Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 30.04.2008, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 30. APRÍL 2008 29STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Glæsivellir 5, Grindavík 211,9m2 einbýli ásamt bílskúr. Stór stofa, stórt og bjart eldhús. 4 svefnherb. Stór bílskúr með hita og rafmagni ásamt aukaherb. Harðviðarsólpallur með heitum potti. Nýjar kaldavatnsl. að hluta.t 39.500.000,- 12.000.000,- Borgarvegur 9, Njarðvík Mjög fallegt 219m2 einbýli á tveimur hæðum, ásamt bílskúr. Sérlega fallegar innréttingar, parket og flísar á gólfum. Hellulagt er fyrir framan hús, einnig á baklóð, þar er verönd með heitum potti. Ásabraut 5 eh, Grindavík 86m2 e.h. í tvíbýli. Eldhús, 2 svefnherb. sjón- varpshol, súðargeymsla og geymsluloft. Parket er á gólfi. Neysluvatnslagnir eru nýjar og skolp. Búið er að taka íbúð mikið í gegn. Stutt í grunnskólann Staðarsund 7, Grindavík -NÝTT- 100m2 atvinnuhúsnæði, möguleiki er á 40m2 8 metra há lofthæð upp í mænir. Stór innkeyrsludyr. Afhendist svo til tilbúið til innréttinga en fullbúið að utan með liggjandi bárujárni. Hlíðarvegur 17, Njarðvík Gott einbýlishús ásamt 28m2 bílskúr. Skiptist í 4 svefnherb. og stofur. Skipti möguleg. Sérlega góður staður. 21.900.000,- Sunnubraut 2, Grindavík 116,2m2 einbýli á tveimur hæðum ásamt 39,6m2 bílskúr/geymslu. Eignin skiptist í stofu, eldhús, tvö baðherbergi, geymslu. og þrjú svefnherbergi. nýjar. Nýtt rafmagn. Sólpallur. Gróðurhús á lóðinni. 19.900.000,- 29.500.000,- Uppl. á skrifst.Uppl. á skrifst.11.500.000,- Höskuldarvellir 25, Grindavík 90,1m2 endaraðhús ásamt 25,8m2 bílskúr, alls 115,9m2 Stofa, 2 svefnherb. baðherb. og búr. Á baði er sturta og baðkar. Parket á stofu og í svefnherb. Nýjir ofnar, nýr forhitari. Hringbraut 65, Keflavík Mjög skemmtileg 6 herbergja íbúð, e.h. og ris, ásamt 38 fm bílskúr. Húsið hefur að mestu verið tekið í gegn á síðustu 10 árum. Garður er ræktaður. Án millilofts 12.500.000,- með millilofti Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Vaknaði 7.30 á laugardags- morgun við sms skilaboð frá syninum og þar stóð (vakn- aður). Ég hr ingdi í hann þar sem hann á sjaldan inneign í sím- anum og heyrði að hann var greinilega orð- inn spenntur. Hann var nefnilega að fara í opna Carlsberg golfmótið hjá GS og var að bíða eftir félaga sínum sem bauð honum með. Ég sagðist bara skutla honum þangað því ég átti hvort sem er erindi þangað við fram- kvæmdastjórann, vegna golf- móts sem Lundur verður með þar 11. júní í sumar, (sjá nánar á golf.is). Að vera kominn þangað með honum og sjá hann æfa og slá dró mig mörg aftur í tímann þegar ég var að fara með hann í golf eða á golfæfingar sem krakka og táning. Ég fylgdist með honum fyrstu 9 holurnar þar til ég þurfti að fara að vinna, en mikið rosa- lega var þetta yndisleg tilfinn- ing að vera staddur þarna með honum sem áhorfandi. Eftir 9 holur í norðan roki var hann 8 höggum yfir pari en sprakk svo á seinni 9 og með mælingu á einni par 3 holu. (Bergvíkinni) sem hann hélt og fyrir það fékk hann 4 kassa af Carlsberg bjór (sem hann svo gaf). Skondið. Þetta er íþrótt sem þarf að æfa vel eins og að sjálfsögðu allar, ekki síst eftir svona langa fjar- veru en þetta var samt alveg frábært hjá honum. Einnig var honum boðið í mót í Sandgerði daginn eftir og lenti þar í 7. sæti Þannig að hann er að stimpla sig vel inn í þessa íþrótt aftur eftir 10-12 ára fjarveru ásamt fleira ungu fólki og er mikill áhugi þar í gangi en þau þurfa að fara hægt í sakirnar vegna fjárskorts. (sýna ábyrgð) Það er af sem áður var Hér áður fyrr þá fékk ég sms eða eina hringingu og skellt á mörgum sinnum á dag og alltaf hringdi ég til baka og hlustaði á einhverja þvælu í honum, óheiðarleika og bull en í minni meðvirkni þá hlust- aði ég á hann og jánkaði öllu sem hann sagði og vorkenndi honum en trúði því og þráði að það væri eitthvað satt og rétt í þessu. Réði ekki við þá tilfinningu. Þó svo að ég hringi enn til baka í hann þá veit ég að hann er heiðarlegur við mig í dag. Þetta getur því verið alveg ótrúlegur viðsnúningur hjá þeim sem vilja taka sig á og einnig þeim sem tengjast þeim á einhvern hátt og hafa gert eitthvað fyrir sig í þeim efnum sem aðstandendur. Gleðilegt sumar Erlingur Jónsson, 864-5452 www.lundur.net lundur@mitt.is Erlingur Jónsson skrifar: Gamli góði fílingurinn Ákveðið hefur verið að stofna deild innan Samtaka sykursjúkra á Suðurnesjum. Er það Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem steig fyrsta skrefið í átt að stofnun deildarinnar og boðaði til fundar milli aðila á Suðurnesjum og Samtaka sykursjúkra. Ákveðið var á þeim fundi að haldinn yrði stofnfundur miðvikudaginn 7. maí kl. 20 í húsnæði Kiwanisklúbbsins í Garðinum, nánar tiltekið Heiðartúni 4. Á fundinum mun Funi Sigurðsson sálfræðingur halda erindi um mikilvægi þess að hafa félagsskap af öðrum í svipuðum sporum. Eru félagsmenn á Suðurnesjum sem og aðrir hvattir til að mæta. Sykursjúkir stofna Suðurnesjadeild

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.