Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.04.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.04.2012, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUdagUrInn 4. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Þessi ljúffenga fæða býr yfir ýmsum heilsubæt-andi eiginleikum en kakóbaunin inniheldur næringarefni eins og magnesíum, sínk og kopar, einnig efnið theo- bromine sem er gjarnan kennt við vellíðunina sem fylgir súkkulaði. Nýlegar kannanir benda til þess að flavoníð efni sem kallast po- lyphenols í dökku súkkulaði geti haft jákvæð áhrif á hjarta-og æða- kerfi með því að auka blóðflæði, lækka blóðfitu og háþrýsting. Þessi efni eru talin hafa sterka andoxunarvirkni, eru bólgueyðandi og auka magn nituroxíðs í blóði og hafa þannig jákvæð áhrif á æðaveggi. Kakóbaunin er einnig talin hafa væg blóðþynnandi áhrif og gæti því talist fyrirbyggj- andi fyrir blóðsegamyndun. Hafa ber þó í huga að í þessum könnunum var eingöngu notast við dökkt súkkulaði að lágmarki 70% kakóinnihaldi en venjulegt mjólkursúkkuði inniheldur mikið magn sykurs og fitu og lágt innihald þessara virku efna. Til þess að njóta heilsubætandi áhrifa súkkul- aðis er skynsamlegt að nota dökkt súkkulaði í stað mjólkursúkkulaðis til þess að fá nægilegt magn af virku efnunum. Súkkulaði er vitaskuld hitaein- ingarík fæða sem neyta skal í hófi og sem hluta af fjölbreyttri fæðu. Vissulega er þörf á meiri rann- sóknum á kakóbauninni svo hægt sé að ráðleggja hana sem fæðubót en þetta lofar góðu fyrir súkkulaðiunnendur. Þar sem páskarnir eru á næsta leyti er snið- ugt að gera sitt eigið páskaegg með því að bræða dökkt súkkul- aði og hella í páskaeggjaform. Svo er hægt að setja sjálfur málshátt og velja hollari sætindi úr heilsu- hillunni til að fylla eggið. Gleðilega páska! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. SÚKKULAÐI: HOLLARI EN VIÐ HÖLDUM? Glæsilegir afmælistónleikar Sextugsafmæli Myllubakka- skóla var fagnað með glæsibrag í Andrews-menningarhúsinu á Ásbrú um nýliðna helgi. Það er ljóst að skólinn hefur alið af sér fjölmarga hæfileikaríka tónlistarmenn og margir þeirra komu fram á tónleikunum. Afmælistónleikarnir voru fluttir tvisvar sl. sunnudag fyrir troð- fullu húsi en dagskráin tók rétt tæpar þrjár klukkustundir í hvort skiptið. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri en fleiri myndir frá tónleikunum verða á vef Víkurfrétta um páskana. Guðjónína Sæ- mundsdóttir, for- stöðumaður MSS - Hvernig á að verja páskunum? Páskunum verður varið í rólegheitum hér heima. Ég stefni á að fara í eina göngu með gönguhóp sem ég hef aðeins verið að ganga með. Stefnan er tekin á Búrfellið. Það er ótrúlega gott að fá páskafrí og geta slakað á í nokkra daga eftir annansaman vetur án þess að vera með mikla dagskrá. - Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar? Við höfum alltaf farið í mat til minna fyrrverandi tengdaforeldra á páskadag. Þrátt fyrir ég hafi skilið fyrir þrem árum hefur það ekki breyst en samband mitt við þau er með eindæmum gott. Þar er alltaf kalkúnn í matinn sem er eld- aður af einstakri natni og miklar spekúleringar í kringum fyllinguna og annað meðlæti. Algjört lostæti. - Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg? Ég gef bara krökkunum mínum páskaegg og hefur verið venjan að fela þau. Alltaf gaman að láta þau leita og núna finnst þeim það vera hluti af því að fá eggið. Ég fæ líklegast tvo egg, eitt frá mínum fyrrverandi tengdaforeldrum og svo eitt frá vinnunni. Þessi egg eru, held ég, alltaf frá Nóa og Síríus. Eitt það skemmtilegasta við páskaeggin eru náttúrulega málhættirnir. Ég fékk á einni ráðstefnunni um daginn svona smáegg og fékk ég málsháttinn „segðu fátt en segðu það vel“. Fínn málsháttur sem vert er að lifa eftir. - Hvernig á að verja páskunum? Ég verð bara heima í faðmi fjölskyldunnar og nýt þess að vera í fríi. - Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg? Ég held að ég fái ekkert páskaegg, ég á að vísu afmæli á páskadag þannig að það gæti verið að einhver gæfi mér páskaegg í afmælisgjöf :) - Á að ferðast innan- lands eða utan? Við í fjölskyldunni erum búin að skipuleggja gönguferðir um Reykjanesið um páskana, þannig að við munum ferðast um heimaslóðirnar - Hvernig pákskaegg færðu þér? Ég fæ ekkert pásaegg - en mér lýst best á karmellueggin frá Nóa-sirius - Hvað er í páskamatinn, einhverjar hefðir þar? Við höfum alltaf kalkún á stórhátíðum á mínu heimili, kalkúnninn er eldaður sérstaklega á ameríska vísu. Um þessa páska eru við að brjóta þessa hefð og ætlum að hafa ekta páskalamb. - Eru páskaeggin falin á þínu heimili? Alltaf páskaeggjaleit á mínu heimili á páskadagsmorgun. Inga Sigrún Atladóttir bæjarfulltrúi í Vogum Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður miðstöðVar símenntunar Páskar á Center Miðvikudagur: Joey D sem hefur verið að túra um landið að undanförnu en byrjar páskana á Center. Frítt inn. Föstudagur: Skítamórall ásamt plötusnúðum. Þess má getið að Skímó hefur ekki spilað í Keflavík í mörg ár. Forsala í Gallerí Keflavík. Sunnudagur: ÚLFUR ÚLFUR/ Óli Geir/ Meistrím. Það þarf ekki að segja meira um þetta frábæra band sem er að gera allt vitlaust á klak- anum. Forsala í Gallerí Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.