Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR ATVINNUÁTAK Sumarátaksstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Atvinnuátak Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar vegna sumarstarfa atvinnuleitenda og námsmanna hefst 1. júní nk. Námsmenn verða að vera skráðir í nám á vorönn 2012 og haustönn 2012.  Skila þarf inn staðfestingu frá viðkomandi menntastofnun þar um.   Umsóknarfrestur í öll átaksstörf er 11. maí og eingöngu er hægt að sækja um rafrænt á vefsíðu Reykjanes- bæjar undir laus störf. http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.  Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. NJARÐVÍKURSKÓLI 70 ÁRA Í tilefni af 70 ára afmæli Njarðvíkurskóla þann 4. maí er efnt til sýningar í skólanum. Til sýnis verða verkefni í tengslum við afmælið ásamt öðrum verkefnum sem nemendur hafa unnið að í vetur. Verið hjartanlega velkomin til að fagna afmæli skólans með okkur. Nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla. SUMAR Í REYKJANEBÆ Íþrótta- og tómstundasvið mun setja á vef bæjarins vefritið SUMAR Í REYKJANESBÆ 2012. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum og ungmennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu fyrir ungmenni í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar á netfangið: stefan.bjarkason@reykjanesbaer.is fyrir 8. maí 2012. Íþrótta- og tómstundasvið AÐSTOÐAR- SKÓLASTJÓRI Í HOLTASKÓLA Starfssvið: Menntunar- og hæfniskröfur: innan skólans að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar í skólamálum Holtaskóli er samfélag sem einkennist af virðingu, ábyrgð, virkni og ánægju. Holtaskóli hefur innleitt PBS (stuðning við jákvæða hegðun) innan skólans. Innan hans er starfandi deild fyrir börn með einhverfu. Greinaskipt kennsla er frá 5. - 10. bekk. Mikið starf hefur verið unnið við endurskipulagningu skólastarfsins með það í huga að bæta árangur nemenda skólans. www.reykjanesbaer.is undir laus störf. Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum og umsóknarfrestur er til 18. maí nk. Mi ðstö ð s ímenntunar á Suðurnesjum hefur undan- farin 3 ár boðið upp á námsleið- ina Menntastoðir sem er undir- búningsnám fyrir Háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir H.R. og Bifrastar. Særún Rósa Ástþórs- dóttir heldur utan um námið og segist hlakka mikið til að útskrifa hátt í 60 nemendur á vordögum auk þess að undirbúa komu námsþyrstra einstaklinga með haustinu. Frá 2009 hafa um 155 nemendur lokið Menntastoðum og um 70% þeirra haldið áfram í meira nám. Hluti útskrifaðra nemenda hefur nú þegar hafið há- skólanám á hinum ýmsu sviðum. Víkurfréttir settust niður með Sæ- rúnu og fræddust um þetta náms- tækifæri á Suðurnesjum. Hvað eru Menntastoðir og hvernig byrjaði þetta allt saman? Námsleiðin var unnin í samstarfi MSS, Keilis og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Vorið 2009 lá mikið á hér á Suðurnesjum að bjóða upp á aukið námsframboð, sérstaklega fyrir þá sem voru án atvinnu. Það má því segja að Stoðirnar hafi orðið til sem svar við kreppunni og at- vinnuleysinu eftir hrun. Menntastoðir eru í grunninn 55 eininga undirbúningsnám fyrir Háskólabrú og frumgreinadeildir svo nemendur okkar eru að stíga fyrsta skrefið að frekara námi. Hér taka þeir grunnfögin sem samsvara fyrstu áföngum í framhaldsskóla og hljóta stuðning og aðstoð við nám og sjálfstyrkingu. Nú er þetta þriðja kennsluárið, hefur námið tekið miklum breyt- ingum á þeim tíma? Námið er í sífelldri þróun og hefur breyst töluvert frá upphafi. Unnið er eftir námskrá Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins en þarfir og eftirspurn í nemendahópnum móta sömuleiðis leiðina. Við höfum verið í samstarfi við Keili og reynum að skapa samfellu í