Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 22
22 FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR Lögreglustjórinn á Suðurnesjum opnar síðu á Facebook Lögreglan á Suður- nesjum hefur ákveðið að stofna fésbókarsíðu í þeim tilgangi að koma betur til móts við íbúa umdæmisins og auka upplýsingastreymi og aðgengi að lögreglu. Á síðunni segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum að vonandi falli þessi nýbreytni íbúum vel í geð. Nokkurt magn fíkniefna í sölu- pakkningum Lögreglan á Suðurnesjum framkvæmdi húsleit á heimili í Reykjanesbæ á laugardagskvöld og lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í sölupakkningum. Húsráðandi, karlmaður á þrí- tugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu og telst það upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Með fíkniefni í nærbuxunum Lögreglan á Suður- nesjum hafði afskipti af fimm ökumönnum í vikunni, sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir karl- menn, báðir á fimmtugsaldri voru færðir á lögreglustöð og annar þeirra sviptur öku- réttindum. Karl og kona um tvítugt voru einnig handtekin af sömu sökum. Loks hafði lögregla afskipti af tæplega þrítugum karlmanni sem var grunaður um fíkniefnaakstur. Við leit á honum fannst tóbaks- blandað kannabis sem hann hafði falið í nærbuxum sínum. Þá stöðvaði lögregla konu um þrítugt sem grunuð er um ölvunarakstur. Hún var hand- tekin og flutt á lögreglustöð. Ofurölvi í umferðinni Lögreglan á Suður- nesjum handtók ofurölvi konu í umferðinni um eittleytið í nótt (22. mars) eftir að aksturslag hennar hafði vakið athygli. Hún virtist vera verulega undir áhrifum því hún var rétt dottin út úr bílnum þegar lögreglumenn opnuðu bílstjórahurðina. ›› FRÉTTIR ‹‹ Mikil spenna er nú þegar hlaupin í úrslitakeppni kvenna og ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa. Karl- arnir hefja leik í kvöld og Víkur- fréttir tóku tali fulltrúa frá Suður- nesjaliðunum en að þessu sinni eru þau öll inni. Grindvíkingar sem hömpuðu deildarmeistara- titlinum á dögunum taka á móti grönnum sínum frá Njarðvík en þeir grænklæddu tryggðu sig inn í úrslitakeppni á síðustu andar- tökunum. Keflvíkingar eiga ekki heimaleikjarétt þar sem þeir höfn- uðu í 5. sæti en þeir há rimmu gegn Stjörnumönnum Teits Örlygssonar. Stjörnumenn hafa haft ákveðið tak á Keflvíkingum í vetur en þessi rimma verður sjálf- sagt hörð og spennandi og víst að Keflvíkingar munu ekki selja sig ódýrt. Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, segir að liðið ætli sér að fara í rimmuna gegn Grindavík til þess að vera með og liðið ætlar sér að stela leik af deildarmeisturunum. „Þetta verður krefjandi verkefni fyrir okkur þar sem við erum að berjast gegn einu best mannaða liði síðari ára hér á landi. Þeir tryggðu sér deildartitilinn frekar snemma og hafa sterka leikmenn í öllum stöðum. Þetta verður klárlega erfitt verkefni, en spennandi fyrir okkar stráka.“ „Við ætlum okkur að fara í þessa rimmu og gera eitthvað annað en að vera bara með,“ segir Einar. „Við horfum á þetta þannig að við ætlum okkur að stela leik og þegar við erum búnir að því þá getur allt gerst, það er bara þannig. Við von- umst bara eftir því að hitta á okkar besta leik í dag, og ef ekki þá bara á sunnudaginn á þeim stað þar sem okkur líður hvað best á,“ en þar á Einar við Ljónagryfjuna þar sem Njarðvíkingar hafa jafnan verið harðir heim að sækja. Er erfitt að undirbúa þessa ungu leikmenn sem flestir hafa ekki komið nálægt úrslitakeppni í úr- valsdeild áður? „Þeir hafa flestir bara séð þetta úr stúkunni eða af ritaraborðinu í gegnum tíðina en við skynjum bara tilhlökkun og eftirvæntingu hjá strákunum eftir því að keppa meðal þeirra bestu. Það má kannski segja það að flestir hafi ekki haft trú á því að við kæm- umst í þessa stöðu. Flestir héldu að við myndum ekki halda okkur uppi, enn færri trúðu því að við færum í úrslitakeppni og margir eru á því að við náum ekki að gera leik spennandi í þessari rimmu gegn Grindavík,“ en Njarðvíkingum var spáð falli í byrjun tímabils. Ungu strákarnir í Njarðvík hafa verið að leika mikið af mínútum í vetur og ekki bara með meistara- flokki. „Það er búin að vera mikil keyrsla á þessum strákum í vetur. Það eru þónokkrir sem eru að spila í unglinga- og drengjaflokki og alveg niður í 11. flokk. Við höfum reynt að dreifa álaginu á þessa stráka en auðvitað hefur það komið við stöku stráka. Sem dæmi má nefna Elvar Má Friðriksson, hann er að leika með drengja-, unglinga- og meistaraflokki og þeir sem hafa verið að leysa hann hvað mest af, bæði í unglinga- og meistaraflokki hafa verið að glíma við erfið meiðsli og því hefur álagið á honum verið ansi mikið,“ segir Einar en Elvar hefur verið einn besti leikmaður meistaraflokks í vetur. Eru veikleikar hjá Grindvík- ingum? „Eins góðir og þeir eru þá eru þeir eins og önnur lið. Þeir eiga sína góðu og slæmu daga og við sjáum okkur færi á að gefa þeim einhver högg en þá verður hugarfar okkar að vera rétt.