, 4 svefnherb, parket, flísar og mar- mari á gólfum. Nýlegt þak, forhitari á miðstöðvarkerfi. Glæsilegur garður. 39.000.000,- Fjölskyldu- og fé lagssvið Reykjanesbæjar (FFR) er eitt af átta sviðum í stjórnsýslu R e y k j a n e s - bæjar. Sviðið er þjón ustu- svið við íbúa bæj ar ins og h ö f u m v i ð kosið að nota frem ur hug- takið þjónusta en svið þegar við komum fram opinber- lega. Á næstu vikum munu starfs- menn fjölskyldu- og félags- þjónustunnar, leitast við að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar með greinaskrifum, um hvað felst í félagsþjónustu sveitarfé- lagsins bæði almennri og sér- tækri. Hjá FFR starfa nú yfir fimmtíu manns í fjörutíu og tveimur stöðugildum, á skrifstofu, í at- hvörfum, við félagslega heima- Hjördís Árnadóttir skrifar: Í hverju felst félags- þjónusta sveitarfélaga? þjónustu, tilsjón, liðveislu og persónulega ráðgjöf. Einnig hefur félagsþjónustan aðgang að stuðningsfjölskyldum og neyðarheimilum. Þegar íbúar eru spurðir um félagsþjónustu sveitarfélagsins, kemur í ljós að fæstir þekkja hana af eigin raun. Einhverjir þekkja hana í gegnum fjöl- skyldu sína og aðrir af afspurn, en stór hópur þekkir ekkert til hennar. Það má segja að í sjálfu sér sé það ágætt hvað fáir þekki til félagsþjónustunnar, því það bendir til þess að fjöldinn hvorki hafi þurft, né þurfi á slíkri þjónustu að halda, sem undirstrikar að einhverju leyti það hagkerfi og þá velferð sem við búum við. Það er hins vegar staðreynd að það er á öllum tímum, hópur fólks sem þarf stuðning frá sam- félaginu í lengri eða skemmri tíma og því er nauðsynlegt að hafa öflugt öryggisnet. Enginn veit hvað morgundag- urinn ber í skauti sér og við sem störfum við félagslega þjónustu sjáum oft átakanleg merki um það. Félagsleg þjónusta er samfé- lagslegt öryggisnet sem fjár- magnað er með skatttekjum frá íbúum. Þannig erum við búin að leggja inn líkt og í líf- eyrissjóð, ef til þess kemur að við þurfum á félagslegri þjón- ustu að halda. Félagsþjónusta er að mestu bundin í lög og reglugerðir. Það tryggir fagleg vinnubrögð og að einungis þeir sem þurfa skv. skilgreindum ákvæðum, á þjónustunni að halda fái notið hennar. Það kemur oft fyr ir að til okkar leitar fólk sem er í veru- legum fjárhagslegum vanda, en hefur tekjur yfir viðmiðun- armörkum. Þannig aðstæður eiga almennt ekki erindi inn á borð félagsþjónustunnar, nema annar verulegur vandi sé þar samhliða. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar er fyrst og fremst þjónustustofnun við íbúa bæjarins sem þurfa á fé- lagslegri þjónustu að halda. Hjá FFR er leitast við að veita góða og faglega þjónustu innan þeirra marka sem lög og reglur segja til um hverju sinni. Helstu verkefni félagsþjónust- unnar eru: * barnavernd * stuðningsúrræði * forsjár- og umgengnismál * ættleiðingarmál * fósturmál og vistun * fjárhagsaðstoð og ráðgjöf * húsaleigubætur * félagsleg ráðgjöf * sálfræðiþjónusta * daggæslumál * félagsleg húsnæðismál * félagsleg heimaþjónusta * málefni aldraðra * málefni fatlaðra * jafnréttismál * málefni hælisleitenda Útgjöld til fé lagsþjónustu Reykjanesbæjar á árinu 2007 voru kr. 348.551.000.- eða kr. 27.580.- á hvern íbúa bæjarins. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar er reiðubúin til þjónustu við þig. Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenn á skrifstofu FFR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.