Víkurfréttir - 04.04.2012, Side 2
2 MIÐVIKUdagUrInn 4. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA
Staða félagsráðgjafa í barnavernd hjá Fjölskyldu- og
félagssviði Reykjanesbæjar
Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) auglýsir
eftir starfsmanni í 100% stöðu á skrifstofu FFR.
Starfið felst í vinnu að barnavernd, ráðgjöf við foreldra og
börn í Reykjanesbæ, samstarfi við leik-, grunnskóla og
aðrar stofnanir sem tengjast börnum.
Menntun og reynsla:
Viðkomandi hafi lokið félagsráðgjafanámi
til starfsréttinda og reynsla á sviði barnaverndar æskileg.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hjá FFR er gott starfsumhverfi og góður starfsandi.
Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og
viðkomandi fagfélags.
Umsóknum skal skilað til Starfsmannaþjónustu,
Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á mittreykjanes.is.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir,
forstöðumaður barnaverndar, í síma 421 6700,
maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is
ÓSKUM EFTIR
MINJAGRIPUM
Leitum eftir vönduðum minjagripum til sölu
í Víkingaheimum og Duushúsum.
Gripirnir þurfa að tengjast svæðinu eða sýningunum í
húsunum á einhvern hátt.
Skilið prufum ásamt nauðsynlegum upplýsingum á
skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 fyrir 12. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
Menningarsviðs 864-9190
Barnahátíð
í Reykjanesbæ 12. og 13. maí
Vertu með!
Ert þú eða þitt fyrirtæki með góða hugmynd? Barnahátíð
í Reykjanesbæ verður brátt haldin í 7. sinn og við bjóðum
einstaklingum og fyrirtækjum til þátttöku í undirbúningi
hennar. Margt kemur til greina: námskeið, skemmtanir,
þjónusta eða hvað eina annað sem þú telur að höfðað
geti til barna og fjölskyldna þeirra. Vertu með!
Áhugasamir hafi samband á netfangið
barnahatid@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989.
Slasaðist við
hellaskoðun
Um helgina var komið
með erlenda konu,
sem slasast hafði
við hellaskoðun, á
lögreglustöðina í
Reykjanesbæ. Konan hafði verið,
ásamt öðrum ferðamönnum að
skoða hellinn Dolluna á Gíghæð
við Grindavíkurveg, undir
leiðsögn fararstjóra. Hún féll um
stein rétt við innganginn, lenti á
höfðinu og hlaut meðal annars
skurð á enni. Konan fékk að-
hlynningu á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja og voru saumuð
nokkur spor í enni hennar.
Hún hafði verið með ennisljós
og hjálm við hellaskoðunina.
Stútur ók á
ljósastaur
Lögreglunni á Suðurnesjum
barst um helgina
tilkynning um að
bifreið hefði verið
ekið á ljósastaur
við sjoppu í um-
dæminu. Mikil áfengislykt hefði
verið af ökumanni, sem hafði
látið sig hverfa brott af staðnum
eftir áreksturinn. Lögreglan
hafði upp á manninum skömmu
síðar. Málið telst upplýst. Þá
stöðvaði lögregla ökumann,
sem grunaður var um akstur
undir áhrifum fíkniefna, auk
þess sem hann var hvorki með
ökuskírteini né önnur skilríki.
Hann var færður á lögreglustöð.
Annar ökumaður sem stöðvaður
var við hefðbundið umferðar-
eftirlit lögreglu var hvorki með
ökuskírteini né í bílbelti.
Kvartað undan
fjórhjólum
Lögreglunni á Suðurnesjum
barst nýverið
kvörtun þess efnis
að verið væri að
aka á fjórhjólum
eftir gamla
Suðurstrandarveginum, sem
Vegagerðin hefur afhent land-
eigendum. Lögreglan rannsakar
hverjir voru þar á ferð, þar sem
vegurinn er lokaður, auk þess sem
búið var að klippa á girðingu sem
sett hafði verið upp vegna hesta.
Var að skreppa
Lögreglan á Suðurnesjum
stöðvaði á dög-
unum akstur karl-
manns á sjötugs-
aldri. Við nánari
skoðun kom í
ljós að hann ók réttindalaus því
hann hafði verið sviptur ökurétt-
indum. Maðurinn viðurkenndi
brot sitt og kvaðst hafa verið að
skreppa. Þá stöðvaði lögregla
för tveggja ökumanna sem ekki
voru í bílbelti við aksturinn.
Þeir þurfa að greiða fimmtán
þúsund krónur hvor í sekt.
›› FRÉTTIR ‹‹
Lilja Samú-e l s d ó t t i r
h e f u r h a f i ð
störf sem þjón-
ustustjóri fyrir-
tækjaþjónustu
h j á L a n d s -
b an k anu m í
Reykjanesbæ.