“ Ætlum okkur að stela leik - segir Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga sem fara til Grindavíkur í kvöld Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson hefur vægast sagt átt erfitt uppdráttar á yfirstand- andi tímabili en ýmis meiðsl hafa orðið til þess að Keflvík- ingar hafa lítið getað notið krafta þessa snjalla leikmanns. Þrátt fyrir að Arnar virtist vera að ná fyrri heilsu nú fyrir stuttu þá hefur komið annað bakslag, en Arnar fékk högg á hnéð í leik gegn ÍR fyrir skömmu. „Ég er með bólgur í hnénu sem gera það að verkum að það er of mikill þrýstingur á liðinn. Ég vil síst taka áhættuna á því að slíta liðbandið aftur,“ sagði Arnar í samtali við Víkurfréttir en Arnar sleit liðband í hnénu í fyrra. Nú í ár hefur hann svo glímt við nárameiðsl og auk þess rifinn liðþófa í þessu sama hné. „Þetta er búið að vera rússíbani þar sem skiptast á gleði og sorg. Ég hef náð því að byrja aftur á fullu en þá kemur alltaf bakslag hjá mér.“ Til stóð að Arnar myndi láta tappa vökva af hnénu en læknir ráðlagði honum að gera það ekki vegna hættu á sýkingu. Næstu tvær vikurnar fara því í hvíld hjá Arnari þar sem hann má ekki hoppa og skoppa um parketið í Sláturhúsinu. Arnar er vissulega sár yfir því að missa af svo miklu og þá ekki síst úrslitakeppninni. „Ég ætlaði mér að hjálpa liðinu í lokabaráttunni. Vonandi get ég hjálpað í næstu umferð ef við vinnum Stjörnuna, sem ég býst við að við gerum,“ en á morgun fara Keflvíkingar í Garðabæ og mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Þetta er hörkulið en þeir eru búnir að fara illa með okkur í vetur. Þeir hafa að ég held unnið okkur þrisvar í vetur og er eina liðið sem við höfum ekki sigrað á tímabilinu. Menn eru fúlir og pirraðir yfir því og ætla að sýna hvað í þeim býr í þessum leikjum.“ Að sögn Arnars lítur liðið ansi vel út og aukin harka er komin í æfingar liðsins. „Þó svo að Stjarnan sé búin að vinna okkur í leikjum vetrarins þá er það ekki að fara að gerast núna,“ sagði Arnar Freyr að lokum. Jóhann Þór Ólafsson er að-stoðarþjálfari Grindvíkinga en hann telur að pressan sé á Grindvíkingum og að verkefnið verði ekki auðvelt gegn grönnum þeirra úr Njarðvík. Má fólk búast við því að Grind- víkingar vinni einvígið 2-0 gegn Njarðvík? „Það er bara mikið undir okkur sjálfum komið. Við höfum sýnt það í vetur að við höfum verið ill- viðráðanlegir þegar sá gállinn er á okkur en inn á milli höfum við átt slæma leiki og verið ansi slakir. Þetta er bara verðugt verk- efni og verður ekkert auðvelt þrátt fyrir að margir vilji meina það.“ Sérfræðingarnir spá flestir hverjir Grindvíkingum sigri og pressan er sjálfsagt á deildarmeisturunum. „Auðvitað er pressan á okkur en við verðum bara að höndla hana og vinna þetta.“ Helstu styrkleikar Njarðvíkinga eru að mati Jóhanns þeir tveir erlendu leikmenn sem hafa verið að draga vagninn fyrir liðið. „Auk nokk- urra ungra stráka sem hafa verið sterkir í vetur,“ sagði aðstoðarþjálf- ari Grindvíkinga en hann býst við jafnri og spennandi úrslitakeppni þar sem mörg lið eiga möguleika á að ná langt. Þegar þetta er skrifað þá eru Keflvíkingar komnir með bakið upp við vegginn fræga og þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum í undanúrslitum Iceland Express- deild kvenna í gærkvöldi. Úrslit má nálgast á vf.is en staðan var 2-0 í einvíginu fyrir Hauka og því óljóst með úrslit þegar blaðið fór í prentun. Njarðvíkingar eru komnar langleiðina í úrslit eftir sigur á heimavelli sínum á þriðju- dagskvöld gegn Snæfelli 93-85, en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Njarðvík. Leikir liðanna hafa verið afar spennandi en leikið verður á laugardaginn þar sem Njarðvík getur komist í úrslit. Keflvíkingar hafa einnig háð spennandi rimmu gegn Haukum og einungis vantað herslumuninn upp á að leikirnir hafi dottið þeirra megin. Úrslit leikja: Njarðvík - Snæfell 93-85 Snæfell - Njarðvík 85-83 Njarðvík - Snæfell 87-84 Keflavík - Haukar 54-63 Haukar - Keflavík 73-68 Býst við að klára Stjörnuna Pressan er á okkur Keflvíkingar upp við vegg en Njarðvík í kjörstöðu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.