Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012
þetta sé ný hringekja að fara af stað,
það veit ég ekki og eitt er víst að
við bíðum með öll fagnaðarlæti.
Við erum hætt að fagna mikið
við þessa atburði. Við viljum sjá
hlutina fara að gerast og fólkið að
fá vinnuna. Við ætlum að fagna
þegar það skilar sér. Þessi bið eftir
atvinnutækifærum er farin að setja
mark á þetta svæði“.
Flugið okkar bjargvættur
Kristján segir að það sé ágætis sam-
vinna á Suðurnesjum um að þoka
málum áfram og að sú vinna þurfi
að standa fyrir utan alla pólitík.
Hann segir að það megi ekki undir
neinum kringumstæðum blanda
pólitík í atvinnuuppbyggingu, þó
svo það hafi verið gert fyrir kosn-
ingar. „Ég vara mjög við því að
þvælast með pólitík inn í atvinnu-
mál íbúanna“.
- Merkir þú það að ástandið sé
að skána á svæðinu, burtséð frá
sumarafleysingum?
„Flugtengd starfsemi hefur verið
okkar bjargvættur. Þar starfa
hundruðir manna. Þetta er okkar
stóriðja sem malar gull á sinn hátt.
Hún getur hins vegar ekki séð fyrir
öllum og það þarf fleira að koma
til. Sjávarútvegurinn hefur verið
að gera það gott. Gengisaðstæður
hafa hjálpað til þar. Ég sé hins
vegar ekki mikla aukningu verða
þar í atvinnu. Þar ríkir óvissa út
af frumvarpi ríkisstjórnarinnar í
sjávarútvegsmálum. Við höfum
varað við að menn gangi ekki of
langt í þeim breytingum sem fyrir-
hugaðar eru. Það má ekki brjóta
eggin í körfunni. Ég held að menn
séu að ganga alltof langt í fyrirhug-
aðri gjaldtöku af greininni og við
höfum af þessu áhyggjur“.
Kristján talar einnig um að bygg-
inga- og mannvirkjageirinn hafi
næstum þurrkast út á Suðurnesjum
og mörg ár séu í að hann nái sér á
strik að nýju. Á Suðurnesjum hafi
verið stórveldi í mannvirkjagerð
þegar Íslenskir Aðalverktakar hafi
verið með sína starfsemi á Kefla-
víkurflugvelli og fjölmörg önnur
fyrirtæki með tugi starfsmanna í
greininni. Nú séu í raun bara örfáir
tugir starfa eftir í bygginga- og
mannvirkjagerð á Suðurnesjum.
Bjartsýnni í dag
Kristján segist bjartsýnni í dag en
fyrir nokkrum vikum. Það hafi
fækkað á atvinnuleysisskránni hjá
honum um 160 manns á síðustu
tveimur mánuðum. Þar munar
mestu um sumarráðningar. Mikil
aukning í flugi til Keflavíkurflug-
vallar hafi einnig keðjuverkandi
áhrif út í atvinnulífið og fjölgi
störfum. Þannig hafi verið skotið
á það að ein ný flugvél í áætlunar-
flugi til Keflavíkur skapi allt að 120
störf á ýmsum sviðum.
Breytt félagsstarf
Félagsstarfið hjá VSFK hefur
breyst mikið á síðustu árum. Þegar
Kristján varð fyrst formaður fyrir
tveimur áratugum voru haldnir
fjölmennir félagsfundir og verka-
lýðshreyfingin var stór hluti af til-
verunni og afþreyingu fólks. Nú er
félagið hins vegar orðin meiri þjón-
ustustofnun. Þar nefnir Kristján
t.a.m. Virk, sem er starfsendurhæf-
ing og vinnur m.a. að því að fyrir-
byggja að fólk fari í örorku eða inn
á styrkjakerfið eftir að hafa verið
langvarandi frá vinnumarkaði.
Starfið hjá Virk gengur glimrandi
vel að sögn Kristjáns og eru nú tvö
stöðugildi í þessari starfsemi.
Ný starfsemi er að hefjast innan
veggja VSFK í kjölfar þess að Al-
þýðusamband Íslands og Samtök
atvinnulífsins annars vegar og
ríkisstjórn og Vinnumálastofnun
hins vegar gerðu samning við
aðila vinnumarkaðarins um að
þeir taki að sér aukna þjónustu
við atvinnulausa. VSFK er þessa
dagana að ganga frá ráðningu í
tvö störf sem kostuð verða af at-
vinnuleysistryggingasjóði til að
taka sérstaklega utan um atvinnu-
lausa félagsmenn VSFK á svæðinu.
Þeir verða þjónustaðir sérstaklega
og eru þessi tvö stöðugildi, sem
ráðið er í til þriggja ára, aukning
við það starf sem verið hefur. Um
er að ræða tilraunaverkefni sem
keyrt verður á Suðurnesjum, hjá
VR í Reykjavík og hjá Afli á Aust-
fjörðum. Starfsemin verður m.a.
þannig að atvinnuráðgjafar munu
fara út á meðal fyrirtækja og bjóða
fólk til starfa í stað þess að fyrir-
tækin séu að leita eftir fólki. Þarna
verða boðnir starfsmenn með
þjálfunarstyrk fyrir fyrirtæki í allt
að sex mánuði. Að sögn Kristjáns
sótti fjöldi hæfra umsækjenda um
þessi tvö stöðugildi sem í boði voru
og úr vöndu að ráða að velja ein-
staklinga í starfið.
n
MINNUM Á
fe r mingar skey t i
SKÁTANNA
Nöfn fermingarbarna er að finna á heimasíðu skátafélagsins www.skatafelag.is eða www.heidabuar.is
Hægt er að senda skeyti á heimasíðu félagsins allan sólarhringinn
Opnunartími skeytasölu að Hringbraut 101, er frá kl. 13:00 - 18:00 neðangreinda fermingardaga.
29. apríl Myllubakkaskóli, Garður og Sandgerði
Sendum fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á fermingardaginn
Skátafélagið Heiðabúar þakkar öllum styrktaraðilum stuðninginn.
H
F
Flugið okkar
bjargvættur
„Flugtengd starfsemi hefur verið okkar bjargvættur.
Þar starfa hundruðir manna. Þetta er okkar stóriðja
sem malar gull á sinn hátt. Hún getur hins vegar ekki
séð fyrir öllum og það þarf fleira að koma til“.