Li lja er við-
skiptafræðingur að mennt og mun
ljúka meistaranámi sínu frá HR í
fjármálum fyrirtækja í desember
2012. Lilja hefur starfað hjá
Landsbankanum frá árinu 2006,
fyrst sem sérfræðingur í fyrir-
tækjaviðskiptum í útibúi bankans
í Keflavík og síðar sem þjónustu-
stjóri fyrirtækjaþjónustu í útibúi
bankans í Mjódd í Reykjavík.
Ráðning Lilju mun styrkja fyrir-
tækjahluta útibús Landsbankans
í Reykjanesbæ og er það í fullu
samræmi við áform bankans um að
veita fyrirtækjum á Suðurnesjum
öfluga og góða þjónustu. Lilja
þekkir vel til Suðurnesjanna enda
uppalin og búsett í Reykjanesbæ.
Verkefni Fjölskylduhjálpar Ís-lands á Suðurnesjum hafa
aukist mikið á undanförnum
mánuðum. Í dag eru skjólstæð-
ingar samtakanna um 350 talsins
á Suðurnesjum og hefur þessi
hópur tvöfaldast frá því starf-
semin hófst á Suðurnesjum.
Að sögn Önnu Jónsdóttur, verk-
efnastjóra á Suðurnesjum, er fjölg-
unin mest í hópi eldri borgara en
einnig hjá ungum fjölskyldum sem
eru að byrja búskap.
Til að afla fjár fyrir matarúthlutanir
eru Fjölskylduhjálpin með fata-
markað alla fimmtudaga í húsnæði
sínu í Grófinni. Þá eru matarút-
hlutanir tvisvar í mánuði, annan og
síðasta fimmtudag í mánuði.
Á fatamarkaðnum er bæði nýr
og notaður fatnaður. Notaði
fatnaðurinn er mjög vel með far-
inn en markaðurinn er hugsaður
fyrir alla Suðurnesjamenn og er til
fjáröflunar. Þar má m.a. fá ferm-
ingarjakkaföt á drengi á 2000 kr.
Fatnaðurinn á markaðnum er al-
mennt seldur á 200-3000 krónur.
Þá eru til sölu nýir gallar frá 66°N
fyrir börn á 5000 krónur og úlpur á
3000 kr. Einnig er til mikið af sam-
kvæmis- og sparikjólum sem skjól-
stæðingar Fjölskylduhjálpar geta
fengið lánaða fyrir fermingarveislur
en allir skjólstæðingar geta einnig
fengið frían fatnað á markaðnum á
fimmtudögum.
Vegna fjárskorts var ekki mögulegt
að vera með úthlutun nú í vikunni
fyrir páska en mjög hefur gengið á
sjóði Fjölskylduhjálpar Íslands þar
sem hver úthlutun kostar miklar
fjárhæðir. Þannig kostar bara
mjólkurúthlutun 280.000 kr. í hvert
skipti og jólaúthlutunin kostaði 13
milljónir króna.
Það kom fram í spjalli blaðamanns
við Önnu Jónsdóttur, verkefnastjóra
fjölskylduhjálpar, að börn á Suður-
nesjum eiga góða stuðningsmenn
á höfuðborgarsvæðinu. Kona úr
Reykjavík styður þannig þrjú börn
á Suðurnesjum sem eru að ferm-
ast í ár og borgar fyrir þau ferm-
ingarveislu og fermingarfatnað. Þá
barst nýlega góður stuðningur frá
tveimur öðrum konum á höfuð-
borgarsvæðinu sem verður nýttur
sem stuðningur við fjölskyldur
sem eru að ferma börn. Anna vildi
koma á framfæri þökkum til allra
þeirra fyrirtækja, félaga og ein-
staklinga sem hafa verið að leggja
Fjölskylduhjálpinni lið. Þannig
hafa fiskverkendur í Grindavík
gefið mikið af fiski, Sigurjónsbak-
arí hefur gefið brauð, Nettó gefið
gjafakort og nýlega barst mikið af
páskaeggjum bæði frá fyrirtækjum
og einstaklingum.
Þá afhenti Omnis nýlega tölvu og
skjá frá HP til Fjölskylduhjálpar-
innar í Reykjanesbæ, en tölvu-
búnaði hafði verið stolið í innbroti
um jólin. Þá mættu tveir ungir
herramenn, Sigurjón og Daníel, í
vikunni og gáfu stórt páskaegg sem
mun fara á góðan stað.
Nýr starfsmaður Lands-
bankans í Reykjanesbæ
Fréttasími Víkurfrétta
er 898 2222
allan sólarhringinn!
›› Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum:
Selja fatnað
fyrir mat
Frá fatamarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ.
Hér er verið að ganga frá fatnaði sem nýlega hefur borist á markaðinn.
Björn Ingi Pálsson frá Omnis afhenti Önnu Jónsdóttur nýja HP tölvu
ásamt skjá en tölvu Fjölskylduhjálpar var stolið í innbroti. Í kjölfar inn-
brotsins setti Securitas upp þjófavarnakerfi í aðstöðu samtakanna.