Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Heilinn okkar mótast af umhverfi sínu og þá fyrst og fremst af næringarefnum sem næra hann á hverjum degi. Heil- inn þarf næringu til þess að við- halda hámarks virkni og til þess að fyrirbyggja ótímabæra hrörnun. Heilinn mótast og þrífst einnig á andlegri og tilfinningalegri örvun, námi og nýjum verkefnum. Rann- sóknir hafa sýnt að líkamsrækt bætir blóðflæði til heilans og eykur andlega virkni. Jákvætt viðhorf til lífsins dregur úr áhrifum streitu og hefur því góð áhrif á starfssemi heilans. Nær öll næringarefni eru heilanum nauðsynleg en einna mest eru omega-3 fitusýrur úr fiski/lýsi sem auðvelda frumum heilans að koma áfram mikil- vægum taugaboðefnum til þess að halda frumum lifandi og fullum af lífsþrótti. Einnig hafa omega-3 fitusýrur reynst efla orku heilans, minni og nám. Í fæðunni eru ýmis næringarefni sem eru talin sér- staklega góð fyrir heilann eins og bláber, spínat, feitur fiskur, hnetur og grænt te. Rannsóknir hafa sýnt að andoxunarefni eins og C vítamín, E vít- amín og Q10 eru heilanum mikilvæg og geta hægt á hrörnun heilans. Efnið fosfólíserín og B vítamín eru talin gagnast vel gegn minnistapi. Þó nokkrar jurtir eru notaðar til þess að bæta virkni, auka blóðflæði til heilans og framleiðslu taugaboðefna en þar má helst nefna gingko biloba, burnirót, ginseng og ætihvönn. Við höfum sjálf í hendi okkar að velja fjölbreytta og næringarríka fæðu til þess að varðveita og efla heilsu og virkni heilans. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Heilafóður www.facebook.com/grasalaeknir.is Mér hefur áður verið tíðrætt um staðalmyndir og alhæfingar í þessum pistlum mínum þar sem ég hef verið að velta því upp hvort við komum misjafnlega fram við fólk og látum þá útlit, stöðu, þjóðerni ofl. ákveða þá framkomu. Þetta byrjar strax þegar við erum börn en sem móðir tveggja drengja sem voru mjög stórir miðað við aldur þá var upplifun mín sú að þegar þeir voru börn voru mun frekar gerðar kröfur til þeirra vegna líkamlegs atgervis en þess andlega. Setningar eins og ,,þú svona stór strákur ættir að vita betur“ er sagt við þann stóra og minni kröfur til félagans sem er lágvaxnari. Ég þurfti sjálf að minna mig á þetta sem grunnskóla- kennari - þeir sem eru bráðþroska líkamlega eru það ekki endilega andlega og því fráleitt að gera aðrar kröfur til þeirra en jafnaldranna. Vinur minn sem ekur um á mótorhjóli, íklæddur leðurdressi hefur lýst því hvernig konur og ung börn hörfi undan þegar hann labbar um í stórmarkaði að leita að bleyjum handa barnabarninu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ,,fallegt“ fólk fái betri þjónustu en aðrir (hvernig svo sem fegurð er mæld) og komið sé öðruvísi fram við ljóshærðar konur en dökkhærðar. Ég hafði sjálf ákveðnar skoð- anir á húðflúri því það voru jú ,,ákveðnar“ týpur sem fengu sér slíkt. Þegar synir mínir voru orðnar þessar ákveðnu týpur þurfti ég að viðurkenna eigin fordóma og bæta við á tékk listann minn ,,allt í lagi með tattóverað fólk“. Ég og vinkona mín áttum gott spjall um þetta einn daginn ekki alls fyrir löngu og þá sagði hún mér þessa stór skemmtilegu sögu af bíóferð þeirra hjóna. Ég fékk leyfi hennar til að deila sögunni með ykkur, enda ætti góð saga