Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 Vilt þú spennandi og líflegt sumarstarf í ferðaþjónustu? ALP bílaleiga leitar að fólki með drifkraft og metnað til starfa á Keflavíkur- flugvelli. Leitað er eftir einstaklingum með ríka þjónustulund og áhuga á ferðaþjónustu. Umsóknir sendist á atvinna@alp.is. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2012. Leitað er eftir bæði konum og körlum. Starfstími er áætlaður frá lok maí til loka ágúst. Reynsla og áhugi á ferðaþjónustu og bílum er kostur. Launakjör eru samkvæmt samningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Eflingar-stéttarfélags. Alp er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi. AVIS og BUDGET starfa á heimsvísu, með starfsstöðvar í yfir 160 löndum. AFGREIÐSLA - HLUTASTARF Starfið felur í sér afgreiðslu á bílaleigubílum. Unnið er skv. 2-2-3 vaktakerfi á kvöldvöktum frá kl. 21:00-01:00. HELSTU vERKEFnI: • Afhending og móttaka bílaleigubíla • Gerð leigusamninga • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini • Sala til erlendra og innlendra viðskiptavina ÞRIF Á BÍLUM Starfið felur í sér þrif á bílaleigubílum. Unnið er skv. 2-2-3 vaktakerfi á dag- og kvöldvöktum. HELSTU vERKEFnI: • Þrif á bílum – að innan og utan • Yfirferð yfir ástand bíls • Akstur ALMEnnAR HæFnISKRöFUR: • Bílpróf er skilyrði • Hreint sakavottorð • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur ALMEnnAR HæFnISKRöFUR: • Bílpróf er skilyrði • Tungumálaþekking er skilyrði (helst 2 tungumál) • Hreint sakavottorð • Tölvuþekking • Lipurð í mannlegum samskiptum og þjónustulund • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður • Snyrtimennska • 20 ára lágmarksaldur E N N E M M / S IA / N M 41 3 61 Knarrarvogur 2 • 104 Reykjavík • Sími 591 4000 • avis.is Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Sendum frítt hvert á land sem er Með bakaða hass- köku og e-töflur Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning frá tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þess efnis að afskipti hefðu verið höfð af konu sem var að koma til landsins og hefði hún verið með fíkniefni í fórum sínum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að konan var með fimm stykki af sveppate, eina bakaða hassköku, fjórar e- töflur og mulning. Mál hennar er í rannsókn. Þá tilkynnti tollgæsla um aðra konu sem grunuð var um að hafa fíkniefni í farteskinu. Í ljós kom að hún var með eina e-töflu meðferðis, sem fannst við leit í farangri hennar. Báðar eru konurnar ís- lenskar og báðar á þrítugsaldri. Verðmætum stolið úr gámum Lögreglunni á Suðurnesjum var nýverið til- kynnt um innbrot og þjófnað úr tveimur gámum sem stóðu á vinnusvæði fyrir- tækisins Nesbyggðar. Lás hafði verið klipptur í sundur á öðrum gámnum og gluggi spenntur úr hinum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki létu greipar sópa og stálu dýrum verkfærum, svo sem rafmagnshjólsög, hæðaleisermæli, naglabyssu, veltisög og höggborvél. Þá stálu þeir sextíu lítrum af litaðri olíu í þremur tuttugu lítra brúsum merktum Undra. Málið er í rannsókn og eru allir þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um það beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800 ›› FRÉTTIR ‹‹ Skilafrestur auglýs- inga á mánudaginn! Þar sem 1. maí ber upp á næsta þriðjudag verða skrifstofur Víkur- frétta lokaðar þann dag. Auglýsendum í blaðinu í næstu viku er bent á að skilafrestur fyrir auglýsingar er nk. mánudag, 30. apríl. Opið er til kl. 17:00. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósturinn gunnar@vf.is Nemendur úr 8.-10. bekk Akurskóla sem hafa verið í leiklistarvali í vetur verða með leiksýningu í kvöld en þeir sýndu einnig sl. þriðjudag. Nemendurnir hafa æft upp þrjú örleikrit og einþáttung. Þau kalla sýninguna „Fólkið í háhýsinu“. Leikstjóri er Sólveig Rögnvaldsdóttir. Sýning verður í skólanum fimmtudaginn 26. apríl og hefst klukkan 20:30. Aðgangseyrir er kr. 500.- og rennur ágóði til verkefnisins „Flott án fíknar“ en verkefnisstjóri þess í Akur- skóla er Lovísa Hafsteinsdóttir námsráðgjafi. Á sýningunni verður einnig hægt að kaupa veitingar sem nemendur í „Flott án fíknar“ hópnum munu sjá um. Fólkið í háhýsinu sýnt í AkurskólA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.