náminu þannig að nemendur okkar byggi ofan á þá þekkingu sem þeir tileinka sér í Menntastoðum. Í námi fullorð- inna skiptir það höfuðmáli að fyrri reynsla sé tekin til greina og byggt sé ofan á það sem á undan hefur komið, það má alls ekki líta fram hjá því mikilvæga veganesti sem einstaklingur hefur lært á vinnu- markaði og í lífinu sjálfu. Heldur er nauðsynlegt að nýta þá reynslu til þess að læra að læra á bókina. Hvað tekur við hjá nemendum eftir útskrift úr Menntastoðum? Útskrifað er úr Menntastoðum tvisvar á ári eftir 6 eða 10 mánaða nám og eins og áður sagði munu að öllum líkindum 60 nemendur útskrifast í júní. Stærstur hluti hópsins fer í Háskólabrú Keilis en í raun geta nemendur einnig nýtt Menntastoðir – námstækifæri ›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Menntastoðir til þess að ná sér í grunn fyrir iðnnám í framhalds- skólum eða á aðrar sambærilegar brautir. Framhaldsskólum ber að meta námið til eininga og fyrir liggja drög að mati hjá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sem telja Mennta- stoðir til 34 eininga inn í nám hjá sér. Leiðin getur því legið í ýmsar áttir að loknum undirbúningnum í Menntastoðum. Hver er reynslan af námsleiðinni hingað til og sérðu fyrir þér að þetta námstækifæri muni hafa mikil áhrif hér á Suðurnesjum? Reynslan er mjög góð. Fyrir utan fjölda nemenda og mikla eftirspurn hafa nemendur borið náminu góða sögu. Við leggjum mikið uppúr því að heyra álit og skoðanir nemenda bæði á meðan á náminu stendur og svo eftir að þeir hafa kvatt okkur. Við viljum fylgjast með því hvert nemendur okkar halda og hvernig þeim vegnar á næstu stigum náms. Það er mjög athyglisvert að skoða svör þeirra sem hafa lokið námi í Menntastoðum og haldið áfram upp í Keili. Nemendur okkar nefna nær allir að undirbúningurinn hafi skilað sér í auknu sjálfstrausti og að þeir voru lausir við óöryggi sem þeir höfðu áður gagnvart námi. Tækifæri sem þetta gerir nám að aðgengilegri kosti t.d. fyrir Suður- nesjabúa og það getur ekki verið annað en jákvætt að efla mennt- unarstig og auka möguleika okkar sem hér búum. Fyrir hverja eru Menntastoðir? Eitt af aðalsmerkjum Menntastoða að sögn Særúnar er fjölbreytni nemendahópsins svo segja má að þær séu fyrir alla eldri en 20 ára. Aldursdreifing er yfirleitt frekar mikil og hefur yngsti nemand- inn verið um tvítugt en sá elsti í kringum sextugt. Þessi mikla dreifing hefur jákvæð áhrif og til verða samskipti sem miða að því að nemendur læri hver af öðrum. Stór hluti nemenda í Menntastoðum hefur átt við einhverja námsörðug- leika að stríða og einhverra hluta vegna ekki gengið nægilega vel í hefðbundnu skólakerfi. Þá skiptir máli að nemendur fái aðstoð við að yfirstíga og vinna með þessar hindranir í náminu og þar spilar gott aðgengi að náms- og starfs- ráðgjafa lykilhlutverk. Mikið er lagt upp úr því að skapa góða hópkennd meðal nemenda og í allri kennslu er lagt upp með að nýta styrkleika hvers og eins og nemendur hvattir til þess að aðstoða hvern annan. Nú hefur verið opnað fyrir um- sóknir í Menntastoðir og geta áhugasamir sótt um á vefnum www.mss.is. En eru einhver inn- tökuskilyrði í Menntastoðir? Nei, í rauninni ekki. Einu skilyrðin eru að viðkomandi sé 20 ára eða eldri og hafi áhuga og vilja til þess að stunda námið. Við gerum engar forkröfur og gerum í raun ráð fyrir að flestir þeir sem til okkar koma hafi jafnvel ekki setið á skólabekk í langan tíma og þurfi að læra að læra. Hins vegar má líka benda á að náminu fylgir nokkuð álag og því þarf viðkomandi að vera til- búinn til þess að einbeita sér og leggja á sig vinnu á meðan á því stendur. Annars eru að sjálfsögðu allir eldri en 20 ára velkomnir í Menntastoðir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.