aldrei að fara til spillis. Ég og maðurinn minn fórum í bíó að sjá íslensku myndina, Svartur á leik. Mað- urinn minn er stór vexti, krúnurakaður, gengur gjarnan í svörtum leðurjakka, ekur um á BMW og er með tattú. Hvað sem útlit og farartæki varðar þá er Stóri (kallaður það í þessum pistli enda er ég undir áhrifum Carrie Bradshaw og Mr.Big) allra manna ljúfastur, yndislegur sonur, faðir og eiginmaður og mundi aldrei gera flugu mein. Við mættum á síðustu stundu í bíó og þurftum að skáskjóta okkur inn á milli bíógesta til að troða okkur í einu lausu sætin. Stóri á erfitt með að passa í bíósætin og því betra að hafa laust sæti við hliðina en slíkt var ekki í boði þarna. Hann tróð sér ofan í sætið en við hlið hans sat kona komin vel yfir miðjan aldur og við hlið hennar tvær á svipuðum aldri. Stóri var varla sestur þegar hann stóð upp aftur - kæmist örugglega betur fyrir í sætinu ef hann færi úr jakkanum. Hann fer úr þunga leðurjakkanum og þreknir tattóveruðu handleggirnir litu dagsins ljós. Það var þá sem ég sé konurnar í næstu sætum við hann horfa opin-mynntar á handleggina og ég var ekki frá því að það vottaði fyrir hræðslu- glampa í augunum. ,,Eru þær hræddar við hann Stóra MINN, þennan ljúfling“ hugsaði ég en beindi svo athyglinni að bíótjaldinu og kom mér þægilega fyrir í sætinu með olnboga Stóra í kjöltu minni. Myndin byrjaði og ekki laust við að ég skellti upp úr þegar aðalskúrkurinn í myndinni, Tóti (leikinn af Jóhannesi Hauki) birtist á skjánum. Fyrir ykkur sem hafið ekki séð myndina þá er þetta lýsingin á Tóta: stór vexti, krúnurakaður, gengur upp í svörtum leðurjakka, á BMW og er með tattú! Mér leið á augabragði eins og ég væri stödd á Gladiator og Russel Crow sæti við hliðina á mér. Tóti og Stóri hefðu geta verið bræður, eða allavega bestu vinir. Voru konurnar að lifa sig helst til of mikið inn í myndina! Stóri hlær hátt og kannski ekki alltaf á sama stað og aðrir. Var það ímyndun í mér eða horfðu konurnar á hann í hvert skipti sem það kom út úr honum hlátur- gusa? Þegar kom að hléi þurftum við nauðsynlega að standa upp því annars hefði sætið gróið fast við mjöðmina á Stóra með tilheyrandi veseni. Þegar Stóri geri sig líklegan til að ,,smeygja“ sér framhjá konunni í næsta sæti, hrekkur hún við og grípur um hnén á sér.....komin í fósturstellinguna á augabragði, þannig að hann ekki svo mikið sem straukst við hnéskeljarnar á henni. Þvílíkur liðleiki, hugsaði ég, vona að aumingja konan festist ekki svona! Þegar myndin var búin gengum við á eftir konunum út á bílastæðið, þær fóru inn í krúttlega laxableika Yarisinn á meðan við stigum inn í bílinn okkar. Já svarta 540 BMW-inn, með svörtum filmum í gluggum. ,,Stóri, gerir þú þér grein fyrir að konurnar eru hræddar við þig, ég get svo svarið það“. Hann leit á mig með sínum stóru saklausu augum: hræddar við mig - hvaða vitleysa! Ræsti bílinn og 400 hestöflin sviku ekki frekar en fyrri daginn (hann gaf honum kannski aðeins meira inn en vanalega). Konurnar á Yarisnum horfðu í áttina til okkar, augun á stilkum, stigu síðan bensínið í botn og létu sig hverfa eins hratt og þær komust (engin ofsaakstur þar á ferð enda bíllinn ekki hlaðinn aukabúnaði!). Stóri og frú keyrðu alsæl heim, ánægð með hvort annað og bíóferðina sem var bæði skemmtileg afþreying en ekkert síður góð áminning. Maðurinn kemur í alls kyns pakkningum og þrátt fyrir mismunandi smekk á umbúðum hlýtur það alltaf að vera innihaldið sem skiptir máli. Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Stóri á leik! Freyr Brynjarsson getur ekki með góðri samvisku sagt að hann sé duglegur í eldhúsinu. Hann er mikið á æfingum um kvöldmatarleytið en hann æfir handbolta með Haukum. „Það hefur ekki mikið reynt á hæfileika mína og dugnað í eldhúsinu ennþá, kannski þegar ég legg handboltaskóna á hilluna, hver veit,“ segir Freyr léttur í bragði. Freyr er til- tölulega nýfluttur heim í Njarðvíkina eftir að hafa alið manninn aðallega í Kópavogi. „Ég flutti í bæinn þegar ég var 5 ára og rataði ekki til baka fyrr en árið 2007 en ég var alltaf með annan fótinn hér fyrir sunnan þegar ég var ungur þar sem föðurfjölskyldan átti heima hér og svo átti ég góða vini hér í Njarðvík.“ Freyr vinnur í Akurskóla í Innri-Njarðvík og kennir þar öllum bekkjum íþróttir. Hann hefur undanfarin ár spilað handbolta með Haukum og segir það hafa verið frábæran tíma. „Það er mitt aðaláhugamál en nú fer að líða að því að ég leggi skóna á hilluna og því þarf ég að fara að finna mér nýtt áhugamál sem tekur kannski ekki svona svakalega mikinn tíma frá fjölskyldunni og eldamennskunni.“ „Þegar ég elda þá er það yfirleitt eitthvað fljótlegt og auðvelt. Spælt egg, pylsur, pitsur í pítsuofninum góða eða pönnusteiktur fiskbúðingur er hvað vinsælast þegar ég dett í eldamennskuna. En ég er aftur á móti yfirkokkur á sumrin og grilla mikið á því tímabili. Það er ýmislegt í uppáhaldi hér á bæ og uppáhaldið hjá strákunum mínum er Gordon Blue og bjúgur en rétturinn sem hefur heppnast vel og er rosalega góður er réttur sem heitir Kjúklinga Lasagne.“ Hefurðu gaman af því að dunda þér í eldhúsinu? „Það er ágætt að dunda sér þar en eins og er þá hef ég ekki gefið mér mikinn tíma í það en eins og fyrr segir þá er minn tími á sumrin við grillið góða.“ Freyr ætlar að deila einni af sínum frægu uppskriftum en fyrir valinu varð kjúklinga Fajitas lasagne. „Sagan á bak við þetta kjúklinga Fajitas lasagne er bara sú að konunni minni datt þetta í hug. Hún á hugmyndina að þessu alveg skuldlaust,“ segir Freyr hreinskilinn. Uppskriftin: Hráefni: Fajitas kökur 6 kjúklingabringur 1 stór laukur 2 rauðar paprikur 2-3 krukkur af salsa sósu 1/2 l matreiðslurjómi Rifinn ostur Skera kjúklinginn í bita og steikja. Þegar það er búið er laukurinn og paprikan sett á pönnuna með kjúk- lingnum og það látið malla með. Hella salsasósu á pönnuna ásamt rjóma og láta malla í smá stund. Þetta svo sett í eldfast mót, fyrst eru settar fajitas kökurnar í botninn og svo helmingurinn af því sem er á pönnunni yfir fajitas kökurnar, svo eru settar aftur fajitas kökur yfir og restin af því sem er á pönn- unni er sett ofan á það. Í lokin er svo settur rifinn ostur yfir allt. Þetta er svo sett inn í ofn í 180 gráður í ca. 30 mín. Meðlæti: Salat, Dorritos flögur og sýrður rjómi. Gott er að mylja Dorritos fögurnar yfir réttinn þegar hann er kominn á diskinn. Verði ykkur að góðu. ›› Í ELDHÚSINU Þarf að leggja skóna á hilluna til þess að verða betri kokkur Daglegar fréttir - vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.