Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 29.03.2012, Qupperneq 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 það besta sem hefur komið fyrir mig og fjölskylduna held ég, þó að mér hafi vissulega ekki fundist það á sínum tíma.“ Guðmundur heldur áfram: „Svo í fyrra fórum við Kristján Gunn- arsson samstarfsfélagi minn hjá EC að vinna saman að nokkrum verkefnum. Svo fyrir rælni fórum við að ræða það að vera kannski í fyrirtæki saman, prufa það bara upp á djókið. Þetta reyndist vera kosmískur viðburður því um leið og við ákváðum þetta fóru mun stærri verkefni að koma inn á borð til okkar. Alheimurinn var að bíða eftir Kosmos & Kaos.“ Síðasta ár hefur verið glæsilegt hjá strákunum og nú á dögunum þá voru þeir tilnefndir til 5 verðlauna á Íslensku vefverðlaununum sem er uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Þeir félagar voru bara tveir í u.þ.b. hálft ár en nú hefur fyrirtækið stækkað töluvert og eru 8 manns á launaskrá hjá Kosmos & Kaos. Á þeirra fyrsta ári í rekstri unnu þeir fyrir rúmlega 50 kúnna, sem þykir ansi mikið í þessum bransa. „Það þýðir einn nýjan kúnna á viku og það er eigin- lega ekkert að breytast. Við erum með það mikið að gera að það fer að koma að því að við þurfum ein- faldlega að neita viðskiptum.“ Kristján kemur 1-2 í viku til Reykja- nesbæjar að vinna og honum líkar mjög vel hérna. „Hálf ættin mín á heima hérna svo þetta er ekkert framandi fyrir mér. Það var aldrei spurning að við yrðum hér og eins og við vinnum þá er bara ekkert gott að vera að hittast of mikið,“ segir Kristján og þeir skella upp úr. Þeir hafa orð á því að fólk sé jafnan hissa þegar þeir segjast vera með skrifstofu í Keflavík. Persónuleg þjónusta skiptir máli „Við vinnum ekki fyrir fyrirtæki heldur fyrir fólkið í fyrirtækjunum. Þannig viljum við hafa það. Við viljum vera í sem mestum sam- skiptum við okkar kúnna og hitta fólkið. Ekki bara að vinna allt í gegnum síma og tölvupóst. Þessi hugsunarháttur er að læðast inn aftur og það skiptir alveg máli að starfsfólkið viti hvað það er að gera, eins og er að gerast í þessum búðum sem eru nokkurs konar stærri út- gáfa af kaupmanninum á horninu. Persónuleg og vinaleg þjónusta virðist vera að koma aftur.“ Hinn venjulegi meðaljón úti í bæ veit kannski ekki hvað vefhönnuðir gera, um hvað snýst ykkar starf? „Við sjáum einfaldlega um allt útlit á vefsíðum viðskiptavina okkar. Við erum ekki að forrita einhvern hug- búnað, við fáumst ekki við það. Við ákváðum fljótlega að við ætluðum ekki að vera hugbúnaðarfyrirtæki. Við ætlum bara að einbeita okkur að því sem að fólkið sér á vefsíðum. Við sjáum um þennan sjónræna hluta og svo fáumst við töluvert við markaðssetningu.“ Þeir viðurkenna að það sé skemmtilegur hluti af þeirra starfi að þróa hugmyndir og þessa skapandi hluti, þó svo að Guðmundi leiðist ekki að sitja við tölvuna í sínum eigin heimi. „Mér finnst ótrúlega gaman að sitja bara í tölvunni með háa tónlist og grúska eitthvað og laga.“ Krisján bætir því við að þeirra vinna snúist jú að miklu leyti um það að sitja við tölvuna og dæla út vinnu og hug- myndum. Svo eru málin rædd og spilin borin saman inn á milli. Eru þið þá miklir tölvunördar? „Nei, mér finnst bara gaman að nota tölvur, en hef ekki gaman af því að fikta í þeim,“ segir Guðmundur. Hann segist hafa gert mikið af því áður en því nenni hann ekki lengur. Kristján segist hafa verið rosalegur tölvunörd en vill meina að hann hafi öðlast tölvuþroska. „Á einhverjum tímapunkti áttar maður sig á því að maður er búinn að prófa öll skipulagsforrit í heim- inum og það er ekki það sem er vandamálið við það að halda þér skipulögðum. Heldur þarftu bara að handskrifa hlutina og x-a við það þegar þú klárar, “ segir hann og hlær. Þeir félagar segjast ekki alveg vita hversu stórir þeir vilja verða ef svo má að orði komast. Finna þurfi þetta jafnvægi þar sem ekki sé farið fram úr sér en þó sé nóg að gera. „Við höfðum séð fyrir okkur að vera með 6-7 starfsmenn, jafnvel 14 en þá gæti það verið of mikið. Við viljum ekki verða eitthvað stórfyrirtæki,“ segir Guðmundur. Kristján bætir því þá við að það fari mikið eftir því hvernig verk- efnin gangi og hvort þú sért með rétta fólkið í vinnu. „Þú gætir t.d. ráðið bara inn tvo starfsmenn sem vinna sjálfstætt, en um leið og þú ert með 5-6 þannig starfsmenn þá er það orðið frekar mikið fyrir mig sem verkefnisstjóra að fylgjast með þeim og leiða í gegnum hlutina. Þá er ég hættur að geta verið í útseldri vinnu sjálfur því ég þarf að segja einhverjum öðrum til verka. Það er mikið pælt í svona hlutum og erfitt að finna þetta jafnvægi en það fer held ég bara eftir hvaða persónur er um að ræða hverju sinni. Svo virðist það vera þannig að því fleiri starfsmenn hjá fyrirtækinu þá sé dýrara að versla við það.“ Hvað sem því öllu líður þá eru þeir hjá Kosmos & Kaos á hraðri siglingu og hafa á skömmum tíma skipað sér í hóp stærstu vefhönn- uða landins. n Við ætlum bara að einbeita okkur að því sem að fólkið sér á vefsíðum. Við sjáum um þennan sjón- ræna hluta og svo fáumst við töluvert við markaðssetningu. 3x12 20% afsláttur af öllu 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLU 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM 29. MARS - 2. APRÍL Hafnargötu 29 - Sími:421 8585 vf.is Páskablað Víkurfrétta kemur út næsta miðvikudag! Skilafrestur auglýsinga er til kl. 17:00 nk. mánudag. Vinsamlegast bókið auglýsingar í næsta blað tímanlega með því að senda póst á gunnar@vf.is eða hringja í auglýsingadeild í síma 421 0001. Þeir sem þurfa að koma að fréttatilkynningum í sama blað sendi póst á vf@vf.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.