Víkurfréttir - 04.04.2012, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUdagUrInn 4. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Leiðari Víkurfrétta
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem
er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram
á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um
einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is.
Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
EYÞÓR SÆMUNDSSON, BLAÐAMAÐUR
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 12. apríl 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Styðjum okkar fólk
Starfshlaup í FS
Það kemst fátt annað að hjá mörgum
Suðurnesjamanninum þessa dagana en
körfubolti. Grindvíkingar, Njarðvík-
ingar og Keflvíkingar eiga lið sem eru í
baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í
karla og kvennaflokki.
Bikarmeistarar kvenna úr Njarðvík eru
komnar í lokaúrslit annað árið í röð en í
fyrra þurftu þær að sætta sig við tap gegn
erkifjendunum frá Keflavík. Þær bláu eru
hins vegar úr leik þetta árið. Jafnan er úr-
slitakeppnin í hámarki í kringum páska
og í ár er það vissulega svo. Búast má við
því að áhorfendur verði ekki ýkja margir
á laugardaginn klukkan 16:00 þegar Njarðvíkingar fara í Hafnar-
fjörð í öðrum leik úrslitarimmu kvenna. Margir verða þá líklega á
faraldsfæti og hreinlega í afslöppun í páskafríinu. Þeir hjá KKÍ raða
þessu upp af kostgæfni og samkvæmt svörum frá forsvarsmönnum
þar þá kom lítið annað til greina en að hafa leikinn á laugardeg-
inum, enda væru liðin tvö þá algerlega dottin úr takti ef leikið yrði
á miðvikudeginum næsta. Þá væru liðnar þrjár vikur síðan Haukar
léku síðst og það yrði algerlega óásættanlegt. Það er bara vonandi að
sem flestir geri sért fært að mæta.
Grindvíkingar sáu til þess að Njarðvíkingar eru nú komnir í
snemmbúið sumarfrí hjá körlunum en fyrirfram var svo sem ekki
búist við að Njarðvíkingar myndu velgja deildarmeisturum Grinda-
víkur undir uggum. Hið unga lið Njarðvíkinga stóð sig með prýði
og verður gaman að sjá til þeirra í fram-
tíðinni. Grindvíkingar eiga svo líklega
eftir að fara alla leið nú í ár en að mínu
mati geta aðeins þeir sjálfir komið í veg
fyrir að svo veri.
Leikmenn karlaliðs Njarðvíkur ættu að
mínu mati að sína gott fordæmi og fylkja
liði á leiki kvennaliðsins og láta duglega
í sér heyra. Liðin mættu jafnvel mynda
góðar stuðningssveitir en vöntun hefur
verið á slíkum sveitum síðan trommu-
sveitin var og hét hjá Keflvíkingum fyrir
nokkru síðan. Sama hvað mönnum
fannst um þá sveit þá skapaði hún ávallt
stemningu. Stúlkurnar í Keflavík eru duglegar að mæta á karla-
leikina en gaman væri að sjá þær allar á oddaleiknum í Garðabæ á
fimmtudag að hvetja sína menn.
Annars hefur það komið mér á óvart hve margir áhorfendur eru
slakir í að styðja liðin sín. Alltof margir mæta einungis til þess að
gagnrýna og tauta yfir því sem betur mætti fara, en ekki til þess að
styðja sitt lið. Nú er ég ekki að segja að allir eigi að öskra og klappa
allan liðlangan leikinn en gera mætti mun betur að mínu mati.
Ég vill því nýta tækifærið og hvetja fólk til þess að mæta á leiki
Suðurnesjaliðanna á næstunni og ekki væri verra að láta aðeins í
sér heyra.
Gleðilega úrslitakeppni og hafið það gott um páskana.
Einn af árlegum viðburðum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er svokallað Starfshlaup, en það fer
venjulega fram síðasta kennsludag fyrir páskafrí.
Föstudaginn 30. mars var það haldið í 18. sinn. Í
Starfshlaupinu reyna nemendur fyrir sér í nokk-
urs konar boðhlaupi þar sem keppt er í flestum
þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann
og ýmsum þrautum að auki. Nemendur skipta sér í
lið, sem hvert hefur sinn lit, en fyrir hverju liði fara
nokkrir fyrirliðar sem koma úr hópi væntanlegra
útskriftarnemenda. Í ár voru liðin sex talsins og
keppnin geysispennandi.
Starfshlaupið sjálft hefur nokkurn aðdraganda því
síðustu vikurnar fyrir kapphlaupið fara hinar ýmsu
keppnir fram á sal í hádeginu. Í ár var til dæmis keppt
í þrautakeppni, bekkpressu og Sing Star tölvuleiknum.
Liðin taka stigin sem þeir fá fyrir þessar undankeppnir
með sér í sjálft Starfshlaupið og geta því verið komin
með örlítið forskot þegar aðalkeppnin fer fram.
Á starfshlaupsdaginn hófst keppnin í Íþróttahúsi
Keflavíkur þar sem keppt var í reiptogi, badminton,
stultuhlaupi og fleiri greinum sem reyna á þol og
þrek. Að því loknu var synt, hjólað og hlaupið áður
en keppnin færðist inn í skólann. Þar þeystust kepp-
endur á milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess
að leysa ýmsar þrautir á göngum skólans eins og til
dæmis að keppa í mínígolfi, pílu og skák. Alltaf verða
einhverjar breytingar á þrautum á milli ára og að þessu
sinni bættust við keppnisgreinarnar næringarfræði,
líkamsmálun og kökuskreytingar. Keppnin endaði á
sal þar sem liðin dönsuðu, léku, botnuðu vísu og fleira.
