Víkurfréttir - 29.03.2012, Síða 14
14 FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Þriggja ára nám á spænsku
Námið í fatahönnun við IED
stendur yfir í þrjú ár og hægt er
að velja um að læra á spænsku
eða ensku. „Ég valdi frekar að
læra á spænsku þar sem hún
er eitt af mest töluðu tungu-
málum í heiminum í dag. Það
mun því henta vel ef stefnan er
að stofna alþjóðlegt fyrirtæki
að geta talað annað tungumál
en ensku. Eini grunnurinn sem
ég hafði í spænsku var það sem
ég lærði í FS og kunni bara sí
og no þannig ég ákvað að taka
eins mánaðar tungumálanám í
Madrid. Ég skildi því lítið fyrsta
árið, þá sérstaklega í listasögunni
en fékk góða hjálp frá íslenskum
sessunaut sem kunni spænskuna
vel. Á öðru ári var ég þó ein á báti
en þá var spænskan líka fljót að
koma, þegar loks reyndi á mig.“
Þegar kom að því að kynna verk-
efnin í skólanum fékk Arna
stundum að ráða hvort hún kynnti
þau á ensku eða á spænsku. „Ef ég
kynnti verkefnin mín fyrir framan
bekkinn þá vildu kennararnir
oft að ég talaði ensku, til að sam-
nemendur mínir gætu lært af
því.“ Samnemendur hennar voru
flestir Spánverjar en ein vinkona
Örnu var belgísk en hún tók
núna síðast þátt á New York Fas-
hion Week með sína eigin línu.
Á fyrsta árinu í IED er nemendum
kennd almenn fatahönnun en strax
á öðru ári velja þeir sér sérgrein.
Arna sérhæfði sig í kvenmanns-
fatnaði (womenswear) og ásamt
henni útskrifuðust um 70 aðrir.
Lærir ekki bara að teikna og
sauma fatnað
Fatahönnunarnámið í IED snýst
um margt fleira en að skissa og
hitta leiðbeinendur eins og þekkist
til dæmis í Central Saint Martins
skólanum. Í IED er nauðsynlegt að
hafa skapandi hugsunarhátt, kynna
eitthvað nýtt og hugsa út fyrir
rammann. „Þegar ég kynnti loka-
verkefnið mitt fyrst var ég nánast
rökkuð niður en náði að sannfæra
kennarana í lokin þar sem þau
heillast mjög af Íslandi og sér-
staklega af ullinni sem ég ætlaði að
nota í lokaverkefninu. Íslendingar
virðast slá í gegn alls staðar og það
er svolítið töff að vera frá Íslandi
í hönnunarheiminum í dag.“
Skólinn leggur mikla áherslu á
markaðs- og auglýsingafræði og
nemendum er kennt að vera sjálf-
stæðir og reka sitt eigið fyrirtæki
að námi loknu. Samt sem áður er
mælt með því að öðlast reynslu
með því að vinna hjá öðrum
hönnuðum. Í náminu er mikið
um listasögu og fagurfræði og
síðast en ekki síst klæðskeratímar.
„Það kom fyrir að á sumum önn-
unum voru kennd 10-12 fög í einu
þannig að ég var í skólanum frá
9:00-19:00 á kvöldin og ofan á það
var heimalærdómur. Eini tíminn
sem gafst að vinna hann var á nótt-
unni og þá svaf ég kannski bara í 3
klukkutíma. Á svoleiðis tímum var
ekki hægt að tala við mig! Þetta var
oft mikið álag og okkur var kennt
að gera mjög mikið á stuttum
tíma. Þannig vorum við undirbúin
fyrir hinn raunverulega tískuheim
og hvernig hlutirnir virka þar.“
Það geta allir lært að teikna
Áður en Arna flutti erlendis hafði
hún ágætan grunn í listnámi. Hún
tók eitt ár í Myndlistaskóla Reykja-
víkur þar sem hún lærði meðal
annars módelteikningu og mælir
Útskrifaðist Úr fatahönnun frá iED
í MaDriD MEð 9,7 fyrir lokavErkEfnið
Texti:
Edda Rós Skúladóttir
Myndir:
Edda Rós og
úr einkasafni
Þurfti að lesa einkunnina
nokkrum sinnum yfir
til að vera sannfærð
Arna Atladóttir er
27 ára, fædd og
uppalin í Njarðvík.
Hún útskrifaðist úr
listaháskólanum
Istituto Europeo di
Design (IED) í Ma-
drid með glæsibrag
um síðustu áramót
úr fatahönnun og
segist í dag vera
með hugann aðal-
lega við barnaföt
þar sem hún er
nýbökuð móðir.