Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Síða 6

Víkurfréttir - 03.07.2008, Síða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 27. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ������������������������������ ������������������������������������� ������������������������������������ ��������������������������������������� ���������������������� ���������� Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð Suðurstrandarvegar á milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar. Verkið felst í nýbygg- ingu Suðurstrandarvegar á 33,6 km löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 m steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga, segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Í lýsingunni segir að undirbyggingu á Krýsuvík- urvegi skuli vera lokið fyrir 1. júní 2009. Smíði brúar á Vogsós skal lokið fyrir 15. september 2010 og verkinu öllu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2011. Útboðið verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Grindvíkingar hafa lengi bent á nauðsyn þess að fá þessa vegabót. Stjórnmálamenn hafa lengi notað veginn sem agn á kjósendur fyrir alþingis- kosningar en þau loforð hafa jafn harðan verið svikin eftir kosningar. Ýmir hafa látið sig málið varða, sbr. ályktanir frá SSS og Ferðamálasam- tökum Suðurnesja frá síðasta ári. Suðurstrandarvegur hefur oft á tíðum verið eins og þvottabretti. VF-mynd/elg. Loksins Suðurstrandarvegur? Vinkonurnar Ása, Æsa og Rósmarý í Njarðvík urðu fyrir óvæntri en skemmti- legri reynslu á sunnudaginn. Þær höfðu fundið egg í mó- an um á Nikel svæð inu og fóru með það heim til einnar stelpunnar. Þar klaktist það út á sunnudaginn og út stökk hraustur og hress æðarungi sem hef ur feng ið nafn ið Andrés, alla vegana um tíma. Andr és er hinn frískasti, borðar brauð hjá „mömm- unum“ sínum og syndir í lítilli tjörn sem er í garðinum sem er heima hjá Ásu. Þær vinkonur segja að hann sé líka mjög þægur en hann er með pínu læti á nóttinni því hann vill ekki sofa í kass- anum sínum á nóttinni. Stúlk- urnar hyggjast ala Andrés upp þangað til hann verður stór. Foreldrum þeirra finnst þetta bara skemmtilegt og styðja ungamömmurnar með ráðum og dáð. Ala upp æðarunga

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.