Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.04.2012, Page 11

Víkurfréttir - 04.04.2012, Page 11
11VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUdagUrInn 4. aPrÍL 2012 Það var vinavika í vinnunni hjá mér um daginn. Yndisleg vika í alla staði og einkar vel til fundið að gleðja aðra og upplifa sjálfur þá gleði að fá eitt- hvað „óvænt“ á hverjum degi. Settar voru reglur um peningaútlát og frekar hvatt til að ímyndunaraflið og sköpunargleðin fengju að blómstra. Ég var hugsi eftir þessa viku – hugsi um það hvort við getum ekki sýnt hvort öðru meiri kærleika í hversdagsleikanum. Við lifum á tímum mikils hraða og breytinga, gefum okkur ekki eins mikinn tíma og við vildum til að sinna hlutum sem eru okkur kærir því við ætlum að gefa okkur tíma í það seinna. Gæti verið að einstaklings- og sældarhyggjan eigi þátt í þessari þróun þar sem lífsbreytni okkar miðast við að öðlast það sem veitir okkur sælu og ánægju þá stundina og gleymum þar með að veita athygli því sem við höfum. Sem betur fer upplifum við flest kærleika á einn eða annan hátt einhvern tímann á lífsleiðinni en spurning um hvort við þyrftum stundum að leggja meira á okkur í dag en hér áður fyrr til að viðhalda kærleikanum, þar sem lífsstíll okkar er annar? Það er ekki ólíklegt að við gætum fallið í það mynstur að vilja að kær- leikurinn væri í takt við annað í lífinu í dag, þ.e. auðfenginn, auðmeltur, veiti ómælda gleði og sýni á áþreifanlegan hátt að hann borgi sig! Kannski höfum við einmitt sofnað á verðinum þarna því kærleikurinn er eilífðarverkefni í skóla lífsins, inniheldur bæði gleði og sorg, þægilega jafnt sem óþægilega hluti og getur verið langt frá því að vera áþreifanlegur. Þegar fólk er gefið saman í hjónaband er oft lesinn textinn Kærleikurinn mestur sem er að finna í I. Korintubréfi nýja testamentsins og ritað af Páli postula 56- 57 e.k. Páll, sem ritaði bréfin til íbúa Korintuborgar, stóð frammi fyrir mörgum vandamálum og má þar nefna flokkadrætti, menntahroka, siðferðilega lausung, óþarfa málaferli, upplausn í hjónaböndum o.fl. Í bréfinu er m.a. fjallað um að gjöf sem er gefin án kærleika er einskis virði og betra að sleppa henni. Þar kemur líka fram að sá sem býr yfir kærleika sýnir þolinmæði og skapfestu í umgengni við aðra og sá sem er knúinn áfram af kærleika í verki er góður maður. Lestirnir að öfunda, hreykja sér og vera raupsamur eiga ekkert sam- eiginlegt með kærleika að mati Páls og kærleikurinn leggur sig ekki fram við að benda á það sem er rangt en samgleðst sannleikanum sem leiðir af sér réttvísi. Kærleikurinn lætur ekki reita sig til reiði og er ekki langminnugur á misgerðir manna. Páll leggur áherslu á að kærleikurinn sé undirstaða alls í heiminum og breytist ekki þó breytingar eigi sé stað. Páll bendir á að þegar öllu er á botninn hvolft er kærleikurinn einn fullkominn og allt annað megi sín lítils í samanburði við hann. „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur“. grundvöllur kærleikans eru trú og von, þ.e. að til þess að hafa von verður að hafa trú og til þess að hafa kærleika verða trú og von að vera til staðar. Sé textinn heimfærður upp á samtímann þá er óhætt að segja að mikilvægi kærleikans á engu að síður við á okkar dögum. Það sem er þó ólíkt með nú- tímanum er að maðurinn tengir kærleikann ekki endilega við kristna trú heldur hugsar gjarnan um hann sem óáþreifanlegt afl sem býr innra með okkur öllum burtséð frá trúar- og lífsskoðunum. En það sem boðskapurinn segir okkur kannski öðru fremur að til þess að geta sýnt kærleika í hugsun og verki verðum við að byrja á sjálfum okkur en ekki að reyna að breyta öðrum til að sjá svo hvort þeir séu þess virði að elska. Kærleikann er