Víkurfréttir - 29.03.2012, Qupperneq 24
Rúmlega betri
Að jafnaði eyðum við þriðjungi ævinnar í rúminu. Með hugarórum má bæta einhverju við þennan tíma.
Hjónaherbergið er heilagasti staður heimilisins og þar
gilda önnur lögmál en annars staðar. Við eigum alla vega
að haga því þannig. Þarna upplifum við bestu stundir
lífsins og svo eru einnig dæmi um þær slæmu. Það er nátt-
úrulega alveg bannað. Ætti að skylda alla til þess að hafa
ánægjumæli á náttborðinu til að meta ástandið. Enginn
má fara óánægður í rúmið, ekki undir neinum kringum-
stæðum. Hvað þá úr því. Jafnvel þegar allt á móti blæs.
Rekkjan verður líka að standa sína plikt ef hún á að skila tilætluðu hlut-verki. Rekkjunautar þurfa að vera samstilltir sem ein órofa heild. Ófáa
rimlana hefur maður nú keypt í gegnum tíðina, allt frá skrautlegum kast-
alagrindum til fjögurra fermetra fjölskyldufleka. Þannig gátu allir púkarnir
skriðið upp í ef úti fyrir ýlfraði í Kára. Merkilegt hvað svona fleti hefur að
geyma margar góðar minningar enda á alúðin og hlýjan að umvefja þig
eins og faðmur frelsarans. Já, „..sænginni yfir minni.“
Svefnmýtan er vissulega mismunandi hjá okkur eins og gengur og gerist. Spánverjarnir skipta henni upp í tvö tímabil á sólarhring en það hef ég
aldrei getað. Þarf minn átta tíma órofna svefn, helst ekki minna og alls ekki
meira. Verð þreyttur ef ég sef of lengi. Það er samt algjört skilyrði að hvílan
sé í lagi og hundarnir þægir, ef mýtan á að ganga eftir. Hef barist við þessi
öfl að undanförnu og ákvað að takast á við ástandið eins og sannur hús-
bóndi á mínu heimili. Samdi við hundana og fór með dýnurnar í aðgerð.
Ákvað að herða upp á stálinu. Gormunum meinti ég!
Komst að hjá RB rúmum fyrir náð og miskunn. Bar mig illa og konu-greyið sá aumur á mér. Fyrirtæki með tæplega 70 ára sögu hlýtur að
hafa heyrt nokkrar sögurnar. Mín þótti eflaust ekkert sérstök en ef þú ert
kurteis, þá færðu það endurgoldið. „Komdu með þær snemma í fyrramálið
og þær verða eins og nýjar í eftirmiðdaginn“ sagði hún hæversk á móti. Og
ég sem hélt að ég þyrfti að sýna frúnni minni nýjar lendur það kvöldið að
minnsta kosti. Keypti þrýstijöfnunardýnu í ofanálag fyrir velviljann og nú
nær svefnheilsan nýjum hæðum. Og frúin svífur um á bleiku skýi.
vf.is
Fimmtudagurinn 29. mars 2012 • 13. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
1-
17
13
7 ára ábyrgð á öllum
nýjum Kia bílum
Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið
Kia cee'd EX, 1,6 l, dísil, beinskiptur
16" álfelgur, loftkæling, hraðastillir (Cruise Control),
leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, bluetooth o.fl.
Einnig fáanlegur sjálfskiptur.
Verð 3.620.777 kr.
Sértilboð 3.390.777 kr.
Allt að 75% fjármögnun
Tryggðu þér Kia cee'd á frábæru verði – aðeins örfáir bílar í boði!
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
K. Steinarsson Reykjanesbæ
Þeir voru ekki háir í loftinu þessir víkingar sem ljósmyndari Víkurfrétta smellti mynd af í Víkingaheimum um
nýliðna helgi þegar svokölluð Safnahelgi var haldin á Suðurnesjum. Víkingaheimar hafa gengið í gegnum þó
nokkrar breytingar og hefur sýningunni þar verið breytt og hún gerð aðgengilegri. Þá geta yngri sýningar-
gestir fengið lánaða víkingahjálma og klætt sig upp að hætti þessara frumbyggja landsins. Fleiri myndir frá
Víkingaheimum eru inni í blaðinu í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson