Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR ›› TÓNLIST ‹‹ Aníta Lind Fisher er í 9. bekk í Myllubakka- skóla. Hún hefur áhuga á að fara í flugmanninn og væri til í að hafa ofurkraft sem kallast telepathy. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer á æfingu eða í píanó- tíma, hitti vinina ef ég hef tíma. Svo finnst mér best að slaka á á kvöldin. Hver eru áhugamál þín? Íþróttir, tónlist og ég hef áhuga á fluginu líka. Uppáhaldsfag í skólanum? Íþróttir og lífsleikni eru uppáhaldsfögin. En leiðinlegasta? Danska, við erum samt með frábæran kennara en tungu- málið er ekki mín sterkasta hlið. Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Kjötsúpan hjá ömmu hefur verið í uppáhaldi síðan ég man eftir mér. En drykkur? Íslenska vatnið er alltaf best. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Beyonce Knowles Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Það væri ekki leiðin- legt að hafa einn sem kallast tele- pathy, ef þú hefur þennan hæfileika þá geturðu séð hvað fólk hugsar. Hvað er drauma- starfið í framtíðinni? Ég stefni á flugmanninn. Hver er frægastur í sím- anum þínum? Þau eru nokkur fræg, Thelma, Elfa, Andrea, Leonard, Marvin og Inga eru þau helstu. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hef ekki beint hitt neinn sem er merkilegri en einhver annar, en það var ekki leiðinlegt að sjá Katy Perry síðasta sumar. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég mundi taka hana Helenu Rós vinkonu mína á þetta og prófa að labba á vegg og athuga hvort ég kæmist í gegnum hann. Umsjón Páll Orri Pálsson pop@vf.is Kjötsúpan hjá ömmu er best AÐALFUNDUR STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA Verður haldinn miðvikudaginn 9. maí kl. 20:00 að Krossmóa 4, 5. hæð Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Kaffiveitingar Félagar hvattir til að mæta Stjórn STFS. Sumarafleysingar - Tollafulltrúi Starfssvið: • Tollskýrslugerð • Náin samvinna með tollgæslunni • Reikningagerð • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn í öðrum deildum • Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar Menntunar- og hæfniskröfur: • Tollmiðlararéttindi eru æskileg • íslenska og enska, talað og ritað mál. • Framúrskarandi þjónustulund & lipurð í mannlegum samskiptum • Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta í Navision æskileg • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð • Hreint sakarvottorð er skilyrði • Frumkvæði og geta til þess að vinna undir álagi DHL Express á Íslandi óskar eftir að ráða tollafulltrúa í sumarafleysingar á starfsstöð sinni á Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur til og með 4. maí 2012 Áhugasamir eru hvattir til að senda ferilskrá á netfangið atvinna@dhl.com Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Tómasdóttir, starfsmannastjóri DHL Express á Íslandi, í síma 535 1100. DHL Express á Íslandi Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Börn og umhverfi - námskeið (áður barnfóstrunámskeið) Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára (12 ára á árinu) og fer fram dagana 7. maí - 10. maí 2012 (fjögur kvöld) frá kl. 18:00 - 21:00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Farið er yfir ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndi- hjálp. Námskeiðsgjald er kr. 4.500.