Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 21
21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 Ungar konur á fyrstu árum tíðablæðinga, ekki síst virkar íþróttakonur á frjósemisaldri, fá tíðaverki og um það bil 10% kvenna upplifa harða verki sam- fara tíðablæðingum. Hugsanir um næstu blæðing- ar hvern mánuð hjá stúlkum birtast oft í streitu, vanlíðan og pirringi. Oftast eru það efni sem líkam- inn framleiðir sjálfur sem hafa áhrif á vöðvasam- drátt í legi þegar legslímhúðin losnar frá en einnig gætu líffærasjúkdómar haft áhrif þar á. Þá þarf að leita til læknis. Þriðji þátturinn, sem skiptir ekki síst máli, er sálræna og andlega álagið sem kann að auka einkennin. Til að forðast tíðaverki er gott að auka inntöku járns nokkrum dögum áður en blæð- ingar hefjast því járn eykur blóðmyndun fyrir og á meðan á blæðingum stendur. Járn fæst með neyslu á kjöti, lifur, grænmæti og heilhveitiafurðum. Járn- inntaka hefur einnig jákvæð áhrif á efnaskipti próteina. Magnesíum hefur einnig áhrif á tíðaverki. Bananar, hnetur og hýðishrísgrjón auka magn- esíum í líkamanum sem getur hjálpað gegn tíðaverkjum. Gott getur verið að fara í gufubað frá þriðja degi blæðinga eða í heitt bað frá öðrum degi því hlýja getur dregið úr tíðaverkjum. Gamalt húsráð er að setja hitapoka við kviðarhol nokkrum sinnum á dag í 20 mínútur. Vöðvaslakandi aðferðir eru í raun allt sem tengist jóga og nuddi en einnig geta æfingar eða leikfimi hjálpað. Það er bæði gott fyrir vöðva og öndun. Birgitta Jónsdóttir Klasen. Ungar konUr á fyrstU árUm tíðaverkja Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar MINNUM Á fe r mingar skey t i SKÁTANNA Nöfn fermingarbarna er að finna á heimasíðu skátafélagsins www.skatafelag.is eða www.heidabuar.is Hægt er að senda skeyti á heimasíðu félagsins allan sólarhringinn Opnunartími skeytasölu að Hringbraut 101, er frá kl. 13:00 - 18:00 neðangreinda fermingardaga. 15. apríl Holtaskóli, Garður og Sandgerði - 22. apríl Heiðarskóli - 29. apríl Myllubakkaskóli, Garður og Sandgerði Sendum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á fermingardaginn Hvalvík 4 fnr. 229-3059, Keflavík, þingl. eig. Landeign ehf, gerðarbeið- endur Reykjanesbær og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf, miðvikudag- inn 18. apríl 2012 kl. 10:40. Mávabraut 5c fnr. 208-9918, Keflavík, þingl. eig. Drómi hf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 11:45. Suðurgata 23 fnr. 209-0700, Keflavík, þingl. eig. Hólmfríður Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 09:10. Vallargata 17 fnr. 209-1004, Keflavík, þingl. eig. Birgir Guðnason, gerðar- beiðandi Reykjanesbær, miðvikudag- inn 18. apríl 2012 kl. 09:30. Vesturbraut 6 fnr. 209-1169, Kefla- vík, þingl. eig. Birgir Guðnason, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 09:40. Víkurbraut 13 fnr. 209-1297, Keflavík, þingl. eig. Jóhann Friðrik Friðriksson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 08:50. Sýslumaðurinn í Keflavík, 10. apríl 2012. Ásgeir Eirkíksson, sýslumannsfulltrúi. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Háteigur 4 fnr. 208-8263, Keflavík, þingl. eig. Björn Geir Jóhannsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf og Íslandsbanki hf, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:40. Hátún 3 fnr. 208-8337, Keflavík, þingl. eig. Gunnólfur Árnason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 10:00. Heiðarholt 30 fnr. 208-8847, Keflavík, þingl. eig. Kristín Finnbogadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:20. Heiðarholt 6 fnr. 208-8730, Kefla- vík, þingl. eig. Brynhildur Ösp Þor- steinsdóttir og Þórhallur Gíslason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:10. Heiðarholt 6 fnr. 208-8731, Kefla- vík, þingl. eig. Jón Björn Lárusson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:00. Hólmgarður 2a fnr. 208-9124, Kefla- vík, þingl. eig. Matthildur Gunnars- dóttir, gerðarbeiðendur Hólmgarður 2a,húsfélag og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:30. Smáratún 35 fnr. 209-0416, Keflavík, þingl. eig. Bjarney Svandís Gríms- dóttir og Árni Þór Guðbjörnsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 09:50. Sóltún 2 fnr. 209-0465, Keflavík, þingl. eig. Ólafur Jón Eyjólfsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 10:10. Sóltún 20 fnr. 209-0498, Keflavík, þingl. eig. Brynja Lind Sævarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf, föstudaginn 20. apríl 2012 kl. 10:20. Sýslumaðurinn í Keflavík, 10. apríl 2012. Ásgeir Eirkíksson, sýslumannsfulltrúi. Frá hugmynd til hagnaðar, ör-námskeið fyrir frumkvöðla á Suðurnesjum, verða haldin í Eldey þróunarsetri fram á vorið í samstarfi Heklunnar og Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Lögð verður áhersla á stutt og hnit- miðuð námskeið og farið verður yfir það helsta sem nýtast mun fólki í nýsköpun. Fyrsta námskeiðið hefst þriðjudag- inn 17. apríl kl. 13:00 – 15:00 en þá verður fjallað um stuðningsum- hverfið og styrkumsóknir. Að sögn Dagnýjar Gísladóttur verkefnastjóra Eldeyjar getur verið vandasamt að vinna góða um- sókn og oft verða frumkvöðlar af styrkjum vegna þess að umsókn er ekki nægjanlega vel unnin. „Um- sóknarferlið getur verið erfiður þröskuldur fyrir marga enda tíma- frekt og flókið fyrir þá sem ekki hafa reynslu af því. Eins munum við fara vel yfir stuðnings- og styrkjaumhverfi frumkvöðla og fyrirtækja og veita hagnýta fræðslu um umsóknarskrif “. Kennari er Bjarnheiður Jóhanns- dóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Verð fyrir námskeið er kr. 5.000 en bent er á niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun. Námskeið framundan í Eldey: n Vöruþróun – hugmyndir og rýni 25. apríl n Rekstur og reiknilíkan 8. maí n Sölu- og markaðsmál 15. maí n Netmarkaðssetning 22. maí n Rekstrarform fyrirtækja 30. maí Skráning fer fram á eldey@heklan.is - Örnámskeið fyrir frumkvöðla í Eldey Ert þú að sækja um styrki?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.