Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 26.04.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR „Bæjarráð leggur til að frum- varpið verði dregið til baka og nefndin hefji að nýju vinnu við fiskveiðistjórnunarkerfið á niður- stöðu Sáttanefndar í sjávarútvegs- málum sem skilaði af sér haustið 2010. Í þeim tillögum náðist fram sátt milli allra helstu hagsmuna- aðila, en andstaða tveggja aðila varð til þess að þeirri miklu vinnu var hent út af borðinu," segir m.a. í ályktun bæjarráðs Grindavíkur- bæjar sem samþykkt var á bæjar- ráðsfundi í síðustu viku. Fyrir fundinum lá beiði um umsögn frá Atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp til laga um stjórn fisk- veiða (heildarlög), 657. mál. Tillaga að umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og frum- varp til laga um veiðigjald lagt fram. Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur bæjarstjóra að senda til atvinnuvegar Alþingis. Úrdráttur vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða og frumvarps til laga um veiðigjald: „Bæjarráð og bæjarstjórn Grinda- víkurbæjar hafa undanfarin miss- eri samþykkt bókanir og umsagnir um fiskveiðistjórnunarmál þar sem lögð hefur verðið áhersla á að leitað verði leiða til að ná sátt um íslenskan sjávarútveg með reglum sem hafi það að markmiði að þær styrki greinina í heild sinni og skapi hvata til þess að hámarka verðmæti, draga úr framleiðslukostnaði og auka þar með arðsemi og tekjur þjóðarbúsins. Sjávarútvegsfyrirtækin í Grinda- vík skapa um 1.000 bein störf við veiðar og vinnslu á Íslandi, sem eru álíka mörg störf og eru í ál- iðnaði á Íslandi. Varlega áætlað hleypur fjöldi afleiddra starfa sem sjávarútvegur í Grindavík skapar á fleiri hundruðum. Þessi störf eru mönnuð starfsmönnum sem búa um allt land. Áhrif sjávarútvegs í Grindavík ná því víða. Helstu áhrif frumvarpanna tveggja á Grindavík verða að: • Aflaheimildir dragast saman um á annað þúsund þorskígildistonn sem leiða til samdráttar í útsvar- stekjum Grindavíkurbæjar upp á um 30 milljónir kr. á ári. •Það mun kosta útgerðir yfir 300 m.kr. að leigja til sín heimildir af kvótaþingi til að verða jafnsettar og áður. • Hlutur sveitarfélagsins af leigu- kvóta í gegnum kvótaþing verður takmarkaður og mun að líkindum ekki vega upp tekjutap vegna skerðinganna. Ekki liggur fyrir hvernig tekjunum verður skipt milli sveitarfélaga. • Grunnveiðigjald og sérstakt veiði- gjald í Grindavík á síðasta ári hefði numið yfir 2.000 m.kr. • Búast má við að stóraukin gjald- heimta af sjávarútvegsfélögunum leiði til þess að fyrirtækin reyni að draga úr kostnaði annars staðar, m.a. með því að endursemja við sjómenn og annað starfsfólk, fækka stöðugildum og draga úr þjónustu- kaupum. Lækkun á launakostn- aði fyrirtækjanna og minnkandi þjónustukaupum mun skila sér í enn frekari lækkun útsvarsstofns Grindavíkurbæjar og samdrætti í tekjum hafnarinnar. Verði frumvörpin að lögum er ljóst að áhrifin verða verulega neikvæð á samfélagið í Grindavík og á Suðurnesjum öllum og mun að öllu óbreyttu valda enn meira atvinnuleysi og því að íbúum á svæðinu kann að fækka. Það er ekki á samfélagið á Suðurnesjum leggjandi. Áhrifin munu jafnframt koma fram á öðrum svæðum, en fyrirtækin í Grindavík sækja starfs- fólk, og þá ekki síst sjómenn, um land allt. Bæjarráð leggur til að frumvarpið verði dregið til baka og nefndin hefji að nýju vinnu við fiskveiði- stjórnunarkerfið á niðurstöðu Sáttanefndar í sjávarútvegsmálum sem skilaði af sér haustið 2010. Í þeim tillögum náðist fram sátt milli allra helstu hagsmunaaðila, en andstaða tveggja aðila varð til þess að þeirri miklu vinnu var hent út af borðinu.“ Bæjarráð Grindavíkur mótmælir nýju kvótafrumvarpi Víkingaheimar hafa gengið gegnum mikla endurnýjun síðustu vikur og þar verður hægt að skoða og upplifa margar nýjar sýningar á næstu mánuðum. Víkingaheimar eru ekki bara eitt sýningarhús með einni sýningu heldur heilt svæði með margvís- legum sýningum og upplifunum, bæði úti og inni. Af þessu til- efni var opnunarhátíð haldin á staðnum sl. þriðjudag. Á útisvæðinu er t.d. ný útikennslu- stofa sem býður upp á tækifæri til alls kyns fræðilegrar vinnu fyrir hópa. Landnámsdýragarður er rek- inn á svæðinu yfir sumarmánuðina og nú er verið að leggja lokahönd á sérstakt leiksvæði þar sem leikir og íþróttir víkinga verða í fyrirrúmi. Þurrabúðin Stekkjarkot er tilgátu- hús sem stendur í útjaðri svæðisins og tilvalið að kíkja þar í heimsókn. Inni í sýningarhúsinu sjálfu verða fimm sýningar í gangi. Fyrst má telja Íslending, víkingaskipið sjálft sem sigldi til Ameríku árið 2000 og allt sem því fylgir. Einnig má sjá endurnýjaða sýninguna Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýningu um siglingar og landnám norrænna manna sem sett var upp í sam- starfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Þriðja sýningin í húsinu er sýning á merkum forn- leifum af Suðurnesjum og má þar nefna gripi bæði úr Hafurbjarnar- kumlinu og úr nýjustu rannsókn- inni í Höfnum. Fjórða sýningin er kynning á helstu söguslóðum á Íslandi unnin í samstarfi við Sam- tök um sögutengda ferðaþjónustu. Fimmta sýningin kallast svo Örlög goðanna og fjallar um norræna goðafræði. Þarna eru raktar ýmsar þekktar sögur af norrænu goð- unum með aðstoð einstakra leik- mynda eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson alls- herjargoða ásamt hljóðleiðsögn á fjórum tungumálum sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman. Í húsinu er einnig fyrirlestrarsalur, sala á kaffiveitingum og minja- gripum. Víkingaheimar eru opnir allan ársins hring, sumaropnunin hefst 1. maí: Opið frá kl. 11.00 - 18.00. Aðgangseyrir er kr. 1.000 fyrir full- orðna, ókeypis fyrir börn 14 ára og yngri og hægt að fá hópafslátt. Endurnýjaðir Víkinga- heimar opnaðir ›› Reykjanesbær: Sýningin Örlög goðanna hefur verið opnuð í Víkingaheimum. Virkilega glæsileg sýning.Víkingaskipið Ís- lendingur skipar veigamikinn sess á sýningunni í Víkingaheimum en nú hefur sýningar- munum frá Smithsonian-safn- inu verið komið fyrir umhverfis skipið. HAGSTÆÐ ÁRGJÖLD GLÆSILEGUR GOLFVÖLLUR FRÁBÆR ÆFINGAAÐSTAÐA BYRJENDAVÖLLUR GOLFKENNSLA Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is ÞAÐ ERU ALLIR VELKOMNIR Í LEIRUNA. SJÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.GS.IS EÐA HRINGIÐ Í SÍMA 421-4100. KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.