Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 19
19VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 Dalsmári 9-11 | Kópavogi | logl.is | thinnlikami.is | 571 7000 1.095 kr. HAMBORGARI Hamborgari með frönskum kartöflum á milli og ½ ltr. Coke í dós 795 kr. OSTBORGARI Ostborgari og ½ ltr. Coke í dós N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800 FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ EÐA + = EÐA + = Margir Suðurnesjamenn eiga góðar minningar úr Vatna- skógi. Ég fór sjálfur þangað fyrst 11 og 12 ára gamall og starfaði þar frá 1989 í nokkur heil sumur en síðan eina viku á sumri ennþá. Það var áberandi hvað strákar frá Suðurnesjum fjölmenntu í Vatnaskóg. Oft komu þeir í stórum hópum, fótboltafélagar eða bekkjarfélagar. Það var oft líf og fjör í kringum strákana, miklir félagar, orkuboltar og blómstruðu sannarlega í Vatnaskógi. Vatna- skógur er ævintýraheimur allra drengja. Bátarnir, fótboltinn, íþróttirnar og umhverfið trekkja að. Í Vatnaskógi fá allir strákar útrás fyrir áhugamál sín hvort sem þau tengjast hasar eða ró. Borðtennis, billiard, íþróttahús, smíðastofa, skógarferðir, kvöldvökur, hlátur og fjör, ró og friður. Vatnaskógur snertir við mörgum strengjum í hjörtum ungra manna. Aftur og aftur fáum við reynslusögur for- eldra sem sjá hvílíkt þroskaskref það var fyrir drenginn þeirra að dvelja í Vatnaskógi. Kristið mann- ræktarstarf sem miðar að því að efla drengina sem manneskjur og þroska þá félagslega. Öflugur og samhentur starfsmannahópur sem hlotið hefur faglega þjálfun sér til þess að drengina skorti ekkert, mætir daglegum þörfum þeirra og leggur sig fram um að gera dvölina í Vatnaskógi að frábærri lífsreynslu. Það er ekki að ástæðulausu að margir drengir koma aftur og aftur, kynslóð eftir kynslóð. Vatnaskógur hefur jú starfað frá árinu 1923. Hægt er að fá nánari upplýsingar á vatnaskogur.is eða kfum.is. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur Útskálaprestakalls Vatnaskógur – frábær staður sýnir nýjustu verk sín í kaffitári Sigga Dís Guðmundsdóttir, myndlistarkennari við Myllu- bakkaskóla, hefur sett upp sýn- ingu á nýjustu verkum sínum hjá Kaffitári í Reykjanesbæ. Mynd- irnar eru allar unnar á þessu ári með blandaðri tækni. Sýningin stendur út aprílmánuð.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.