Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Síða 8

Víkurfréttir - 29.03.2012, Síða 8
8 FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR „Þetta byrjaði þegar ég missti vinn- una og við Stjáni förum í lausa- mennskubransann. Það var árið 2010, í desember ef mig minnir rétt,“ segir Guðmundur. Hann leigði annars staðar í húsinu við Hafnargötu 35 sem nú hýsir skrif- stofu þeirra félaga og þar hittust þeir til þess að vinna að einu verk- efni. „Svo vatt þetta upp á sig,“ segir Guðmundur um leið og hann hellir sjóðandi vatni í bolla fyrir okkur. Hann er Keflvíkingur í húð og hár en Kristján er úr Reykjavík en á þó ættir að rekja hingað. Guðmundur var alltaf harður á því að vera með skrifstofu í Reykjanesbæ. „Það lá alveg fyrir þar sem ég nenni ekki að vera að keyra til Reykjavíkur á hverjum degi,“ segir hann og hlær. „Mig langar að geta haft meiri tíma til þess að vera með fjölskyldunni en ég fer stundum til Reykjavíkur á fundi og þá reyni ég að nýta tímann sem best.“ Skrifstofan ýtir undir sköpunargleðina „Skristofan var PR-stuntið okkar. En það var samt ákveðin pæling á bak við þetta allt saman. Ég elska náttúruna og það að geta labbað hérna meðfram sjónum,“ segir Guð- mundur. „Ég hef alltaf verið með- vitaður um að vilja hafa umhverfið svona kósý og náttúrutengt. Svona til þess að ýta undir sköpunargáf- una. Ég þekki til Daníels (á 1x6 gistihúsinu) og upphaflega ætlaði hann að gera einn vegg fyrir okkur, en það vatt upp á sig og við gerðum aðeins meira.“ Guðmundur segist finna fyrir því að það sé öðruvísi að vinna í svona umhverfi og stemn- ingin sé ólík því sem gengur og Það er notalegt andrúmsloft á skrifstofu vefhönnunarfyrirtækisins Kosmos & Kaos við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Guðmundur Bjarni Sigurðsson, sem er annar stofnandi þess- arar framsæknu vefhönnunarstofu býður blaðamanni upp á te og við tyllum okkur og ræðum málin. Skrifstofa fyrirtækisins hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir óvanalegt útlit en útlitið hönnuðu þau Daníel Hjörtur Sigmundsson og Linda Stefánsdóttir sem reka gistiheimilið 1x6. Skrifstofan er kannski ekkert gríðarlega óhefðbundin, þarna eru veggir, loft, gólf og gluggar. Veggur sem smíðaður er að mestu úr rekavið sem hangir niður úr miðju loftinu og róla sem hangir við innganginn vekja þó gjarnan mikla athygli. Svo ekki sé minnst á fatahengið sem er í formi getnaðarlims en skrifstofan er sannarlega glæsileg. Nýverið fjallaði hönnunar-vefritið Abduzeedo um skrifstofu Kosmos & Kaos sem eina þá flottustu í heiminum. Skrifstofan var einnig sýnd í nýlegu tölublaði Húsa og Híbýla. Þeir félagar Guðmundur og Kristján Gunn- arsson félagi hans, ákváðu fyrir rúmu ári síðan að taka saman höndum og reyna fyrir sér í rekstri. gerist. Allir sem koma í heimsókn hafa orð á því hvað skrifstofan sé flott og öðruvísi. Uppsögnin það besta sem hefur komið fyrir Guðmundur er vefhönnuður og Kristján er verkefnastjóri og á dög- unum réðu þeir framkvæmdastjóra en þeir töldu að innra skipulaginu hjá fyrirtækinu væri ábótavant. Þeir segjast ekki vita hversu hátt þeir stefna en þessa stundina gætu þeir vafalaust bætt við sig starfs- mönnum. „Okkur vantar fleiri hönnuði og það væri flott að finna Alheimurinn var að bíða eftir Kosmos & Kaos einhvern héðan af svæðinu. Mig langar að skapandi hlutinn hjá okkur sé hérna í Reykjanesbæ,“ segir Guðmundur. Hvers vegna spyr blaðamaður? „Bara af því að ég bý hérna, og bara af hverju ekki? Vefbransinn hérna á svæðinu er örugglega mun stærri en fólk heldur. Sem dæmi má nefna að Da- coda ehf. eru með verkefni hjá fullt af stórum fyrirtækjum en þeir eru kannski ekki mikið að flagga því. Þeir eru frekar hlédrægir kannski, á meðan að við erum það ekki.“ Guðmundur fór fyrst í Margmiðl- unarskólann í miðju .com crash- inu eins og hann orðar það. Hann fékk enga vinnu í bransanum þá og vann við smíðar og ýmislegt annað. „Svo fórum við, ég, konan mín og barn til Danmerkur þar sem ég fór í Köbenhavns Tekniske Skole. Þar lærði ég Mediegrafiker sem er sambærilegt og grafískur miðlari hjá Tækniskólanum hérna. Námið byggist að mestu leyti upp á starfs- námi sem reyndist mér hrikalega vel. Ég kunni því að vinna soldið þegar ég var búinn í skólanum og búinn að koma mér upp hentugum aðferðum við hitt og þetta, reynsla er gríðarlega mikilvæg í þessu starfi. Ég fékk svo góða vinnu strax eftir skólann hjá EC hugbúnaði. Ég byrjaði að vinna í 43 m2 íbúð- inni okkar í Birkeröd við verkefni hér heima og í Svíþjóð. Var alveg hent út í djúpu laugina í nokkrum verkefnum í Stokkhólmi og þurfti að ferðast og gista á hótelum, mér leið eins og rokkstjörnu stundum. Þegar hrunið kom hér heima var Guðmundi og restinni af grafíkdeildinni hjá EC sagt upp. „Mér leið voðalega illa út af því um tíma en komst svo í gírinn eftir nokkra daga og hef verið á fullu síðan þá. Ég sótti aldrei um vinnu eftir þessa uppsögn heldur fór að vinna sjálfstætt. Ég hannaði svo síðuna mína www.gummisig.com í hjáverkum að mestu og setti hana svo í loftið. Fljótlega eftir frumsýn- inguna komst ég síðan í eitt stærsta vefgallerý á netinu og þaðan í ótal mörg önnur, sumir segja í öll vef- gallerý en ég veit ekki með það. Eins var vefurinn í 3 bókum í fyrra og tekin viðtöl við mig í Computer Arts og öðrum fagblöðum. Þetta varð til þess að mörg boð fóru að berast erlendis frá og ég hef unnið að mörgum erlendum verkefnum ásamt því að vinna auðvitað mikið að ýmsu hér heima. Það allra besta við þetta allt saman var að ég gat unnið heiman frá og varið þar af leiðandi þremur klukkutímum meira á dag heima með fjölskyld- unni minni. Þessi uppsögn varð „Svo í fyrra fórum við Kristján Gunnarsson samstarfsfélagi minn hjá EC að vinna saman að nokkrum verkefnum. Svo fyrir rælni fórum við að ræða það að vera kannski í fyrirtæki saman, prufa það bara upp á djókið. Þetta reyndist vera kosmískur viðburður því um leið og við ákváðum þetta fóru mun stærri verkefni að koma inn á borð til okkar. Alheimurinn var að bíða eftir Kosmos & Kaos.“

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.