ekki hægt að kaupa eða haga eftir eigin geðþótta heldur er um að ræða afleiðingar af hugsunum okkar og atferli. Lífi okkar er best lifað með því að þroskast áfram sem einstaklingar þar sem kærleikurinn er alltaf hafður að leiðarljósi. Hér er ekki eingöngu verið að tala um huglægan kærleika heldur verið að vísa í kærleika sem birtist í hugsun, orði og verki sérhvers manns, en sá kærleikur spyr ekki um eigin hag og vilja, heldur þarfir náungans. Það er ekki efi í mínum huga að við hefðum svo sannarlega gott af því að auka kærleikann í okkar samfélagi. Það er von mín að við vöknum enn frekar til vitundar um að það er svo margt sem skiptir meira máli en það sem er mælanlegt í tíma, peningum, útliti, stöðu o.s.frv. Við getum svo auðveldlega sýnt meiri kærleika í verki með því að gera hluti sem gleðja aðra án þess að ætlast til að fá neitt í staðinn og henda út frösum eins og „ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn“. Það er svo margt sem skiptir máli í þessu lífi sem er utan þess mælanlega og því megum við ekki gleyma. Verði flest í okkar heimi metið út frá peninga- og markaðsöflum og aðrar hugsjónir álitnar óraunsæjar og í versta falli barnalegar, þá verða hugsjónir almennt ekki hátt metnar hjá komandi kynslóðum. Er nokkuð viss um að enginn mundi vilja upplifa slíka „fátækt“. Kæru vinir – eigið gleðilega og kærleiksríka páska! Þangað til næst - gangi þér vel Anna Lóa Kærleikurinn mestur! n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222 VERKEFNASTYRKIR Auglýst er eftir styrkumsóknum vegna menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis. Menningarráð hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: og erlendra ferðamanna. STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR Menningarráð hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 20. apríl. Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri sími 420-3288 / bjork@heklan.is Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Heklunnar – atvinnuþróunarfélags, Grænásbraut 506, 235 Reykjanesbæ eða á netfangið menning@heklan.is MENNINGARRÁÐ SUÐURNESJA AUGLÝSIR EFTIR STYRKUMSÓKNUM AUGLÝSING DEILISKIPULAG Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Vogar – Iðndalur, Sveitarfélaginu Vogum. Með vísan til ákvæða 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitar- félagsins Voga þann 28. mars, 2012 samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, Vogar – Iðndalur, Sveitarfélaginu Vogum. Breytingin afmarkast af reit sem tekur til allra lóða við Iðndal og einnar lóðar við Stapaveg, norðan Iðndals. Breyting er gerð á grein 3.0 Almennt í sérákvæðum skipulags og byggingar- skilmála. Nýtingarhlutfalli er breytt úr 0,3 í 0,4. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 13.03.2012 og vísast til hennar um nánari upplýsingar. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 2. apríl nk. til og með mánudagsins 14. maí 2012. Tillagan er einnig aðgengi- leg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er genn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Skila skal skriegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 14. maí 2012. Hver sá sem ekki gerir athuga- semdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni. Vogum, 29. mars 2012. F.h. bæjarstjórnar, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Háaleitisskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ hélt sína árlegu árshátíð í síðustu viku. Nemendur skólans settu á svið ýmis skemmtiatriði. Meðal annars var sviðsett nýstárleg útgáfa af sögunni um Karíus og Baktus. Fleiri myndir frá árshátíðinni verða á vef Víkurfrétta um páskana.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.