Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.2008, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 29.05.2008, Qupperneq 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristrún Líney Helgadóttir, húsmóðir, Kirkjuvegi 14, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 18. maí sl. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. maí kl. 11. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Þroskahjálp á Suðurnesjum. Jóhann Pétursson, Pétur Jóhannsson, Sigrún Jónatansdóttir, Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hjördís M. Bjarnason, Sóley Jóhannsdóttir, Ólafur J. Briem, Jóhann Jóhannsson, og barnabörn. Ertu að fara í lóðina? Vantar þig ráðgjöf um val á plön- tum og annað í sambandi við skipu- lag lóðarinnar? Fagleg ráðgjöf um val á plöntum. Áratuga reynsla af ræktun á svæðinu. Útvega einnig afskorin blóm og blómaskreytingar við öll tækifæri Plöntusalan Drangavellir 6 s. 421 2794 / 695 2023 LÓÐAR EIGAND I! Gróður mold í potta og ker Afar metnaðarfullu verkefni lauk í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja á dögunum, en þar var um að ræða áfangann HYD-106. Þetta er sann- kallað tímamótaverkefni í nýsköpun og frum- kvöðlastarfsemi hjá skólanum, en lokatak- mark hans var að smíða fjarstýrða vetnisbíla frá grunni. Ívar Valbergsson var einn af forsvarsmönnum verkefnisins og sagðist í samtali við Víkurfréttir afar ánægður með útkomuna. „Áfanginn hefur annars átt sér langan aðdraganda. Jónas Eydal, kennari hér við skólann, kastaði þessu fram fyrir um tveimur árum síðan og við fórum í framhaldinu saman til Ólafs skólameistara og kynntum hugmyndina fyrir honum. Honum datt svo í hug að gera þetta þverfaglegt. Þannig gætum við líka nýtt okkur hina góðu aðstöðu sem við höfum í raungreinakennslu.“ Eitt leiddi svo af öðru og smám saman bætti skólinn við tækjabúnaði eins og tölvustýrðri laserskurðarvél og fræsi. Þau gefa skólanum nær óþrjótandi möguleika í alls kyns hönnun og nýsmíði. Áfanginn hófst svo eftir áramót og hafa nem- endur unnið hörðum höndum síðan, undir handleiðslu sex kennara á bæði bók- og verk- sviðum sem fara yfir öll svið nýsköpunar, hönnun, rekstur og framleiðslu. Ívar segir næsta víst að mikil ásókn verði í námskeiðið á næsta skólaári og vill sérstaklega skora á stúlkur að skrá sig þar sem einungis drengir voru í áfanganum að þessu sinni. Frumkvöðlaverkefni í Fjölbrautaskólanum: Byggðu vetnisbíla frá grunni Þátttakendur í áfanganum með bílana þrjá sem gerðir voru á námskeiðinu. VF-myndir/Þorgils

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.