Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 30. APRÍL 2008 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Á fimmtudaginn (1. maí) verður opnuð myndlistarsýn- ing 8 myndlistarmanna úr Reykjanesbæ í Gallerí 1og8 Hafnargötu 54, Keflavík. Á sýningunni eru 36 olíumál- verk, allt frá raunsæisverkum til abstrakts. Verkin eru af- rakstur námskeiðs sem lista- fólkið sótti í mars og apríl. Er þetta fyrsta myndlistasýning sem opnar í Gallerí 1og8, en nú þegar er búið að skipuleggja nokkrar sýningar á þessu ári. Þeir sem sýna verk á sýning- unni eru: Ásdís Friðriksdóttir, Agnes Agnarsdóttir, Bergþóra Káradóttir, Guðmundur Mar- íasson, Halla Harðardóttir, Inga Rósa Kristinsdóttir, Þóra Jónsdóttir og Þórunn Guð- mundsdóttir. Sýningin opnar kl. 16.00 og Á sýningunni er m.a. þetta verk eftir Ingu Rósu Kristinsdóttur. Gallerí 1og8: Myndlistarsýning átta listamanna Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og uppákomur. Me r k i n g a r s e m b a n n a umferð mótorhjóla og fjór- hjóla hafa verið settar upp við reiðveginn sem liggur frá hesthúsahverfinu í Fáka- dal og meðfram Stapagötu í Vogum. Borið hefur á því að vélhjólafólk noti reiðveginn. Við það losnar yfirborð hans og hann verður hestum þung- fær auk þess sem mikil hætta skapast vegna hávaða. Hestar geta fælst við óvænt og há- vær mótorhljóð með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Börn og fullorðnir stunda hestamennsku í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Öryggi er þeim ofarlega í huga. Þess vegna er þeim vinsamlegu tilmælum beint að vélhjóla- fólki að það sneiði framhjá reiðvegum í sveitarfélaginu og noti akvegi sem sjaldan eru langt undan og ætlaðir eru vélknúnum farartækjum, segir á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Reiðvegir eru fyrir hesta, ekki vélhjól

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.