Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 2
2 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Atvinnumessu frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrir- hugaðri At- vinnumessu sem halda átti þann 13. apríl 2012 í Stapa. Ástæðan er sú að ekki hefur enn fengist nægilegur fjöldi fyrirtækja til að taka þátt í messunni. Fljótlega verður tekin ákvörðun um hvort og þá hve- nær hún verður haldin. Grunaður um fíkni- efnaakstur og faldi sig bak við gám Við hefð-bundið umferðareftirlit nýverið veitti lög- reglan á Suður- nesjum athygli ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn ók inn á bifreiðastæði fyrirtækis í Reykjanesbæ og fylgdi lögreglubíll á eftir. Á bíla- stæðinu stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina, stökk út úr henni og tók til fótanna að gámi aftan við húsnæði fyrirtækisins. Hann faldi sig bak við gáminn en var hand- tekinn og færður á lögreglustöð, þar sem akstur undir áhrifum fíkniefna fékkst staðfestur. Með fíkniefni innvortis Rúmlega tvítug kona var stöðvuð í Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar á dögunum við hefðbundið eftirlit tollgæslu vegna gruns um að hún væri með fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum færði konuna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hún vera með eina pakkningu af meintu hassi inn- vortis. Málið telst upplýst. Lögreglan minnir á fíkni- efnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd. Suðandi rakvél í farangri Starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í vikunni eftir að- stoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ókennilegs hljóðs úr farangurstösku sem verið var að hlaða um borð í farþegavél er var á leiðinni til New York. Lögreglumaður mætti á staðinn ásamt öryggisverði og var eigandi töskunnar kallaður til. Þegar skyggnst var í töskuna kom í ljós að suðið kom frá rakvél sem í henni var. Eftir þessa niðurstöðu var taskan sett um borð í vélina. HAMINGJAN ER HÉR! Nesvellir þjónustumiðstöð Léttur föstudagur 13. apríl kl. 14:00. Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi fjallar um hamingjuna í víðu samhengi. Hvað er það sem veitir okkur hamingju: peningar, menntun, maki, sól, flottur líkami, tengsl við aðra eða eitthvað allt annað? Erum við að keppast við að finna hamingjuna þegar hún er kannski beint fyrir framan okkur? Erum við að bíða eftir því að einhver ákveðin manneskja eða atburður veiti okkur hamingjuríkt líf? Fjallað er um þessa þætti og fleira í skemmtilegum og fræðandi fyrirlestri um það sem okkur dreymir öll um að upplifa – hamingjuna! Barnahátíð í Reykjanesbæ 12. og 13. maí Vertu með! Ert þú eða þitt fyrirtæki með góða hugmynd? Barnahátíð í Reykjanesbæ verður brátt haldin í 7. sinn og við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum til þátttöku í undirbúningi hennar. Margt kemur til greina: námskeið, skemmtanir, þjónusta eða hvað eina annað sem þú telur að höfðað geti til barna og fjölskyldna þeirra. Vertu með! Áhugasamir hafi samband á netfangið barnahatid@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989. LJÓSANÆTURSÝNING LISTASAFNSINS 2012 ALLIR SAMAN NÚ! Sú venja hefur skapast á Ljósanótt undanfarin ár að heimafólk hefur verið í aðalhlutverki á sýningu Listasafnsins í listasal Duushúsa . Í ár er ætlunin að þar verði stór samsýning listamanna af Suðurnesjum. Leitað er eftir verkum af öllum tegundum myndlistar, tvívíðum og þrívíðum verkum, málverkum, vatnslita- myndum, teikningum, ljósmyndum, skúlptúrum, hefðbundinni list og óhefðbundinni og í raun öllu því sem getur fallið undir víðustu skilgreiningu myndlistar. Skilyrðin fyrir þátttöku eru aðeins tvö; að listafólkið hafi náð 18 ára aldri og eigi lögheimili á Suðurnesjum. Markmið sýningarinnar er að sýna hina miklu grósku myndlistar á svæðinu og vonast er eftir að breiddin verði sem mest, atvinnulistamenn og áhugamenn á öllum aldri blandist í sköpuninni á eftirminnilegan hátt. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eiga að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið listasafn@reykjanesbaer.is fyrir 15. júní n.k: Nafn listamannsins, netfang, heiti verksins, lýsing á verkinu m.a. stærð og gerð og ljósmynd af verkinu í góðri upplausn. Hver og einn má senda inn þrjú verk. Sérstök valnefnd velur svo úr innsendum verkum með framangreint markmið í huga. Listasafn Reykjanesbæjar ›› FRÉTTIR ‹‹ Fréttasími Víkurfrétta er 898 2222 allan sólarhringinn! ›› Reykjanesbær: „Það hefur aukist mikið að fólk sé að losa sig við úrgang eða hluti sem það þarf að greiða fyrir í sorpeyðingarstöðinni. Steininn tók úr nú í byrjun vikunnar eftir páskana þegar starfsmenn okkar þurftu að hirða