Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 10
10 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR STARFSKRAFTUR ÓSKAST Meira í leiðinniWWW.N1.IS N1 leitar að áreiðanlegum og þjónustulunduðum bifvélavirkja eða reynslumiklum viðgerðarmanni til starfa á verkstæði félagins í Reykjanesbæ. Helstu verkefni eru almennar hjólbarða- og bílaviðgerðir ásamt annarri þjónustu við viðskiptavini. Nánari upplýsingar veitir Pétur A. Pétursson í síma 892-6012. Áhugasamir geta einnig sótt um starfið á www.n1.is Fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 20:00 á Flughóteli Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár. 2. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðastliðið reikningsár lagðir fram til samþykktar. 3. Kosningar (stjórn og skoðunarmenn reikninga). 4. Kosnir fulltrúar á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands 5. maí nk. 5. Önnur mál. Fræðsluerindi: Ágúst Steinar Kristjánsson frá Stómasamtökunum allar um innsæi eftir veikindi. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja og Sunnan 5 eru hvattir til að mæta. Stjórnin. AÐALFUNDUR Dansleikur á Nesvöllum Félag eldri borgara heldur dansleik á Nesvöllum miðvikudaginn 18. apríl (síðasti vetrardagur) frá kl. 20:00 - 24:00. Aðgöngumiði kr. 1000. Skemmtinefndin. Jóga með Ágústu Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari Ágústa er útskrifaður Raja jógakennari frá Jógaskóla Kristbjargar Jogamedagustu/facebook í Íþróttahúsinu Njarðvík Ný 6 vikna námskeið að heast þann 16. apríl. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:30-18:30 Þriðjudögum og mmtudögum frá kl.10:00-11:00 / 16:30-17:30 Jóga er frábær leið til þess að vera í tengingu við sjálfa sig líkamlega og andlega. Jóga eir einbeitingu, styrkir líkama og innri líæri, örvar blóðæði líkamans. Jóga er fyrir alla. Skráning er han í síma 897 5774 eða á netfanginu jogamedagustu@gmail.com Neil Patrick-Harris gæti kennt mér á lífið Kormákur Andri Þórsson er í 9. UG í Myllubakkaskóla. Hann svaraði nokkrum spurningum í létt- ari kantinum sem Víkurfréttir lögðu fyrir hann. Hvað gerirðu eftir skóla? Tölvuna bara og svo eru æfingar seinni partinn. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og körfubolti. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir. En leiðinlegasta? Náttúrufræði og eðlisfræði. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hamborgari á Wendy´s klikkar ekki. En drykkur? Vatnið er gott. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Neil Patrick-Harris, láta hann kenna mér á lífið. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Ég væri til í að geta flogið. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í einhverri krúttlegri íþrótt. Hver er frægastur í símanum þínum? Maggi Mix. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Tryggvi Ólafsson, merkilegur drengur. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Komast að því af hverju stelpur fara alltaf tvær inn á klósett. Umsjón Páll Orri Pálsson pop@vf.is Nokkuð sérstök flugvél frá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, hefur haft aðsetur á Keflavíkurflugvelli frá því um síðustu mánaðamót. Vélin er sérstök útlits og eru það helst stórir vængir vélar- innar sem vekja athygli og þar sem vélin er þróuð af NASA hafa gárung- arnir talað um „NASA-vængi“. Þá vekur hjólabúnaður vélarinnar einnig athygli. Eitt hjólastell er undir miðri vélinni og svo eitt stoðhjól nærri stéli vélarinnar. Þá hefur hún nokkurs konar hjálpardekk á vængjum. Það er því mikil nákvæmni sem þarf þegar vélinni er lent. Hjólabúnað- inn má sjá á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók á páskadag þegar vélin kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarflugvél NASA Earth Resources (ER-2) kom til Keflavíkur um síðustu mánaðamót eins og áður segir en flugvélin er sérhönnuð til að fljúga í hárri lofthæð og útbúin fullkomnum mælitækjum. Vélin mun dvelja á Íslandi í mánuð og sinna rannsóknum í mikilli lofthæð yfir Græn- landi. Markmiðið með veru vélarinnar hér á landi er að mæla nákvæmni nýlega þróaðs mælitækis sem nefnist MABEL (Multiple Altimeter Beam Experi- ment Lidar). Mælingarnar eru hluti af þróunarferli sambærilegs mælitækis er verður hluti af IceSat-2, gervihnetti frá NASA sem verður loftsettur árið 2016 og er ætlað að fylgjast með umhverfis- og loftslagsbreytingum. Verkefnið mun styðja við rannsóknir á loftlagsbreytingum með þróun betri aðferða við að mæla bráðnun heimskautaíss. Flugvélin er gerð út frá Rannsóknarflugsetri NASA í Edwards, Kaliforníu. Flugmaður vélarinnar er Timothy L. Williams, reyndur flugmaður sem starfaði lengi hjá Flugher Bandaríkjanna. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Kona tekin við reykingar í flugvél Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum á föstudaginn síðastliðinn vegna flugfarþega sem hafði orðið uppvís að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair. Lögregla var mætt á staðinn þegar flugvélin lenti. Farþeginn reyndist vera rúmlega fertug erlend kona, sem færð var til varðstofu Flugstöðvardeildar til nánari upplýsingatöku. Hún kvaðst hafa reykt inni á salerni flugvélarinnar þar sem hún hefði verið á svo löngu ferðalagi. Konan var frjáls ferða sinna að svo búnu, en málið er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. Ætluðu í læknis- leik með notaða sprautunál Vegfarandi hafði sam- band við lög- regluna á Suður- nesjum um páska- helgina og vísaði á sprautunál sem lá í moldarbeði við hús í Reykja- nesbæ. Hann hafði verið á gangi framhjá húsinu, þegar hann heyrði á tal nokkurra barna, um það bil fimm ára gamalla, sem voru að tala um að fara í læknis- leik með sprautunál. Hann spurði börnin hvað þau væru að gera en þá hlupu þau í burtu. Nálin var fjarlægð og eytt á lögreglustöð. Þá tilkynnti annar vegfarandi lögreglunni um fíkniefnaáhald, sem reyndist vera hálfs líters plastflaska sem notuð hafði verið til fíkniefnaneyslu og var hún fjarlægð. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að hafa augun opin fyrir slíkum hlutum og láta tafarlaust vita í síma 420 1700. Í hraðakstri á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekið hafa yfir löglegum hámarks- hraða. Flest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók, var karlmaður á þrítugsaldri en bíll hans mældist á 138 kíló- metra hraða þar sem hámarks- hraði er 90 km. Kona á svipuðum aldri ók á 120 kílómetra hraða. Önnur kona, sem ók á 118 kíló- metra hraða reyndist ekki vera með ökuskírteini þegar að var spurt. Lögreglan hvetur ökumenn til þess að virða hámarkshraða og sýna aðgát við aksturinn. ›› FRÉTTIR ‹‹ Nasavængur með hjálpardekk Sumarið kemur í næstu viku! Þar sem sumardagurinn fyrsti er næstkomandi fimmtudag munu Víkurfréttir koma út miðvikudaginn 18. apríl. Skilafrestur auglýsinga er á mánudaginn. Auglýsingasíminn er 421 0001 Póstfang auglýsingardeildar er gunnar@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.