Þar kom eitt liðið skemmtilega á óvart með því að
flytja lagið Another Brick in the Wall og salurinn söng
með af innlifun „we don´t need no education!“ Einn
af hápunktum Starfshlaupsins á hverju ári er síðasta
þrautin á sal en það er kappát þar sem hvert lið fær
einn kennara til að keppa fyrir sína hönd.
Eins og áður sagði var Starfshlaupið mjög spennandi
í ár, keppnin jöfn og úrslitin réðust ekki fyrr en í síð-
ustu þrautunum. Að lokum fór svo að Appelsínugula
liðið sigraði. Gula liðið var í öðru sæti með nokkrum
stigum minna og hin liðin voru ekki langt á eftir. Það
var því Appelsínugula liðið sem hlaut Starfshlaups-
bikarinn og pítsuveislu í verðlaun og óskum við þeim
innilega til hamingju. Úrslit í einstökum greinum má
sjá á heimasíðu FS: www.fss.is
Umsjónarmenn Starfshlaupsins voru íþrótta-
kennararnir Gunnar Magnús Jónsson og Kristjana
Hildur Gunnarsdóttir. Eiga þau mikið hrós skilið fyrir
skipulagningu og framkvæmd hlaupsins sem tókst
mjög vel. Sömu sögu er að segja um fyrirliða allra lið-
anna sem stóðu sig frábærlega. Allir nemendur skólans
eru þátttakendur í Starfshlaupinu og það leggjast því
allir á eitt við að gera þennan dag eins skemmtilegan
og spennandi og hann er á hverju ári.
Hvernig á að
verja páskunum?
Ætli ég eyði ekki
páskunum í
rólegheitum með
börnum og vin-
konu sem að býr
á Bifröst og ætlar
að kíkja á okkur.
Gefur þú mörg
páskaegg eða
færðu mörg egg?
Ég hef alltaf
gefið börnunum egg, semsagt
gefið 4 egg, en hef bara ekki fengið
nein páskaegg undanfarin ár .
Á að ferðast innanlands eða utan?
Við fjölskyldan erum að flytja
til Bahrain, reyndar er betri
helmingurinn fluttur út og við
förum svo núna í lok maí, þannig
að það má segja bæði bara.
Hvernig páskaegg færðu þér?
Páskaeggin sem að börnin
fá eru frá Góu..ég á það til
að laumast í þau, þannig að
Góa verður fyrir valinu.
Hvað er í páskamatinn, ein-
hverjar hefðir þar?
Nei engar sérstakar hefðir,
en það verður annaðhvort
hryggur eða læri þetta árið.
Eru páskaeggin falin
á þínu heimili?
Já, þau eru falin.
Guðlaug Sigfúsdóttir
ATHAFNAKONA
- Hvernig á að
verja páskunum?
„Páskarnir hafa
alltaf verið duttl-
ungafullir hjá
mér, ég læt það
yfirleitt ráðast
hvað ég geri
og það hefur
gefið góða raun.
Vonandi hitti
ég skemmtilegt
fólk, borða
góðan mat og á friðsælar sam-
verustundir með fjölskyldunni“.
- Gefur þú mörg páskaegg
eða færðu mörg egg?
„Dæturnar fá egg, ég reyni
svo að sníkja af þeim sem
vekur sjaldan lukku“.
- Á að ferðast innan-
lands eða utan?
„Ferðalög um páska hafa ekki
gefist vel. Mér er minnisstæð
skíðaferð sem farin var til Akur-
eyrar þar sem frumburðurinn
lýsti því yfir eftir eina ferð niður
fjallið að hún væri búin að fá nóg
og eftir það lagðist öll fjölskyldan,
sem og tengdaforeldrarnir, í
ælupest það sem eftir lifði ferðar.
Ég ætla því aðallega að ferðast um
garðinn minn sem er að vakna
til lífsins, tek kannski göngutúr
um bæinn og kíki í tesopa hjá
góðu fólki. Það er svo yndisleg
ró yfir bænum um páska“.
- Hvernig páskaegg færðu þér?
„Eins og ég sagði áðan, það sem
ég get kríað út úr dætrunum. Þarf
kannski að breyta þeirri hefð“.
- Hvað er í páskamatinn,
einhverjar hefðir þar?
„Tengdafjölskyldan borðar alltaf
saman á föstudaginn langa og
þar er páskalambið í aðalhlut-
verki sem er vel við hæfi“.
- Eru páskaeggin falin
á þínu heimili?
„Já dæturnar þurfa að hafa fyrir
eggjunum með þátttöku í rat-
leik sem bóndinn leggur mikinn
metnað í og reynir þar á bæði
gáfur og þekkingu. Fyrir vikið
bragðast páskaeggin mikið betur“.
Dagný Gísladóttir
VerKeFNAsTjóri
Hjá HeKluNNi
Á VEF VÍKURFRÉTTA
Nú í aðdraganda
páska sendu blaða-
menn Víkurfrétta
spurningar á fjölda
Suðurnesjamanna.
Hluti þessara viðtala
er hér í Víkurfréttum
í dag en öll viðtölin
munu birtast á vf.is
um páskana!