Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 26.06.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 26. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Sóttkví Tekið er á móti dýrum sem koma til Íslands til dvalar í 28 daga. Dýrin eru í sóttkví til að koma í veg fyrir að þau beri með sér sníkjudýr og sýkla sem gætu smitast í dýr og menn. „Það eru ekki allir sem hafa skilning á því að dýrin þurfa að vera í sóttkví. Þegar fólk kynnir sér málið betur þá skiptir það yfirleitt um skoðun. Farið er eftir mjög ströngum reglum í allri einangrunarstöð- inni og fær enginn að koma nálægt dýrunum nema starfs- menn og dýralæknir,“ segir Kristín Jóhannsdóttir eigandi. Sérhannað húsnæði Húsnæði einangrunarstöðv- arinnar er sérsniðið að starf- seminni sem þar fer fram. Kristín hannaði húsnæðið fékkk hugmyndir víða, skoð- aði teikningar á netinu og er mjög ánægð með útkomuna. Starfsemi hófst í húsinu árið 2005. „Öll aðstaða er sam- kvæmt ströngustu kröfum fyrir stöð sem þessa, sér rot- þró, útisvæði, rúmgóð búr, allt eins og best verður á kosið.“ Starfsmenn þurfa að fara í sturtu eftir að þeir sinna dýr- unum. Það má ekkert berast frá dýrunum á meðan þau eru í einangruninni og fyllsta hreinlætis er gætt. Kristín segir hundana ótrú- lega fljóta að aðlagast. Það fer mikið ferli í gang strax og hundarnir koma. Þeir kynn- ast starfsfólkinu og eru rólegir þegar þeim er sinnt. Kettirnir eru hafðir í sérálmu í húsinu í sérstökum kattabúrum og það er misjafnt hvernig þeir aðlag- ast, þeir eru ekki allra. Allt inn – Allt út Kerfi sem unnið er eftir er svokallað „allt inn – allt út“ kerfi – öll dýrin í stöðinni eru á sama stað í ferlinu. Ef eitt dýr greinist með smitsjúkdóm eru öll dýrin meðhöndluð sam- tímis. Að sögn Kristínar finnst alltaf eitthvað sem þarf að með- höndla í hverju holli. „Tekin eru ýmiskonar sýni úr dýr- unum og send til skoðunar að Keldum. Komi eitthvað í ljós er brugðist við því og dýrin meðhöndluð eftir fyrirmælum dýralæknis. Á milli hópa er deildin sótthreinsuð og í tvo daga er henni lokað. „Holl in sem við fáum eru mjög misjöfn, þetta holl sem er að fara frá okkur núna var mjög erfitt. Það fannst ýmis- legt sem þurfti að meðhöndla en allt gekk vel að lokum og dýrin fara til eigenda sinna og nýrra heimkynna hrein og fín.“ Fólk borgar fyrir fæði, umhirðu og eftirlit Undirbúningur innflutnings á hundum eða köttum er í flestum tilfellum 2-3 mánuðir. Það fylgir alltaf einhver kostn- aður við að flytja dýr til lands- ins og sú þjónusta sem ein- angrunarstöðin rukkar fyrir innifelur flutning frá flugvelli, fæði, húsnæði, þrif, almenna umhirðu, feldhirðu, auk rann- sókna og reglubundið eftirliti dýralæknis á meðan á dvölinni stendur. Að sögn Kristínar hefur hesta- inflúensan fundist í hundum í Bandaríkjunum og eru nú tekin sérstök blóðsýni úr hund- unum og send til Svíþjóðar í skoðun. Hundaræktandi í Höfnunum Kristín flytur sjálf inn hunda til ræktunar og er að byggja upp aðstöðu fyrir það í Höfn- unum. Uppáhalds hundakyn hennar er íslenski hundurinn sem að hennar sögn hafi svo frábæra eiginleika á öllum sviðum. „Það eru svo mörg hundakyn sem hafa góða eigin- leika og eru skemmtileg. Það er erfitt að velja eina tegund umfram aðra,“ segir Kristín Jó- hannsdóttir athafnakona. Kristín Jóhannsdóttir, eigandi Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ: Fjölskyldufyrir- tæki í Höfnum Einangrunarstöð fyrir hunda og ketti er staðsett í Reykja- nesbæ nánar tiltekið í Höfnunum. Eigandi stöðvarinnar er Kristín Jóhannsdóttir, athafnakona, hundaræktandi og vefverslunareigandi. Í einangrunarstöðinni starfa syst- kinin, börn Kristínar, Elías Kristjánsson, nemi og Thelma Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Sigurðssyni, sérlegum að- stoðarmanni. Thelma er framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Thelma Dröfn Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri, Adam sonur Thelmu, Kristín Jóhanns- dóttir, eigandi og Elías Kristjánsson.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.