- Skráning og nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga frá kl.13:00 - 16:30 eða með tölvupósti á sudredcross@sudredcross.is Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. ORLOFSHÚS VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR SUMARIÐ 2012 Frá og með 21. apríl til og með 15. maí verður tekið á móti umsóknum um orolofshús Verkalýðsfélagsins fyrir sumarið 2012. Er á eftirtöldum stöðum: Hallgeirshólum, Skorradal og Apavatni. Allir bústaðir eru með heitum potti Umsóknarfrestur til 15. maí Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Verkalýðsfélagsins að Víkurbraut 56 Orlofsnefndin. Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja fagnar vori með tónleikum í Bíósal Duushúsa mánudaginn 30. apríl og fimmtudaginn 3. maí. Tón- leikarnir hefjast kl. 20 báða dag- ana. Á tónleikunum flytur kór- inn úrval íslenskra og erlendra laga sem senda sumaryl í hjörtu þeirra sem á hlýða. Þar á meðal eru tvö lög eftir Hrafnhildi Bryn- dísi Rafnsdóttur sem er félagi í kvennakórnum. Einnig munu einsöngvarar úr röðum kórsins flytja nokkur lög, en það eru þær Birta Rós Arnórsdóttir, Steinunn Björg Ólafsdóttir og Una María Bergmann. Helgina 19. - 20. maí ætlar kórinn síðan að halda í ferðalag á Snæfells- nes og munu kórkonur ylja Snæfell- ingum með söng sínum auk þess að skoða sig um á þessu fallega svæði. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. við innganginn en hægt er að kaupa miða í forsölu á 1.500 kr. hjá kór- konum. Einnig er hægt að hringja og panta miða í síma 8974776 og 8987744 eða senda tölvupóst á netfangið kvennakorsudurnesja@ gmail.com. Tónlistarveisla í Stapanum Karlakór Keflavíkur heldur stór- tónleika í Stapanum þriðjudaginn 8. maí og fimmtudaginn 10. maí. Í vetur hefur kórinn verið önnum kafinn. Fyrir áramót söng kórinn tvenna tónleika með Grundar- tangakórnum. Þá tók kórinn þátt í 100 ára afmælistónleikum Karlakórsins Þrastar í Hörpunni í febrúar. Kórinn hefur sungið á árshátíðum í Bláa lóninu, m.a. með stjörnurokkaranum Eyþóri Inga og einnig á eigin vegum. Kórinn kveður nú Guðlaug Vikt- orsson stjórnanda sinn til 8 ára en Guðlaugur heldur til framhalds- náms erlendis. Af þessu tilefni verður meira lagt í tónleikana en venjulega vortónleika. Á tónleikunum verður boðið upp á söngleikjalög úr West Side Story og My Fair Lady, tónlist eftir Irving Berlin og Leonard Bernstein. Þá mun kórinn syngja nokkra kóra úr óperuverkum svo sem Hermanna- kórinn úr Faust, Pílagrímakórinn úr Tannhäuser, Veiðimannakórinn og Steðjakórinn. Einnig mun kórinn flytja „brot af því besta“ frá samstarfi kórsins og Guðlaugs Viktorssonar. Má þar nefna lög eftir Bellman, Hildigunni Rúnarsdóttur, Oddgeir Kristjáns- son, Ólaf Gauk, Bjarna J. Gíslason, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði aðfaranótt sumardagins fyrsta ökumann vegna gruns um að hann væri ölvaður undir stýri. Mað- urinn harðneitaði að hafa neytt áfengis fyrr um kvöldið, þótt af honum væri megn áfengis- lykt. Hann var tvívegis látinn blása í áfengismæli en gaf ófull- nægjandi blástur í bæði skiptin. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann enn látinn blása í áfengis- mæli en bar því þá við að hann gæti ekki blásið þar sem mælirinn væri stíflaður. Með þessu fram- ferði var litið svo á að hann neitaði að gefa öndunarsýni og honum gerð grein fyrir því að slíkt varðaði, samkvæmt umferðarlögum, 100 þúsund króna sekt, auk árs sviptingar öku- réttinda, að viðbættri sekt og sviptingu fyrir ölvunarakstur. Að því búnu var honum enn gefið tækifæri til að blása en hann þverskallaðist við. Fagaðili var þá fenginn á lögreglustöðina til að taka blóðsýni úr mann- inum sem hinn síðarnefndi féllst á eftir nokkurt þóf. Próf- anir á áfengismælinum sýndu að hann var í fullkomnu lagi. Stútur neitaði að blása Nýjustu fréttir eru á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.