upp um 8 tonn af úrgangi af svæði sem er ekki ætlað til losunar,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá Reykjanesbæ. Staðir eins og jarðvegslosunarsvæði Reykjanesbæjar við Stapa í Innri- Njarðvík, Patterson við Ásbrú, Bergið og Helguvíkursvæðið hafa í auknum mæli fengið nýtt hlutverk í hugum fólks sem ruslahaugar. „Gjaldtaka Kölku virðist vera helsta ástæðan því óheimil losun hefur aukist mikið eftir áramótin eftir að gjaldtakan hófst. Við verðum að biðja bæjarbúa um að virða nýjar reglur en við munum taka hart á því ef við verðum vör við óheimila losun og tilkynna hana til lögregl- unnar og biðjum fólk að taka þátt í því með okkur og láta vita ef það verður vart við þetta,“ sagði Guð- laugur. „Það er enginn hörgull á því að fólk mæti hingað til okkar og þetta gengur bara mjög vel yfir höfuð. Við höfum þó fengið athugasemdir þar sem fólk er að misskilja ýmis- legt varðandi gjaldtökuna. Svo hafa verið búnar til tröllasögur í kringum þetta en almennt hefur þetta gengið bara mjög vel,“ sagði Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Kölku í samtali við Víkurfréttir. Hann segir að kynning á gjaldtök- unni hafi kannski ekki verið nægi- lega mikil en nú sé verið að bera út í öll hús á Suðurnesjum bækling þar sem upplýsingar um gjaldskrár og verðdæmi eru tekin fram, ásamt ýmsum fróðlegum upplýsingum. Á baksíðunni er svo sorphirðudaga- talið. „Við drógum dálítið að senda þetta út vegna útboðsmála í vetur og óvissu um það hverjir yrðu okkar verktakar,“ sagði Jón en hann er þó ekki viss um að íbúar Suðurnesja hefðu þurft aðlögunartíma til að venjast gjaldtökunni. „Í sjálfu sér ekki. Mér finnst þetta bara vera að ganga ágætlega en það er bara eðli- legt að fá einhverjar athugasemdir og við gerðum ráð fyrir því.“ Jón kannast við að heyra sögur af því að fólk fari í auknum mæli með sorp á staði þar sem ekki er leyfi- legt að losa sorp. „Við heyrum af því og þetta er ekki í miklum mæli og alls ekki í meira mæli en áður en gjaldtakan var tekin upp. Nú á dögunum var t.d. Miðnesheiðin kembd í sérstakri skoðun og þar fannst ekki snitti af rusli. Ég veit þó til þess að fólk hefur verið að keyra út á Stapa þar sem Reykjanesbær er með opið svæði fyrir jarðvegsúr- gang og annað. Það er svæði sem er ekki undir eftirliti og býður því upp á það að fólk misnoti sér það,“ segir Jón. Hann vill meina það að Reykjanesbær verði að vakta sín mál betur, þetta sé frekar þeirra áhyggjuefni. Varðandi það að hafa lokað á sunnudögum þegar fólk er alla- jafna að taka til í geymslum og bíl- skúrum þá segir Jón að ekki hafi verið kvartað undan því að lokað sé á þeim degi. „Það hefur verið lokað á sunnudögum síðan 2008 og ég hef ekki heyrt neitt kvartað undan því. Við höfum stytt opnunar- tímann aðra daga og það kemur bara ágætlega út. Sunnudagsopnun kostar meiri pening og það er verið að reyna að spara.“ Jón segir að það komi talsvert af peningum inn vegna gjaldtök- unnar en honum finnst þó að gefa þurfi lengri tíma til þess að öðlast reynslu vegna hennar. „Umferðin hjá okkur er hliðstæð við það sem hefur verið undanfarin ár. Eini munurinn sem við verðum vör við er sá að fyrirtæki sem að notuðu þessi plön mikið sem voru eingöngu hugsuð fyrir heimilisúr- gang eru nú í auknum mæli farin að koma inn á vigt til okkar. Þannig að það er mjög jákvæð breyting.“ Ekki er hægt að greiða með reiðufé í Kölku en Jón segir það vera kostn- aðarsamt. „Við erum að reka hér opinbert fyrirtæki og þyrftum því að taka upp fullkomið kassakerfi sem kostar mikla peninga og því var ákveðið að hafa þetta svona,“ en hægt er að borga með kortum og þeir sem ekki hafa kort geta fengið reikning sendan heim. Jón kveðst vera sáttur með það hvernig gengið hafi frá því gjald- takan var tekin í gildi. „Já ég er það. Við verðum a.m.k. ekki fyrir neinu ónæði og leiðindum þó auðvitað komi upp spurningar.“ „Einn kom t.d. hér með rúmdýnu sem kostaði 875 krónur að farga. Hann ákvað þó að fara með dýnuna aftur heim og kom með hana tveim dögum síðar þar sem hann hafði rifið hana niður í tætlur. Hann var þá búinn að taka allt efnið og stoppið úr dýnunni sem rúmuðust núna í hálfum ruslapoka sem hann gat hent endurgjaldslaust. Svo var hann með járnið úr dýnunni sem mátti nú henda endurgjaldslaust en ekki er rukkað fyrir að henda málmum. Þannig að þessi maður eyddi heilum degi í að spara sér 875 krónur,“ sagði Jón að lokum. -eftir að gjaldtaka hófst á hluta úrgangs í Kölku í upphafi árs hafa margir losað rusl á stöðum sem óheimilt er að losa. Starfsmenn Reykjanesbæjar fluttu 8 tonn af „ólöglegu“ rusli í Kölku á einum degi eftir páska. Gjaldskylt sorp á víðavanGi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.