Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 4 42 07 1 1. 20 08 Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás - Borgarnes - Stykkishólmur Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur - Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil LYFJA STYÐUR LANDSLIÐ KVENNA Í HANDBOLTA Athugið breyttan afgreiðslutíma um helgar: Laugardaga 10-16 / Sunnudaga 12-16 Konukvöld í Lyfju Fimmtudaginn 20. nóvember Opið til kl. 21.30 í Lyfju Reykjanesbæ Ekki missa af spennandi kynningum, kaupaukum og afsláttum. 15% afsláttur af öllum ilmvötnum – aðeins á Konukvöldi! Vegleg taska fylgir með ef keyptir eru tveir hlutir frá Sothys. Spennandi kynningar og kaupaukar: Oroblu-sokkabuxur Snyrtivörukynning frá Sothys og Cee Fæðubótarefni fyrir konur frá Heilsu Black xs frá Paco Rabanne Dömuilmur. Nina frá Nina Ricci Dömuilmur. Black xs frá Paco Rabanne Herrailmur. Eight Hour - dekurtaska Full af snyrtivörum fyrir dömur á öllum aldri. Kaupa uki Kaupa uki L´Oréal Volume Shocking eða andlitsvatn og toner í kaupbæti Með tveimur keyptum vörum í L’Oréal færðu glæsilegan Volume Shocking maskara eða 125 ml andlitsvatn og toner að gjöf. 15% a fsláttu r 15% a fsláttu r 15% a fsláttu r 6. - 7. desember í samkomuhúsinu í Sandgerði frá kl. 12:00 -18:00. Peysur og annar fatnaður frá versluninni Kaki í Hafnarfirði Fatnaður frá Grétu (stórar stærðir) Skart frá Dísu Design Lista leir Oggu og förðunarpakkar frá NYX Airbrush kynning JÓLAMARKAÐUR í boði verður... kaffi og meðlæti ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Lán upp á 800 milljónir, sem Reykjanesbær tók haustið 2006 vegna gatnagerðarfram- kvæmda í Innri-Njarðvík, stendur í dag hátt í 1,1 millj- arði og hefur hækkað um hátt í 300 milljónir á tveimur árum. Sveitarfélögin standa nú frammi fyrir hækkandi fjármagnsliðum vegna geng- ishruns krónunnar og er þetta lán dæmi um það. Umrætt lán var tekið í doll- urum í gegnum Lánasjóð sveitarfélaga og hljóðaði upp á 11,7 milljónir dollara eða 800 milljónir í ís lenskum krónum. Afborganir hafa verið greiddar í íslenskum krónum. Í dag stendur lánið í ríflega 9,7 milljón dollurum en samkvæmt yfirliti frá Lána- sjóðnum stóð það í einum milljarði og 93 milljónum ís- lenskra króna í lok október. Þetta kemur fram í formlegu svari frá bæjarskrifstofu við fyrirspurn Víkurfrétta. Tekist var á um umrætt lán í bæjarstjórn á sínum tíma en fulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðslu málsins. Lánið var tekið vegna framkvæmda á nýjum byggingasvæðum í Innri-Njarðvík. Sam kvæmt upp lýs ing um frá bæjarskrifstofu eru nú lausar 44 einbýlishúsalóðir, átta undir parhús á tveimur hæðum, tólf fjölbýlishúsalóðir og átta lóðir undir raðhús í Ásahverfi, Tjarnarhverfi og Dalshverfi 1 og 2. Samtals er 176 íbúðum óúthlutað sem er um 11% af því sem úthlutað hefur verið frá 2005. Bæjar- sjóður hefur síðan í byrjun ágúst endurgreitt rúmar 100 milljónir vegna lóðaskila. Núverandi efnahagsástand og hrun krónunnar leikur fjár- hag sveitarfélaganna illa og fer Reykjanesbær ekki varhluta af því. Fjármagnsliðir bæjarsjóðs hafa hækkað um tæpa tvo millj- arða umfram áætlanir eins og VF greindi frá í síðustu viku. Hefur hækkað um 300 milljónir kr. Hátt í 900 atvinnu- lausir á Suðurnesjum Alls hefur 46 úthlutuðum lóðum verið skilað í Reykja- nesbæ í ágúst, september og október. Vegna þessa hefur Reykjanesbær þurft að endurgreiða tæpar 102,5 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu er ekki greitt fyrir lóðir í Reykjanesbæ líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Eingöngu er því verið að end- urgreiða gatnagerðargöld. Síðan í febrúar á þessu ári hafa lóðahafar ekki þurft að greiða sérstakt staðfestinga- gjald en greiða þarf bygging- arleyfisgjöld og gatnagerðar- gjöld innan 30 daga eftir að lóð hefur verið úthlutað. Reykjanesbær verður því fyrir minna tekjutapi en ella samanborðið við sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu sem hafa þurft að endur- greiða milljarða vegna lóða- skila. Á sama tíma og þessum 46 lóðum var skilað, var 10 lóðum úthlutað. Stærsti hluti skilalóðanna eru undir ein- býlishús, eða 25 lóðir. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarskrifstofu eru nú lausar 44 einbýlishúsalóðir, átta undir parhús á tveimur hæðum, tólf fjölbýlishúsa- lóðir og átta lóðir undir raðhús í Ásahverfi, Tjarnar- hverfi og Dalshverfi 1 og 2. Samtals er því 176 íbúðum óúthlutað sem er um 11% af því sem úthlutað hefur verið frá 2005. Frá árinu 2005 hafa verið gefin út byggingarleyfi fyrir 1510 íbúðir. Tala atvinnulausra á Suð- urnesjum hækkar ört og í byrjun vikunnar voru 897 skráðir atvinulausir á svæð- inu, 461 karl og 436 konur. Undir lok október voru 543 skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum og um miðjan þennan mánuð hafði þeim fjölgað í yfir 840. Heildarafli á Suðurnesjum dróst saman um 30.660 tonn á milli ára fyrstu níu mánuði árins, fór úr rúmum 100 þúsund tonnum í ríf- lega 69 þúsund tonn. Í Grindavík fór heildarafl- inn úr 54.521 tonni niður í 38.295 tonn. Í Sandgerði minnkar hann úr rúmum 17 þúsund tonnum niður í ríflega 15.500 tonn. Í Kefla- vík dróst aflinn saman um rúmlega 12.800 tonn, fór úr 28.442 tonnum niður í 15.626 tonn, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Talsvert munar um aflasam- drátt í loðnu í þessum tölum en hann var upp á 28 þúsund á milli ára. Þá er nokkur samdráttur í helstu bolfisk- tegundum, eins og þorski. Heildaraflinn dregst saman Lán sem tekið var vegna gatnagerðar haustið 2006: Endurgreiðir rúmar 100 milljónir vegna lóðaskila

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.