Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2008, Síða 2

Víkurfréttir - 25.09.2008, Síða 2
2 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR 25% afsláttur 30% afsláttur 41% afsláttur KJÚKLINGABRINGUR FERSKAR 1.595 kr/kg Verð áður 2.704 kr/kg BAYONNE SKINKA 139 kr/pk. PARTÝ SKINKA SOÐIN 148 kr/pk.99 kr/pk. DEL MONTE SAFI epla, appelsínu m/aldinkjöti og ananas 1l 199 kr/stk. TILDA BASMATI 1kg 499 kr/pk. PATAKS TIKKA MASALA OG KORMA SÓSA 540g 299 kr/stk. BURTON TOFFYPOPS TWIN PACK BURTON VISCOUNT 7 stk 1.597 kr/kg Verð áður 2.129 kr/kg CARAMEL 4 í pakka 1.249 kr/kg Verð áður 1.778 kr/kg Betri helgartilboð -örugglega ódýrt! ���������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� Sveitarfélögin í Vogum, Garði og Sandgerði bíða öll með til- búna aðstöðu fyrir lögreglu. Ekkert bólar hins vegar á mann- skap til að manna stöðvarnar. Um þar síðustu áramót þegar dómsmálaráðherra kynnti ný- skipan lögreglumála á Suður- nesjum var talað um stóraukna löggæslu á Suðurnesjum. Það virðist ekki hafa gengið eftir. Boðaðar voru áherslubreyt- ingar við sameiningu lögreglu- embætta við það tækifæri er Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra, staðfesti formlega nýtt skipurit Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þær voru einkum fólgnar í auknum sýnileika lögreglu, eflingu í rannsóknum mála, auknum málshraða og öflugu teymi lög- reglumanna í fíkniefnamálum. Við sama tækifæri var undir- ritað samkomulag við sveit- arfélögin á Suðurnesjum um fjölgun varðstofa á svæðinu. Það átti að hafa í för með sér að varðstofur yrðu framvegis starfræktar í Sandgerði, Vogum, og Garði samhliða því að varð- stofan í Grindavík yrði efld. Í Vogum, Garði og Sandgerði bíða sveitarfélögin með til- búna aðstöðu, sem ekki hefur enn verið nýtt. Í Vogum og Garði átti forvarnarfulltrúi að hafa ákveðna viðveru. Í Sand- gerði er tilbúin varðstofa í húsakynnum slökkviliðsins. Ríkið stendur ekki við samninga „Það er því miður alltaf sama sag an með það sem rík ið á að gera. Til dæmis hefur heilsugæslan hér verið lokuð í margar vikur. Við erum að berjast í því að fá einhverja þjónustu í þeim málaflokki. Við erum líka að berjast í því að fá almennilega löggæslu. Við erum einnig að berjast í því að ríkið borgi það sem það á að borga í málefnum fatlaðra. Það er bara eins og að tala við vegg,“ segir Ró- bert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum í samtali við VF. Hann segir allt bera að sama brunni í málefnum Suðurnesja gagn- vart ríkinu. Suðurnesin virð- ast þar vera afgangsstærð og benda megi á framlög til Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja sem skýrt dæmi. Á nýlegum fundi bæjarráðs Grindavíkur er því harðlega mótmælt að ekki hafi verið staðið við samninga og fyrir- heit um aukna löggæslu í bæj- arfélaginu. Þar vísað í samning sem gerður var árið 2000 milli bæjaryfirvalda og sýslumanns. Einnig er vísað til fyrirheita sem gefin voru við nýskipan lög- reglu um þar síðustu áramót. Nýskipan lögreglumála á Suðurnesjum var kynnt í byrjun árs 2007. Dómsmálaráðherra kynnti aukna löggæslu á svæðinu og undirritaðir voru samningar við sveitarfélögin þar að lútandi. VF-mynd/elg Sigmar Eðvarsson, fulltrúi D-lista í bæjarráði Grinda- víkurbæjar, er ómyrkur í máli í bókun sem hann lagði fram á síðasta fundi ráðsins í umræðu um styrkveitingu til kvennaknattspyrnunnar í Grindavík. Sigmar segir for mann bæj ar ráðs hafa snuprað bæjarbúa með vill- andi upplýsingum og vinnu- brögðin varðandi styrkveit- inguna séu gróft stjórnsýslu- brot og með öllu ólíðandi. Bæjaryf irvöld veittu fyr ir nokkru fjárstyrk til meistara- flokks GRV að upphæð einni milljón króna vegna góðrar frammistöðu á Íslandsmótinu. Á bæjarstjórnarfundi þann 10. september spurði fulltrúi D- lista hvort vænta mætti að allir meistaraflokkar yrðu styrktir með sama hætti til að gæta jafnræðis. „Formaður bæjarráðs upplýsti að ekki væri meiningin að styrkja aðra meistaraflokka í Grindavík því þetta væri ekki styrkur, heldur vinnuframlag útlendinga sem voru í liðinu og einhver redding þeim til handa. Samkvæmt þessum upplýs- ingum hefur formaður bæjar- ráðs og bæjarstjóri snuprað bæjarbúa og bæjarráð með villandi upplýsingum bæði í fjölmiðlum og bæjarráði. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálastjóra bæjarins þá voru ekki greiddir neinir skattar og gjöld af upphæðinni heldur var þetta fært sem styrkur. Svona vinnubrögð eru með öllu ólíð andi og eru gróft stjórnsýslubrot,“ segir í bókun Sigmars á bæjarráðsfundi í síð- ustu viku. Sigmar lagði í framhaldinu fram til lögu þar sem „for- maður bæjarráðs biðji bæjar- ráð afsökunar á framferði sínu og óski eftir því við fjármála- stjóra að gjörningurinn verði færður rétt til bókar svo kom- Sakar fulltrúa meirihlutans um gróft stjórnsýslubrot ast megi hjá skattsvikum,“ eins og segir orðrétt í tillögunni sem var felld með atkvæðum meirihlutans. Fulltrúar meirihlutans vísa fullyrðingum Sigmars til föð- urhúsanna í bókun sem þeir lögðu fram við sama tækifæri en í henni segir: „Bæjarráð samþykkti einróma á fundi sínum að styrkja meist- araflokk GRV, knattspyrnu- deild kvenna um eina milljón. Þetta er styrkur sem deildin hefur sjálf eða stjórn hennar með að gera hvernig er ráð- stafað. Einhverjar ávirðingar oddvita D-listans um að eitt- hvað hafi ekki verið upp á borð- inu vegna styrksins er vísað til föðurhúsanna. Spyrja má hvort um sé að ræða karlrembuhátt fyrrverandi bæj- arformanns og skoðanir hans að konum sé ekki treystandi fyrir fjármálum hafi áhrif á málefna- stöðu hans gagnvart styrkveit- ingu til meistaraflokks kvenna.“ ✝ Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Bergþóra Þorbergsdóttir Garðvangi, Garði (áður Nónvörðu 11, Keflavík) lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 22. september s.l. Útför hennar verður gerð frá Útskálakirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga á Suðurnesjum (reikn. 1109-05-412298 kt. 580690-2389). Guðmundur Jóelsson, Anna Margrét Gunnarsdóttir Axel Jónsson, Þórunn Halldórsdóttir Vignir Jónsson, Marteinn Tryggvason Þorsteinn Jónsson, Katrín Hafsteinsdóttir Íris Jónsdóttir, Gylfi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.